Dvöl - 01.03.1915, Síða 4
12
D V 0 L.
sérlega góð við þig, og hún er einkar aðlaðandi
kona. Hnn á ekki að gjalda annara heimsku-
para. Það er líka það sem Elder Semple segir;
þvi þegar hún var orðin alreið, þá heimsótti
hún þau hjónin, og bar þó sjélf sorg í hjarta út
af frænda sinum«. »Það er gagnslaus sorg sem
kemur ofseint«, gall Batavíus fram í. »Mjög
aðlaðandi kona! Það má vera húu sé það, en
þá er hún lika ákaflega hégómleg og heimsk.
Það segja allir hygnir menn um hana; og ef eg
ælli dótttr«. — »Hvað þá, Batavíus? Þú gelur
eignast dóltir einhverntíma. Góðhjörtuðnm
mönnum gefur guð dætur. Mér hefði fundlst
að mig vantaði eitthvað ef eg hefði ekki átt
dætur, en tóma syni. Dótfir er eins og Iitið
hvítt lamb i húslífinu til að kenna karlmönn-
unurn kurteisi«. »Eg ætlaði einmitt að segja
þetta, ef eg ætti dóttur«. — »Gott er þegar það
verður, þá verður þér gefin meiri vismdómur.
— Komdu með mér, Katrin mín, við sluilum
ganga niður i aldingarðinn og gæta að hvort
þar eru enn þá »Aaklias« og hinar gulu og hvítu
»Christnthemums«. En allan timann sem þau
geugu þar um garðinn mintist Ioris ekki með
einu orði á heimsókn Katrínar til frú Gordon,
en talaði einungis um blómin og hinar siflögr-
andi svölur og bláu fuglana, sem þá voru þar
þegjandi og kvíðandi fyrir vetrinum, svo um
Jóhönnu og nýja húsið hennar, og um hina
störu rausnarlegu brúðkaupsveizlu sem Batavius
langaði svo mikið til að halda. »Þetta er nú
hans keppikefli, og við alla er hann búin að
tala um veizluna, sem hann ætlar að bjóða«
sagði Katrín ; »Iiann leggur alt i sölurnar til að
eiga marga víni og fá hrós«.
»Þelta er nú hans mátí, Katrin; allir sækj-
ast eftir einhverju«.
»En mér falla ekki hans skoðanir«.
»A starfsviðinu er hann virtur og á gott og
heiðarlegt nafn. Hann mun verða syslir þinm
góður eiginmaður«.
Berjamórinn.
(Framh.). ____
»Já, það er satt« sagði hún brosandi, »pabbi
ællar með mér«. —
»Og ætlnðir þú þá ekki að kveðja mig áður
en við skyljum fyrir svona langan tima?«
Hún svaraði engu, og eg vissi ekki hvað eg átti
að segja næst, svo við þögðum bæði, enda var
ekki mikið eftir af veginum, mérfanst hann líka
styltri en vanalega. Fyrir ol'an túngarðinn hjá
mér voru okkar vegamót, þar var eg búinn að
hugsa mér að gefa henni lieitan koss að skiln-
aði, og víst var eg líka búinn að stila nokkur
vel valinn orð, sem kossinum átlu að fylgja.
En margt fer öðruvisi en a-ttað er. ófyrirséð
atvik komu og trufluðu hinn upphugsaða gang
hlutanna. — Á eftir okkur gekk mér óafvitandi
— aila leiðina Sleinn frá Lundi, því viti það
lýðnr, að lians hugur og vonir stóðu einniitl í
sömu ált og minar. Jeg hafði að visu lengi
vitað það, og því var það að eg hataði hann
mest allra manna — eðe réttara sagt — hann
var sá eini maður, sem eg hataði. Hann hafði
oft og tíðum ergt mig með því að hlina á Rann-
veigu með hinum Ijólu stálgráu, hrekkjalegu aug-
um sinum; og að einmitt þelta sinn, sem eg
hafði óskað hann lungt í burtu, skyldi nú vera
rétt á hælunum á okkur, var gremjulegar en
syo að eg geti lýst þvi. »Augun eru tollfrí« og
»Glöggur er sá, sem götuna sparar« voru orð-
tæki sem hann var vanur að henda i mig, er eg
eilthvað amaðist við honum, og eg hefði haft
skap í mér til að brjóta úr honum hverja tönn,
svo var eg orginn leiður á þeim. Já þarna var
hann á hælunum á okkur, og eg vissi það ekki
fyr en við námum staðar við garðinn, og eg
ætlaði mér að fá hið eftirþráða hnoss í fylgdar-
kaup: kossinn nefnilega. En »sjaldan er ein
bára stök«. — Faðir minn stóð sömuleiðis við
Ijárlnisið skamt frá, og kallaði til min með
drynjandi íöddu og sagði mér að koma. Jeg
vissi að hann þurfti mín ekki við, heldur vildi
að eins stýja mér frá Rönku. Því nú fyrir
skömmu hafði hann fengið það í höfuðið að
ekki væri ómögulegt að liann kynni einhvern-
tinia að mægjast við rika Odd i Nesi. og var
hin rauðhærða, freknótta og glaseygða Hallgerð-
ur dóttir hans, alt i einu orðið eftirlælis goð-
ið hans.
Konidu Eyfi fljótt, eg þarf að finna þig«.
Kallaði hann, og rétt um leið rak Steini sinn
svarta og nauðaljóta haus fram fyrir axlir mér,
og sagði um leið og hann festi hin hvitgráu
augu sín á Rannveigu: »Augun eru tollfri«. —
Jeg hélt enn i hendina á Raunveigu, þvi víð
höfðum leiðst alla leið, og eg vissi ekki hvað
eg átli að gera. Hún vildi slíta sig lausa, en
hinn fyrirhugaði koss var ei fenginn enn. Hvað
átti eg að gera? Öll þrjú slóðu á mér — eins
og sagt er. Einum skuldaðí eg hliðni, öðrum
elsku og þriðja kjaptshögg. Nú — hver fékk
silt, eg gat ekki betnr. Jeg rak berja-skolthúf-
una á nasir Sleini, og féllu berin j'fir hann eins
og svart regn, og ötuðu hann allan í framan,
svo nú líktist hann íremur púka en menskum
manni; til föður míns hrópaði eg um leið: »Jeg
kem«, og að Rannveigu rak eg rembings koss,
og kallaði hástöfum. — Þvi hún sleit sig af mér
og flýði. y>GIeymdu mér elcki Ranka! Mundu
að eg elska þig /« Og að þessu búnu tók eg
sjálfur til lotanna og hljóp lil föður míns, liugs-
andi i hjarta mínu, að á næsta fundi okkar
þriggja: Steins, Rönku og mín, skyldí enn
betur skríða til skara. — Og svo varð.
Útgefandi: Torfhildnr I’orsteinRdótlir llolni.
Prenlsmiðjan Gutenberg.