Dvöl - 01.03.1915, Síða 3
D V 0 L .
11
ríka breytingu, einhverja nýja viðkvæmni og
umönnunarsemi í öllu sem hún tók sér fyrir
gagnvart honum. Hádegisstundin var löngu lið-
in en hún mintist ekkert á það, giftingarvolt-
arnir töfðu líka, töluðu og hlógu með liægð, og
lcomu við og við til hamingjusömu brúðhjón-
anna í þeirra blessunarrika félagsskap. Á þess-
um fáu hlukkutímum ávann Hvde sér slöðugt
og viðvarandi vald yfir hjarta konu sinnar, hann
hafði lika svo margt til að segja henni, og svo
margar lifernisreglur að leggja fyrir hana áðar
en þau urðu þess vör að farið væri að líða á
eftirmiðdaginn. Presturinn og hermaðurinn fóru,
frú Gordon var fremur þreytt og Hyde var upp-
æslur af sinni ytirgnæfandi hamingju. Skilnað-
arstundin kom samt, og þegar svo er komið þá
eru þeir hyggnir sem tefja ekki. Hj'de hafði
ekki augun af konu sinni, þar til írú Gordon
hafði klætt hana aftur til burlfararinnar; þá lok-
aði hún á eftir henni hvilu skrautlegu hurðinni
brosandi, og svo fór þessi fagra vera út úr hús-
inu. Hyde gat nú látið hana fara frá sér með
bros á vörum af því hann vissi að fjarvera
hennar var að eins um stundarsakir; vissi að
betri tilvera hennar var hjá honum, að »hjarta
hennar var aldrei langt i burtu en jafnan hjá
honuin um aldur og æfi«. Vagninn beið og án
minstu tafar fór Katrín með frú Gordon til bú-
staðar hennar. t*ær þögðu báðar á leiðinni. Því
þegar eitthvað stórt hefir komið fyrir, þá eru
það einungis þeir vitgrönnu og tilfinningarsljófu
sem gamna sér yfir því, hinir þegja. Hjarta
Katrinar var hátíðlega hrifið; og frú Gordon var
líka stilt; vinskapur hennar var að sönnu mest
fólgin i einskonar tizku léttúð sem að miklu
leyti var fólgin í því að sýnast, en hafði þrátt
fyrir það vinalegt og hyggið eðlisfar, aðgætti
þögulu stúluna sem sat við hliðina á henni með
aðdáun og virðingu, og hugsaði með sér. Það
getur verið að hún sé engin tízkukona, en hún
er samt hvorki heimsk eða harðhjörtuð. Og þó
hún elski veslings Dikk minn, hvaða undur eru
það? Slíkt er fyrirgefanlegt ungum stúlkum.
Þegar þær komu inn i hús frú Gordons gekk
Katrín inn í sérstaka stofu til að skifta klæðum,
og er hún var komin i sin.eigin föt fanst henni
að sér þykja vænt um þau er liún fór úr og
sagði þvi við frú Gordon, sem kom inn til
hennar: »Frú mín góð«. »Mig langar mik-
ið til að eiga þenna klæðnað sem eg fór úr;
það eru brúðarfötin mín. Viljið þér gera svo
vel að geyma þau handa mér? Eg brúka hann
máske einhverntima aftur þegar Rikkarð er orð-
in frískur«. »Svo Katrín mín, það er kvennleg
hugsun, sem gerir yður sóma; og þér skuluð
sannarlega fá kjólinn, eg á fáeina góða kjóla
aðra, svo eg kemst i engin vandræði fyrir það«.
»Rikkarði mun lika geðjast vel að honum, hald-
ið þér það ekki, frú?« »Ástin mín, farið þér
ekki að bendla mér við skoðanir Dikks, eg vil
ekkert hafa með það, eg fullvissa yður um að
eg hefi aldrei álitið hann neinn eyðslusegg; svo
kysti hún hana hjartanlega og sagði: »Frú Kat-
rín Hyde, eg er yður þjónustubundin, og veiið
vissar um, að eg skal óska manninum yðar vel
til hamingju þegar eg sé hann næst. Og nú
held eg að þér getið gengið út án þess að nokk-
ur veiti yður eftirtekt. Það er mesti sægur á
götunum af fólki og alt luigsar það um sjálft
sig«. »Hvað er orðið frammorðið frú?« spurði
Katrín. »Pað er orðið frammorðnara en vér
væntum, klukkan er meira en Ijögur. Eftir hálf-
an tima eruð þér komnar heim til yðar, og
verðið þá að fara að afskaka yður fyrir útiver-
una. Eg vildi bara að einhver púki hjálpaði
yður tii að komast úr klipunni. Eg er svo á-
livggjufull vðar vegna«. Katrin hirti ekkert mn
siðustu orð trúarinnar, af því hún vildi ekki
skyggja á nærverandi tímann með þeim ókomna.
Hún hatði í raun réttri verið gædd ágætum hæfi-
leikum til að ganga framan í hið ókomna og
lofa því að eiga sig; og ef til vill gerir vitrara
fólk hið sama og með árangri, og treysta minna
sínum eigin ráðsályktunum og framsj'rni, en meira
hinum rannsakandi 018*11!, sem vér nefuum,
hendingar, en sem svo oft liagar hentuglega til-
fellum sem okkur sýnast ógaéfuspáandi, þvi í
allra héppilegasta máta hefir fyrirrjónin að eins
möguleika að vinna með, en tilfellin, hverra
vinnutól vér þekkjum ekki ei u mjög oft gagn-
stæð öllum vorum óhappaspádómum og greiða
svona óviljandi úr atburðum langt framyfir vor
beztu hyggindi og vísdóm. Og Katrín varð fyr-
ir þessari hepni, Hún var nú orðin eiginkona
Rikkarðs, og á þeim trausta og óhulta grund-
velli fans henni að hún geta bægt frá sér sér-
hverri áreitni og að hún vera fær um að vernda
sinn og hans heiður. »Þú litur svo mikið bet-
ur út, Katrin?« sagði móðir liennar. »Hvar hef-
ir þú verið í allan dag? og fanstu svo Maríu
Blankaart? og eru peníngarnir tundir«.
Fjölskyldan sat að kveldverði, þegar Katrín
kom, og Ióris leit vinalega til dóttur sinnar, og
benti henni til sa*tis á auðan stól við hliðina á
sér, og hún settist á hann og klappaði á kinn
föður síns um Ieið og hún gekk fram hjá hon-
um og setlist.
»Eg kom til Maríu Blaakaart, móðir mín«,
sagði hún.
»Hvert fórstu svo?«
»Eg kom fyrst til Margrétar Pett, og eg hefi
verið með frú Gordon í allan dag. Hún býr nú
hjá frú Laner í Perlustræti«.
»Hver sendi þig þungað, Katrin min?«
»Engin, móðir mín. Þegar eg gekk fram
hjá húsinu, heyrði eg nafn mitt nefnt, og frú
Gordon kom út til min; og hvernig gat eg neit-
að henni um að tala við hana? Víð höfðurn
svo margt að tala um«. Batavíus sat á móti
henni og sá framan í hana, og heyrði hrein-
skiluu játninguna hennar, og með stórri undr-
un. Hann leit til Jóhönnu og var rétt í þann
veginn að láta meiningu sina í ljósi, þegar Ióris
stóð upp frá borðinu, skaut stólnum sínum
gremjulega til hliðar og sagði: »Það er óþarfi
að ásaka þig, Katrín fyrir það. Frú Gordon var