Dvöl - 01.09.1914, Qupperneq 1

Dvöl - 01.09.1914, Qupperneq 1
Blaðið kostar hér á landi t kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. D V Ö L. Uppsögn skrifleg og bundin við I. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er í Ingólfsstr. 18. REYKJAVÍK, SEPT. 1914. NR. 9. 14. ÁR. Áhrif (Influence). Aframhald af greininni „Kraftur viljans“. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) Ó, það er voðalegur kraftur sem eg er gædd- ur — þessi áhrifa-kraftur — og hann heldur sér við mig. Eg get ekki hrist hann af mér; hann er i mér og er fæddur með mér; hann hefir þroskast jafnframt því sem eg hefi þroskast; hann talar, hann gengur, hann hrærir sig; hann er sterkur í sérhverju augnatilliti rnínu, í sér- hverju orði sem kemur fram af vörum mínum> og í sérhverri athöfn í lífi mínu. Eg get ekki lifað sjálfum mér. Eg verð annaðhvort að vera logandi Ijós sem lýsir, eða ofviðri til að eyði- leggja. Eg verð annaðhvort að vera Abel, sem með sínu ódauðlega réttlæti talar, þó hann sé dauður, eða Achen, sem bendir á sorglegt á- framhald þeirra sem að öðru leyti eiga gleymt nafn en sem ei að síður er vottur þess að mað- urinn tortínist ekki einsamall í ranglæti sinu. Eftirdæmið lifir. Kæri lesari, þessi nauðsynlegu frumefni kraftarins tilheyra þér. Yerkahringur þinn getur verið þröngur, áhrif þín geta verið lítil, en þú hlýtur samt að hafa einhvern verka- hring og einhver áhrif, þvi sérhver mannleg vera er miðdepill áhrifa, annaðhvort til góðs eða ills. Enginn getur lifað einungis fyrir sjálfan sig. Möskvarnir í netinu eru ekki traustari saman festir en maður er við mann. Við getum gleymt þessum huldu, þegjandi áhrifum, en við sýnum þau i athöfnum vorum, vér sýnum þau i orð- um okkar, vér búum yfir þeim í hugsunum vor- um, sem svo smátt og smátt koma í ljós — og sá er gæddur hærra visdómi en tilheyrir þessari jörðu, sem kappkostar að dreifa út frá sér hin- um hæzta krafti til góðs, veri heimili hans, kot eða höfðingjasetur, kofi eða höll. af hverju hið minna gagnslæða, af hinu öðru væri til. Nú virðist mér þar á móli, að mönn- um komi saman um, að þetta eigi sér hreint ekki stað. — Sókrates, sem hafði snúið sér að honum, og heyrt þetta, sagði: Þetta var góð á- minning; einungis lætur þú ekki í ljósi misnnin- inn á því sem nú var sagt og þá. Þá var nefni- lega sagt, að af þeim eina gagnstæða hlut kæmi hinn annar gagnstæði hlutur, nú þar á móti, að það gagnstæða sjálft geti aldrei orðið sjálfu sér gagnstætt, hvorki í sjálfum oss eða í náttúrunni. Þvi þá, vinur minn, töluðum við um þá hluti, sem hafa gagnstæða eiginleika, og við nefndum þá því samkvæmt, nú þar á móti tölum við um þá sjálfa, við hvers nærveru að þeir þannig nefndu hlutir halda nafni sinu. Og um þá vilj- um við ekki staðhæfa, að þeir hverfi saman við hinn. Eftir þetta horfði hann á Kebes, og spurði: Hefir þessi mótsögn sömuleiðis gert þig skelk- aðan, Kebes? — Enganveginn, svaraði Kebes, þó eg geti ekki neitað, að þar er mikið sem gerir mig órólegann. — Um þetta erum við þá skil- yrðislaust samdóma, hélt Sókrates áfram, að það gagnstæða geti aldrei orðið sjálfu sér gagnstætt? — Já, sannarlega. -- Svo skoðaðu nú líka það sem eftir fylgir, hvort þú í því getur lika verið mér samdóma. N ý bók. Reikningsbók handa alþýðuskólum. Kenslubók þessa hafa tveir af barnaskóla- kennurunum samið og gefið út, þeir Steingrímur Arason og Jörundur Brynjólfsson, útgefendur Unga íslands. Aftan við hana eru kaflar um flatarmál og rúmmál, og svo aftast margföldun- artafla. Ágæt bók, fyrir barnaskólanemendur sérstaklega. Bókin er 224 blaðsíður, er i handi og að öðru leyti vel úr garði gerð. Ivostar 1 kr. 25 aura. Urvals samrœður. Eftir Platon. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Þá sagði einn af þeim sem þar voru — hver hann var, man eg ekki vel —: Svo sannarlega sem guðirnir eru, var ekki i hinni fyrri rann- sókn vorri hið gagnstæða viðurkent, við það sem nú er sagt, það nefnilega, að hið stærra ætti rót sina að rekja til ffins minna og svo hið minna iil hins stærra, og að þetta væri einmitt sá máti, | Gula slaufan. Saga frá Nýju Jórvík eftir Amaliu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) í líkamlegu tilliti var hann bæði heilbrigð- ur og hugrakkur, en siðferðislega hafði hann ekkert af hinni svo hátt rómuðu karlmensku, sem kom Ioris Van Heemskirk til að hlæja og hæðast að þeirri hugmynd, að fórna hinni guð- legu gjöf, lífinu, fyrir ósk eins ástríðufulls bjána. Hann mundi vel eftir, að fyrstu orðin, sem hann

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.