Dvöl - 01.04.1915, Side 2
14
D V 0 L.
»Það verður að gefa honum tækifæri til að tala
við hana«, svaraði hann. »Elízabet min, því hefi
eg tofað Elder«. »Nú eru samt ástæðurnar orðn-
ar breyttar, íóris. Mér fellur Níels Semple illa i
geð. Litið hefir hann hugsað um mannorð barns-
ins okkar — já. sáralítið. Hann hefir sært hana
mest með sverðinu sínu, eg hefi ekkert um-
burðarlyndi við hann. Og þú hefðir átt að sjá
hve tortrygnislega hann horfði á mig þegar eg
sagði honum að Katrín væri ekki heima. Augu
hans sögðu mér svo greinllega: »Þú lýgur!«
»Látum þá svo vera, góða mín, en hvað
hugsar þú fyrir Katrínu?«
»Að eins þetta: Einn elskhugi verður að
stjaka öðrum til hliðar. Ungi presturinn, sem
er nú lijá séra Lambert de Rande, hann er
hæði mikil hetja og fallegur. Hann hefir komið
frá Surínam og hefir fyrir krossins skuld um-
gengist vilta menn og villidýr og skæðar drep-
sóttir. Um engan nema hann er nú talað svo
mikið í kirkjunni, og eg ætla að bjóða honum
að heimsækja okkur. Eg hefi oft séð menn í
prestaskrúða, en þá líka jafnframt séð sverðin
og tignarmerkin undir skrúðanum, eða með
öðrum orðum, úlfa í sauðargæru«. »Gott og
vel, Elizabet, honum skal verða boðið í brúð-
kaupsveizlu Batavíusar, og komi hentugt tæki-
færi fyrri, þá skal eg segja, komdu heim til min
og borðaðu og drektu með okkur«.
Þannig lögðu hinir elskuriku foreldrar nið-
ur ráðin í fávizku sinni. Jafnvel þá, er þau voru
orðin vön á allar lundir að haga sér varúðar-
lega, sáu þau enga kúgandi ástæðu til að blanda
sér inn í hinn eðlilega gang hlutanna. Nokkr-
um vikum síðar, þegar þau Batavíus og Jóhanna
giftust, ef í því millibilsástandi ekkert gott tæki-
færi byðist, þá var hægt að bjóða prestinum, og
hafa hann þá sem læknislyf í undir enska her-
mannsins; en í millibilinu var Níelsi Semple
veilt öll þau tækifæri, sem hans uppæstu skaps-
munir veittu honum, til að tala máli sínu við
Katrínu.
Seinni part dagsins, daginn eftir, kom hann
að tala við hana. Annar handleggur hans var
ennþá máttvana, og hann var svo fölur og
veiklulegur, að hann vann jafnvel meðaumkvun
Elízabetar, af því kvenmennirnir eru jafnan
rikari af henni en karlmenn. Hún færði honum
vín að drekka og lét hann hvíla sig á legu-
bekknum og hennar hluttekning verkaði sams-
konar tilfinningar í dóttur hennar. Katrín sat
við litla rokkinn sinn og spann hör, og Níelsi
fanst hún vera einhver sú fegursta stúlka sem
hann hefði séð. Hann spurði, hálf gramur, sjálf-
an sig um, hví hann hdfði ekki tekið eftir þess-
um sjaldgæfa unaði fyrri, og hvi hann hefði
ekki fest sér hana áður en meðbiðlar fóru að
gera vart við sig. Hann skildi ekki að það var
elska sem hafði kallað fram þessa blíðari og
fullkomnari fegurðartilfinningar í brjósti hans.
Astríka glampann í augunum, roðann i kinnun-
um, fögru varirnar, svo eiginlegar til að mæla
fögur orð og til að miðla sætum kossum, hjarta
sem framleiddi hreinar og elskurikar hugsanir
— í stuttu máli, unað sálarinnar, sem kvíslaðist
um allan líkamann, þetta hafði Níels lagt merki
til og undrast yfir; en hann átti ekki til þá teg-
und af ástarreynslu sem giskar sér til aíleiðing-
anna af orsökinni. Þar á móti ef Hyde hefði
athugað Katrínu mundi hann hafa uppgötvaA
að þessi unaður stafaði frá heitari ást til ein-
hvers elskhuga. Hann mundi hafa skilið hina
heillandi ástarþrá sem fólst í hinni dreymandi
þögn, hinu viðkvæma látbragði og litarhættinum,.
sem var hið líkamlega einkenni þeirrar sálaiv
sem i anda og sannleika umgekst elskhuga sinn;
sálar, sem umgekst nærverandi hluti að eins
með hyggjuviti, en teygði sig út i hið fjarlæga
með sérhverri tilfinningu. Um stund var sam-
ræðan blátt áfram almenn; um fundarhöld
sendinefndarinnar og gestrisnina sem henni var
sýnd; um hin ósvífnu tolllög; um samband
hinna nýju frelsishetja, sem nefnd var, eða sem
þeir sjálfir kölluðu sig »Synir frelsisins«, og svo
um það, að ungfrú María Blankaart hefði mist
peninga — um þetta og þvílíkt ræddu þau
spaklega, en enginn skemti sér við umræðuna.
Svo stóð frú van Hemskirk upp og fór út. Maður
hennar hafði sagt að Níels ætti að fá tækifæri
til að tala við Katrinu, og það sem hann vildi
hlaut að fá framgang. Niels var heldur ekki
lengi að nota sér þetta og sagði: »Ivatrín, mig
langar til að tala við yður. Eg er veikur og
aumur, viljið þér koma til mín?«
Hún stóð seint upp nam staðar fyrir framan
hann; en erhannreyndi að taka yfir um liend-
urnar á henni, þá spenti hún þeim aftur fyrir bak,.
hann sótroðnaði, og sagði með áreynslu: »Hví
ekki?« »Hendur yðar eru blóðstorknar«, svar-
aði hún. »Eg vil ekki snerta þær«. Þetta svar
líkaði honum ekki svo illa af því hann tileink-
aði það hreinni lilfinningu i brjósti hennar; og
hann hugsaði, að fyr eða síðar mundi hún fyrir-
gefa sér hólmgönguna, eða sjá hana i sama ljósi
og umheimurinn gerði, sem hann lifði og
hrærðist í.
»Mér fellur þetta sárt, Katrín«, sagði hann,
mér fellur þetta sárt, en eg vai-ð að vernda heið-
ur minn með sverðinu; og eg varð sömuleiðis
að berjast fyrir ást yðar«. »Þér hugsuðuð sáralítið
um minn heiður, og með sverðinu gátuð þér
ekki verndað hann. Allir hafa talað illa um
mig, eg skammaðist mín fyrir að láta sjá mig á
götunni, presturinn okkar áleit það jafnvel skyldu
sína að heimsækja mig og veita mér áminningm
Batavíus hefir aldrei siðan viljað við mig eiga
og ekkert traust borið til mín, og hann segir að
eg hafi skemt hið góða mannorð Jóhönnu. Og
mín elska — er hún þesskonar gersemi að það
sé vert að berjast um hana?« »Yðar heiður er
minn heiður, Katrin; þeir sem ámæla yður á-
mæla mér, elskulega Katrín mín. Yðar líf er
mitt líf. Ó, þér átrúnaðargoðið mitt, konan
mín!« »Eg vil ekki hlusla á svona löguð orð.
Eg segi yður núna skírt og skorinort að eg veað
aldrei konan yðar — aldrei, aldrei, aldrei!« »En