Dvöl - 01.09.1914, Blaðsíða 4
36
D V 0 L.
og vestinu og stóð með bert brjóstið þar sem
einvígisvottur hans visaði honum til, þetta gerði
hann i mesta flýti, og aðgælti um leið hverja
hreyfingu Hydes, sem var miklu rólegri og sein-
lætislegri. Hann klæddi sig úr skrautbúnu rauðu
kápunni og rétti hana að kapteini Earle, einvig-
isvotti sínum og ætlaði að taka sverðið sitt, en
Beekman, einvígisvottur Níelsar, kom þá til og
færði hann sömuleiðis úr vestinu. Þessi nær-
göngulsemi er lýsli sér í þessu, vakti megna
grernju og fyrirlitningu Hyde. »Álitið þér«, sagði
hann, »að eg sé svo gersneyddur sómatilfinningu
að þess arna þurfi með?« Síðan færði hann sig
sjálfur úr hinum skrautsaumuðu silkifötum, og
þegar hann gerði það, sást — gula slaufan, sem
ef til vill einhver fínni tilfinning kom honum til
að hylja; hann bar hana yfir hjartanu. Það.var
engu líkara en að olíu væri helt yfir logandi
eldsglæður þegar Níels kom auga á hana, hann
gat varla haldið sér í skefjum þangað til þessi
orð voru töluð: »Byrjið nú!« Hyde kunni á-
gætlega að beita sverði og hafði háð ýms ein-
vígi; en hann athugaði ekki sérstaklega hve dauð-
legt áhlaup Níels var í þann veginn að veita
"honum. í annari atlögunni flæktist gras-skúfur
um fótinn á Hyde, við það féll hann á hægri
hliðina og i sama bili og hann féll, lagði Niels
sverði sínu þannig, að það hefði gengið í gegn-
um hjarta hans ef fallið hefði ekki hamlað því.
Hann stóð aftur uyp, en þar eð blæddi úr sári
á hálsinum á honum, gekk einvigisvottur hans
á milli og vildi koma á friði. En Niels var svo
reiður, að hann vildi engum sáttum taka, og í
því hann kom auga á »gulu slaufuna« á brjóst-
inu á honum, sór hann og sárt við lagði, að
hann skyldi drepa sérhvern sem stæði í milli
sín og þess sem hann þyrfti réttilega að hefna
sín á, en alt að þessu hafði Hyde enga beina
löngun til að drepa Níels, en við þessa athuga-
semd varpaði hann sérhverri hlýrri endurminn-
ingu frá sér, og bardaginn byrjaði á ný.
Sveitapresturinn.
Gömul saga, þýdd.
(Frh.)
»Eg hefi«, greip konungur fram i, »mikla
virðingu fyrir lærdómi og frægð og eg vil vissu-
lega ekki ræna agnarögn af heiðri þeim, sem
lærdóminum ber. En þeir lærðu.og nafnfrægu
herrar lita alt öðruvísi út, en þeir eru í raun
og veru, þegar þeir koma rétt að okkur. Vis-
indamennirnir eru ekki æfinlega hinir beztu
framkvæmdamenn. Lærður guðfræðingur er nú
raunar ekki svo nauðsynlegur fyrir bændurnar
i Ketzin og Parets; mig langar heldur til að láta
þá fá ráðvandan, eftirbreytnisverðan sálnahirði,
sem hvetur til góðs eftirdæmis með kenningum
sinum og framferði. Þvi meira sem hann er
blátt áfram og einfaldur, því betri er hann!«
Þegar konungurinn var að tala um þetta kom
fjármálaráðherrann, greifi Van Búlov inn. Kon-
ungurinn gekk með honum inn i skrifstofu sína.
Þegar gengið var til snæðings kl. 2 kom hinn
uintalaði prestur til máltiðarinnar — presturinn,
sem hafði haldið guðsþjónustuna í kirkjunni um
daginn. Honum hafði verið boðið. — Eins og
konungurinn bafði fengið mætur á honum áður,
þá féll honum liann engu síður vel í geð við
borðið. Þegar hann var sestur í sæti það, sem
honum var vísað á af hirðstallaranum, sem var
beint á móti konunginum, sem ávarpaði hann
þannig: »Hvað heitið þér, herra prestur?« »Kar-
sten«. »Hvernig hafið þér fengið núverandi stöðu
yðar?« »Eg var áður kennari við riddaraskólann
í Brandenborg, og seinna höl'ðu hinir háæru-
verðugu dómherrar veitt mér þessa slöðu«. »Er
það ekki góð staða?
»Ó-jú! Eg er ánægðun«. »Hve mikil laun
fáið þér um árið?« »Með bústað og ávaxtagarði
hér um bil 460 dali«. »Eruð þér giftir og eigið
þér börn?« hélt konungur áfram. »Já, herra,
eg á tvo syni og þrjár dætur«. »Og getið þér
án þess að hafa bjargræðisáhyggjur lifað með
fjölskyldu yðar af 460 dölum?« »0-já, fullvel«.
»En hvernig farið þér að því?« »Eg hefi ein-
lægt þá góðu gömlu reglu, að láta aldrei útgjöld-
in verða meiri en inntektirnar; á þann hátt verð-
ur ætíð einhver afgangur«. »Það er ágætt! greifi
von Bullow, heyrið þér! í þessu tilliti gætum
við lært eitthvað af hinum góða herra presti.
Lifsgleði.
(Þýtt.)
(Niðurlag). -----
Já, eins mikill munur og á skiru gulli og málm-
blendingi. Glaðlyndið er varanlegt, en skemtanirnar
eru að eins tímaspursmál og á sér bæði upphaf og
endir og á ekkert skilt við manninn sjálfan. Skemt-
anirnar eiga að vera vinnunni samfara af því það
fylgir henni og fjörgar hana. Þar sem skemtanirnar
verða að koma í staðinn fjæir lífsgleðina, fer ekki
alt sem skyldi; skemtanir án lífsgleði vantar hið
venjulega krydd og eftir skilur leiðindi og söknuð.
Skemtanir eru leyfilegar þegar starfsamt líf er annars
vegar. Enginn af oss getur lifað í svo miklu ein-
lífi, að alhafnir vorar snerti ekki aðrar manneskj-
ur, því ýmislegt fólk er tengt hvað við annað eins
og sérhver einstakur hlekkur myndar heila keðju.
Hversu einmana sem líf vort er, svo hefir það
samt víðtækari|áhrif en vér sjálfir ætlum. Geðs-
lag vort er meira eða minna afsýkjandi eða upp-
örvandi. Heimsskuggsjáin endurspeglar hin ýmis-
konar andlit, sem vér bregðum fyrir hana
og eins og spegillinn gerir, veitir hún bros fyrir
bros og gremjulegt andlit fyrir gramjulegt andlit.
Lifsgleðin er því eins og sinnisrósemin nijög nauð-
synleg fyrir hamingju mannsins. Lifið getur orð-
ið byrði eða blessun. Jörðin er táradalur eða un-
aðaraldingarður alveg eftir því. hvort skaplyndi
vorter þunglynt eða gleðiríkt.
Útgefandi: Torfhildnr Þorsteinsdóttir Holm.
Prentsmiöjan Gutenberg.