Dvöl - 01.08.1912, Qupperneq 3
D V 0 L.
31
þá grösin og fuglarnir fengu sér blund
i friðsælu heimkjrnna sinna.
Og hrífandi fanst mér sú hátignarró,
sein hánóttin veitti þér öllum;
eg settist við læk, sem um lynggróinn mó
liðaðist niður af hjöllum.
En vorgyðjan hvislaði eyra mér i,
að alt sem að sjmir mér húmið,
sé tengt við þess hjarta sem tilreiðir þvi,
timann og ljósið og rúmið. —
Nú lóurnar syngjandi vöknuðu við,
að vorblærinn andaði þýður.
Og eyru min nutu, við kvakandi klið.
Kominn var morguninn blíður.
Ársólin ljómaði hæðir og hnúk,
heilsaði nesjum og gjögrum,
hliðin min líktist þá ljósgrænum dúk,
leiftraði gullið í kögrum.
Döggvotu blómin sín breiddu mót sól,
bláeygðu íjólurnar ungu.
Vorið í hjarta mér ástina ól,
unað og lofgjörð á tungu.
Drö/n.
Maurice og Genevieve
eöur
Munaðarlausu tvíburarnir.
(Frönsk saga, færð í letur 1857).
(Framh.).
»Ójá, já!« svaraði hún þá; »Guð mun aumkv-
ast yfir okkur, og lofa mér að gera þig heilbrygð-
an með umhyggju minni og aðhjúkrumc. En ef
að, hún um leið og hún sagði þetla, kyssti of-
urlílið fastara hið sjúka höfuð, er hallaðist að
brjósti hennar, þá kveinaði hann upp, og fekk
nokkurskonar ílog, er sýndu, að sjúkdómur hans
var enn óbreyttur.
Læknirinn var nú aftur sóttur til hans, og'
kvaðst liann vera næstum vonlaus um, að hann
fengi nokkurntíma styrk aftur i fætur sína, og
þannig leið veturinn í mestu sorg og armæðu
fyrir tviburunum. Genevieve vakti allar nætur
við rúm bróður síns, og hverri stund, sem hún
gat tekið írá vinnu sinni, varði hún til að ann-
ast um hann. Þó að hann kvartaði ekki mjög
um ástand silt, gat hann þó ekki að sér gert að
óska þess, að dauðinn vildi leysa sig undan að
vera þannig öllum til þyngsla, og einkum systur
sinni, þvi hann sá, hversu hún eyddi kröftum
sínum, og hann fann hversu ógæía sín hafði
svitt hana allri gleði. »Óskar þú mér þá dauða,
þegar þú talar svona«, var hún vön að segja
grátandi, þegar hann var þannig að telja harma-
tölur sinar. »Heldurðu að eg geti lifað lengi,
ef að þú fer og skilur við mig. Mér finst eg
lika stundum vera að dauða komin, því mér er
stundum ilt í höfðinu, og fæturnir geta varla
borið mig, svo eg er næstum þvi eins og þú«.
»Eg' trúi því vel«, sagði sjúklingurinn, »en það
kemur alt af þreytu; þú hetur enga hvild nótt
eða dag«.
»Vertu óhræddur um það; Guð hefir gefið
mér krafta til að vinna, og sú von, að eg fái
aftur að sjá þig hressan við hina gömlu iðju
þina, heldur mér við heilsu. Láttu ekki hug-
fallast góði bróðir. Hefurðu ekki séð storminn
og regnið leggja kornöxin flöt til jarðar, og þó
hafa þau risið upp fagrari en áður eftir liæga
golu á sólskinsdegi«.
Þessi huggunarorð hinnar viðkvæmu elsk-
andi systur hölðu nú þann árangur að létta
þunglyndi hans, og gefa honum von um, að
hann mundi aftur ná kröftum sinum. En til
þess að gleyma ekki íþrótt sinni, og týna ekki
niður hagleik sínum, skemti hann sér með að
búa til ýmislega snillilega smíðisgripi á stóli
sínum, þar sem hann var settur, þar á meðal
gerði hann lítinn fjögra hjóla vagn á fjöðrum,
og var hann olt glaður að hugsa til þesss, að
einhver af félögum sinum gæti dregið sig i hon-
um annaðhvort til kirkjunnar eða út á leikvöll
bæjarmanna á helgidagskvöldum, til þess að hann
gæti horft á leiki þeirra, þó að hann gæti ekki
sjálfur tekið þátl i leiknum. Systir hans, sem
var í vitorði með um leyndarmál þetta, og hafði
útvegað honum alt sem til vagnsmíðisins þurfti,
hafði annað í hyggju, og það var, að enginn
skj'ldi draga þenna vagn, þegar hann væri sest-
ur i hanú, nema hún sjálf. Og þegar hún var
búin að búa sig út og reyna vagninn nokkrum
sinnum, fann hún, að hún mundi vera fær um
að fullnægja ósk bróður síns, er hann girtnist
mest af öllu, að hann skyldi geta verið við guðs-
þjónustugerð fyrsta Hvítasunnudag í kirkjunni hjá
Artena)’, sem lá nærri þvi mílu frá bænum. Það
sem hin glaða systir var einkum í vandræðum
með var það, hvernig hún ætti að koma bróður
sinum, sem ekki þoldi neinn hristning í vagnin-
um yfir hina ósléttu steinlögðu götu í gegnum
bæinn sem var á kirkjuleiðinni, en svo hafði
hitt vinnufólkið komizt við af þessum systurlega
kærleika hennar, að allur vegurinn var í dögun
á helgidagsmorguninn, þegar til kirkjunnar átti
að íara, lagður með hálmi, svo þykl, að hinn
sjúki kendi sér einkis meins. Frá níundu stund
um morguninn stóð allur þorri bæjarbúa beggja
megin við kirkjuveginn til að sjá systurina, sem
ekki vildi láta neinn taka þátt í þvi að aka
bróður sínum til kirkjunnar, sem hún og gerði
svo laglega og liægt, að enginn hefði getað gert
það eins vel. En hún var feimin og eins og
utan við sig, þegar hinir góðu nágrannar litu til
hennar Jilíðlega, og báðu systkinunum allra
virta. En það sem einkum fékk á hjarta henn-
ar var hve hinn æruverði prestur tók henni vel
i augsýn allra. Hann talaði um hana fyrir sókn-
arfólki sínu eins og fyrirmyd í kristilegum kær-
leika og systurelsku, og bætti við með heitum
orðum bæn ylir systkinunum, og sagði að end-
ingu við hana blíðlega: »Vertu hughraust, dótt-