Dvöl - 01.04.1915, Page 3
D V 0 L .
15
eg elska yður, Katrín, meira og heitara en yður
dreymir um. Eg vil heldur deyja en að sjá yð-
ur sem annars manns konu. Sjáið hvað eg hefi
liðið einungis fyrir gulu slaufuua vðar«. »En
hvað hafið þér látið annan manniíða?« »ó, hve
sárt eg óska að eg hefði drepið hann!« »Það
var ekki }rðar skuld að þér drápuð hann ekki.
— Myrtuð hann ekki«. »Það er óheiðarleg at-
höfn, Katrin, að myrða«. »Heiður! nefnið þér
ekki það orð. Óvin yðar blæddi meira en tólf
undir; að halda áfram að berjast við deyjandi
mann er morð, en ekki heiður. Sumir menn
kalla yður hraustmenni, en eg segi í hjarta
mínu: Niels Semple, hagaði sér sem villimað-
ur og bleyða!« »Katrín, eg vil ekki reiðast við
yður«. »Eg vildi óska að þér gerðuð það«. »Eg
vil það ekki, af því eg er sannfærður nm að sá
dagur kemur, að þér iðrist eftir þessi orð, hjart-
ans ástin min«. »Eg er ekki hjartans ástin yð-
ar og verð það aldrei«. »Hjartans ástin mín,
gefið þér mér vin að drekka, eg er svo mátt-
vana«. Lági málrómurinn hans og dauðbleika
andlitið hrærði hana svo til meðaumkvunar að
hún stóð upp eftir víninu og kallaði um leið til
móður sinnar til að tala við hann; en Níels
hafði samt að minnsta kosti þá ánægju, að hún
aumkvaði hann og har vínið upp að vörunum
á honum. Frá þessu augnabliki heimsókti hann
liana oft, og hirti ekkert um ónot hennar og var
sem tilfmningarlaus fyrir öllum hennar svigur-
yrðum og fyrirlitningarmerkjum. Og eins og
margir karlmenn meta sérhvern hlut þvi meira
sem þeir hafa haft meira fyrir að ná honum,
þannig varð Katrín honum daglega dýrmætari
og eítirsóknarverðari í augum hans. Um þessar
mundir fanst Katrínu að hún vera lalsvert ó-
frjáls, án þess þó að vera beinlinis vöktuð. Ef
hún stakk upp á að ganga inn í borgina þá var
það segin saga að annaðhvorl Jóhanna eða móð-
ir hennar þurftu að fara út með henni. Henni
var ekki bannað að heimsækja frú Gordon, en
atburðirnir höguðu sér þannig að henni var það
nærri þvi ómögulegt; að eins einu sinni í gift-
ingarmánuðinum gat hún talað við manninn
sinn nokkur orð. Af þvi jafnvel óþolinmæði
Hydes hafði komið til leiðar ákvörðuðum var-
úðarreglum. Tortryggni húseigandans liafði
vaknað, og rénaði ekki svo skjótt aftur. »Það
má enginn grunsamur lifnaður eiga sér stað í
húsinu mínu, herra yfirhershöfðingk, sagði hann.
»Eg býst við alt öðru af yður«. Og' eftir þessari
innblöndun var mjög sennilegt að félagar frú
Gordons yrðu nákvæmlega aðgætlir. Það var
satt. Konunglegu hermannastöðvarnar voru sam-
komustaður hermannanna og stjórnargæðinganna,
og yfirmaðurinn sjálfur var í hæsta máta kon-
unglega sinnaður. Svo var og Ióris van Heem-
skírk ekki sá maður sem nokkur góður borgari
vildi kljást við.
Persónulega var hann alment elskaður og í
félagslífinu var hann formaður heils mannfélags
sem hélt í höndum sínum verzlunarlegum og
stjórnlegum kröftum, sem enginn vildi eiga ilt
við. Giftingarleyfið var fengið hjá landstjóran-
um, og það að eins fyrir kröftuga milligöngu
mikils metinna manna. Katrín var of ung og
stóð enn þá undir valdi föðurs sins; þrátt fyrir
prestsvígsluna og giftingarhringinn gat hann hald-
ið henni heima hjá sér að minsta kosti í þrjú
ár, og þrjú ár kallaði Hyða — er hann talaði við
frændkonu sína — heila eilífð af efa og örvilnun.
Þetta hafði Hyde bréilega og með stillingu skírt
nákvæmlega fyrir Katrínu, svo að hún skildi
fyllilega, hve nauðsjrnlegt henni var að haga sér
þessu samkvæmt i heimilislífinu, til að geta hald-
ið giftingunni leyndri, og hve mikið hún varð
að leggja á sig í öllu framferði sínu, til að koma
í veg fyrir að nokkur fengi grun um hvað skeð
var. Til allrar hamingju var brúðkaup Jóhönnu
rétt ókomið og það tók upp alla athygli almenn-
ings og fjölskyldunnar Van Humskirks, af því
að brúðkaupinu fylgdi stór veizla og danz, svo
fólk gat ekki verið að veita athygli því sem minna
var í varið. A St. Nikulásarhátiðinni átti veizl-
an að standa með mikilli rausn. Snemma í nóv-
ember byrjaði undirbúningurinn, slikt stórræði
gat ekki skeð án mikils undirbúnings, sérstak-
lega húsþvotturinn og því um líkt, sem var svo
rækilega gert, að ekki hefði ein fmgurbjörg af
ryki fundist i öllu liúsinu. í enda mánaðarins
komu þær Ivornelia og Anna með heilan hóp
af blómlegum drengjum og stúlkum og hina
seinláta, starfsömu eiginmenn sína. Batavíus
fann mikið til sin. En alt sem hann gerði, gerði
hann með hátíðlegri stillingu. Hann var ekki
einn af þessum léttlyndu bjánum, sem geta orð-
ið eiginmenn og stjórnað húsi án þess að hugsa
um hvaða ábyrgð þeir taka sér á hendur.
Berjamórinn.
(Framh.).
Átta ár liðu samfunda á milli, já liðug átta
ár voru síðan við skyldum fyrir ofan túngarðinn.
Rannveig ílengdist vestra og Steini fór um þær
mundir eitthvað í aðra sókn, en ég var heima
fyrst um sinn. Fimm seinustn árin hafði eg þó
verið stvrimaður á hákarlaskipi sunnanlands,
var orðinn stór og sterkur og ólikur að öllu
vaxtarlagi hnútnum honum Eyfa á Berjamónum.
En þrátt fyrir það halði eg þó ekki gleymt berja-
mónum á hálsinum, Hvammsbrekku eða fossin-
um háa niður í gljúfrinu djúpa, og þá ekki
heldur leiksystkinum mínum, og verð égaðjáta
að þau koma jafnan saman í huga mínum.
Steinn og Rannveig þó þau ólík væru, og ég
mintist þeirra með ólíkum hng. Þetta alt lék
oft og tíðum í huga minum, þó það ekki kæmi
i bága við störf mín. Eg fékk orð á mig fyrir
að vera hinn ötulasti sjómaður. og hinn hug-
djarfasti ef i nauðir rak.
Heim i föðurgarð hafði eg ekki komið þessi
5 ár, og er því ekki að furða þó að eg vitjaði
hans með glöðum og eftirvæntingarfullum huga.