Dvöl - 01.02.1912, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.02.1912, Blaðsíða 3
D V 0 L. 7 á mig. Nú var eg ekki því vanur, að nokkur vildi aðhyllast mig, og því vænna þótti mér um, að þessi unga mær liændist að mér. Þenna tima, sem eg dvaldi þar, var ekki einungis minn innri maður orðinn fjörugri og betri, heldur var eg orð- inn höfði liærri, hraustari og sterkari og frjálslegri en áður, meðan eg var hjá þeim mönnum, er lögðu alla hluti út fyrir mér á verri veg. Kom mér því sú fregn illa er faðir minn skipaði mér að koma heim aftur, og þótti mér mikið fyrir að skilja við Mariu. Hún bað mig' grátandi að gleyma sér ekki. Og hvernig skyldi eg geta það, henni, sem var sú eina, er vel hafði orðið til mín. Þá er eg kom til föður míns, tók liann vel við mér, var hinn blíðasti og sagði: »Karl, þú hefir haft gott af vistaskiftunum, en nú er sá tími kom- inn, að mál er nú að sjá fyrir hag þínurn. Bróðir þinn er nú orðinn liermaður og gengur vel, liann er orðinn sveitarforingi. En nú getur þú fengið embætti við hirðina, og þangað skaltu nú fara«. Eg við hirðina — hugsaði eg með sjálfum mér — og varð svo bilt við, að eg skifti litum. Aldrei liefir nokkur maður fundið sig miður hæf- an til þess, sem hann var ætlaður til, heldur en eg, og ekki gat eg komið upp orði. »Svararþú mér engu?« sagði faðir minn. »Þér líkar ef til vill ekki sá atvinnuvegur, er eg hefi valið þér til handa, eða heldurðu að þú megir lifa allar stundir í iðjuleysi?« Nú herti eg upp hugann og sagði: Faðir minn, eg hefi aldrei að undanförnu talað við yður, eins og mér hefir búið í brjósti, en nú ætla eg að gera það. Eg finn mig ekki færan að ganga þann veg, sem þér liafið ætlað mér, mig vantar alt til þess að geta komið mér við hirðina. Eg þekki mennina langtum of lítið til að liætta mér út á svo hálan ís. Veitið mér þess vegna þriggja ára frest, til þess að búa mig undir þetta embælti. Lofið mér að fara til annara landa og kynna mér siðu þeirra sem þar búa. Aldrei skul- uð þér þurfa að segja, að eg sé yður óhlýðinn, og allt vil eg vinna til að þekkjast yður. — Þá svar- aði faðir minn: »Farðu nú Karl, á morgun skul- um við tala betum um þetta efni«. Daginn eftir sagði faðir minn mér, að eg mætti fara utan, kvaðst hann skyldi styrkja mig til ferð- arinnar. En þegar þú kemur aftur, þá skaltu fara til hirðarinnar. Eftir það fór eg úr landi, og sá hvorki föður minn eða bróður áður en eg fór. Bróðir minn var um þær mundir í höfuðborginni og kvongvaðist þar ríkri stúlku af háum stigum. Hleyp eg hér yfir þau 3 ár, sem eg var erlendis, og lield þar áfram, er eg kom heim aftur. Faðir minn var ekki heima þegar eg kom, og vissu menn ekki hvenær hann mundi koma heim aftur; réðist eg því til að vitja þangað, er eg fyr hafði dvalið árlangt. Þegar eg kom að höllinni, var þar enginn fyrir; gekk eg því út aftur og varð mér reikað inn í aldingarðinn; þar heyrði eg kven- mannsrödd, er söng við hljóðfæri; kannaðist eg við lagið og mintist þess, að það var eitt af mín- um fegurstu. Gekk eg þá á hljóminn og fór hægt, en eikurnar skygðu á. En er eg nálgaðist hana, hætti söngurinn og þá heyrði eg hún mælti fyrir munni sér: »Eklci kemur hann aftur; liann er búinn að gleyma henni Maríu litlu«. Þá hljóp eg fram fyrir trén og sagði: »Nei María! hann hefir ekki gleymt þér enn«. Henni brá við, en fljótt áttaði hún sig og hljóp í faðm minn, glöð eins og barn. Átti eg nú góða daga um hríð, gleðin og ástin skein út úr augum Maríu, og eg unni henni af hug og hjarta. Við unnum hvert öðru, eins og þið gerið nú dóttir mín. Við gættum ekkert hindrana þeirra, sem bönnuðu okkur að njótast, og hótuðu okkur skilnaði á hverri stundu. Við bundum tryggðir með okkur og hétum hvort öðru að ekkert skyldi skilja okkur nema dauðinn. Um þessar mundir fekk eg skipun föður míns, að koma sem bráðast á hans fund. Var sú fregn okkur næsta ógeðfeld. Kvöldið áður en eg fór af stað, sátum við hvort hjá öðru, María og eg. Hún grét þá og sagði: »Nú ferðu burtu Karl og kemur aldrei aftur til mín. Eg þekki föður þinn og veit að hann vill senda þig til hirðarinnar. Hvernig fer þá um mig? Eg má lifa við söknuð og sáran harm«. Eg gerði hvað eg kunni til að hugga hana. »Mar- ía!« sagði eg, »ekkert skal skilja mig lrá þér. Mér er sama hvort föður minum líkar betur eða ver. Ef ekkert verður annað tif, þá grýpum við til þess að flyja, og leitum okkur hælis langt í burtu, og þá verður þú konan mín. Á þelta félst hún, og varð það staðráðið á milli okkar, og frá þeirri stund varð mér hughægra. Þegar eg hitti föður minn, tók liann mér heldur þurlega, lét mig segja sér af ferðum mínum, en hafði ekki á orði hvað hann ætlaði þá við mig. Mér þótti sú þögn hans engu betri. Eg sá að honum bjó eitthvað í skapi, sem hann gat ekki fengið sig til að nefna. Meðal annars, er hann sagði við mig, var þetta eitt: »Karl«, sagði liann, »að fáum dögum liðnum kem- ur bróður þinn hingað, þér til skemtunar, hann er nú orðinn »majór« við herinn, og bráðum verð- ur hann annað meira, því hann er í mildum metum og getur eflt hag þinn. Shergeant. Eftir Frank H. Shaw. Eftir að skrifstofuhurðinni var lokað á eftir Shergeant, sveiflaði hann sér til gremjulega og reiddi í heiptaræði linefann að liinum þögulu skrautlegu dyrum, sem hann hafði gengið i gegnum, og mælti fram um leið eitt af þeim viðbjóðslegu bölvunar- yrðum, sem hann var svo vanur við að heyra á sjónum. »Rekinn! hrópaði hann, rekinn! burtu og fleigt eins og afnuma flík! slíkir djöflar!« Hann hélt áfram að bölva í sifellu, því þegar hann var i þessum habit þá var liann ósvífinn. En öll þau blótsyrði sem til eru í heiminum, voru ekki megn- ug nm að endurveita honum þau tækifæri, srm hann hafði mist, eða áunnið honum þá hylli sem hann var búinn að brjóta af sér. Hann sneri sér við og skjögraði fram i dagsbirtuna, ogafþvíhann

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.