Dvöl - 01.04.1915, Page 1
Blaðið kostar hérá landi
i kr. 25 au., erlendis 2
kr. Helmingur borgist fyr-
ir 1. júlí, en hitt við ára-
mót.
D V Ö L
Uppsögn skrifleg og
bundin við 1. okt. en 6-
gild nema kaupandi sé
skuldlaus við blaðið. Af-
greiðslan er í Ingólfsstr. 18.
15. ÁR.
REYKJAVÍK, APRÍL 1915.
NR. 4.
Heimilisáhrif (Home Influence).
Aframhald af greininni „Kraftur viljans*.
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.).
Eðli vort krefst heimilis. Það er hið fyrsta
niikilvæga frumefnið í vorri horgaralegu veru.
Þetta getur ekki verið fullkomið án heimilis-
fræðslu; það mundi ekkert hentugt jafnvægi fást
í lifið og innrætið án heimilisáhrifa. Þegar hjart-
að er einmana og hrj^ggt, snýr það sér eðlilega
iil heimilisins til að fá sér griðastað og hluttekn-
ingu. Enginn hlettur er jafn aðlaðandi fyrir hinn
þreytta; það er frjófgunarblettur í eyðimörkinni.
þar er hin umhyggjusama móðurelska og föð-
ursins þolgóði stuðningur og áhrif; þar er hús-
bóndans vernd og húsfreyjunnar viðkvæma
hluttekning; þar er hópur af elskuríkum bræðr-
um og systrum — hamingjusöm í hvers annars
félagsskap. Ó, hvað er lífið án þess! Einstæðings-
skapur, þjáningasöm og skuggaleg pílagrímsferð
gegnum fjarlægar beitilingssléttur og sandauðnir.
Heimilisáhrifm ættu að haldast i heiðri fyrir
sinn víðtæka áhrifakraft. Það eru einkaréttindi
heimilisins að veita náttúru vorri hina fyrstu
leiðbeiningu áfram og upp á við. Þau opna sið-
gæðislindina, velja útrás hennar og gefa
straumnum sín fyrstu áhrif. Þau búa til fyrsta
mótið og setja fyrsta innsiglið á hið skapandi
eðli barnsins. Þau gefa eftirlöngunum fyrstu
myndunina, og veita efnispartana sem annað-
hvort munu sykra eða beiskja alt lífið. Þessi
áhrif eru óafmáanleg og jafn varanleg og lífið
sjálft. í samanburði við þau eru önnur áhrif
eins og þau séu rituð á sand eða vax, en þessi
þar á móti eru lík djúpum holum, sem eru
boraðar í tinnuharðan klett. Til þess að afnema
heimilisáhrifin verður að afnema sérhvert jarð-
lag af tilveru vorri. Jafnvel lifnar sjálf trúartil-
hneigingin undir áhrifum guðhræddrar móður.
John Randolph gat aldrei hrist af sér áhrifin af
stuttri bæn, sem móðir hans kendi honum er
hann var barn. Hún verndaði hann frá að við-
urkenna sig trúleysingja.
Heimilisáhrifin eru annaðhvort blessun eða
bölvun, þau eru annaðhvorl til ills eða góðs,
þau geta ekki verið aðgerðarlaus — og í livoru
tilfellinu sem er, eru þau voldug; og þau byrja
með fæðingu vorri, og ferðast svo með oss gegn-
um lífið, og halda dauðahaldi í oss i sjálfum
dauðanum, og komast alla leið með oss inn í
eilífðina. Þaú eru það almáttuga vald sem þró-
ast með oss, af margvíslegum samböndum og
samþýði í heimilislífi voru; sérstaklega eru það
áhrif manns og konu, foreldra og harna, bræðra
og systra, kennara og lærlinga, sem samlaga
sig, og samræmnislega blandað, slofnar heimilis-
áhrifin.
r
Urvarls samæður.
Eftir Platon.
Pýtt úr grísku at prótessor C. J. Heise.
(Framh.)
Segðu mér það nú aftur frá hyrjun, og
svaraðu mér ekki roeð þeim orðum, sem eru
fólgin í spurningu minni, en með einhverju
öðru, með því þú stælir mig. Eg segi þetla, af
þvi að eg, fyrir utan hitt fyr gefna svar, sé sam-
kvæmt því sem nú hefir verið rakið sundur,
nokkuð annað, sem er jafn áreiðanlegt. Því
þegar þú spurðir mig, hvað getur verið i lík-
amanum, þegar hann á að vera heitur, vildi eg
ekki gefa hið einfalda og áreiðanlega svar: Hiti.
En samkvæmt því, sem nú hefir verið sagt, hið
fínna: Eldur. Og þegar þú spurðir: hvað mun
þá vera í likamanum, þegar hann er sjúkur?
þá vildi eg ekki segja: Sjúkdómur, en hitasótt.
Og sömuleiðis þegar þú spurðir mig: hvað yrði
að bætast við töíu, þegar hún á að vera ólík?
vildi eg ekki segja: Ólíking, en sameining o. s.
frv. Sjáðu nú til, hvort þú skilur nægilega það
sem eg á við. — Alveg nægilega, svaraði hann.
— Segðu mér nú alt svo, hélt hann áfram, hvað
hlýtur að vera í líkamanum, til þess hann geti
lifað? — Sál, svaraði hann. — Og er þetta nú
æfinlega tilfellið? — Sjálfsagt. — Sálin flytur þá
æfmlega lif í líkamann sem hún býr í. — Æfin-
lega, sagði hann.
Gula slaufan.
Saga frá Nýju Jórvík eftir Amalíu E. Barr.
Lauslega pýtt úr ensku.
(Framh.)
En þó Ióris segði ekkert við dóttur sína
áhrærandi heimsókn hennar til frú Gordon,
talaði hann mikið um liana við konuna sína:
»Hver skyldi endirinn verða á öllu þessu? Þú
getur séð á andliti Katrínar og allri framkomu
hennar«, sagði hann. »Skugginn og þýngdin eru
horfin, og hún er orðin eins og hún var áður«.
»Nú í eftirmiðdag kom Níels Semple«, sagði
liún. »Hann trúði mér varla þegar eg sagði
honum að Katrin væri úti. Hvernig ætlar þú,
Ióris, að haga þér gagnvart þessum unga manni?«