Dvöl - 01.10.1915, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Heimingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. D V O L. Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslau er í Ingólfsstr. 18.
15. ÁR. REYKJAVÍK, OKTÓBER 1915. NR. IO.
Maðurog kona (Man and Woman).
Aframhald af greininni „Kraftur viljans".
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.).
Maðurinn er gæddur dirfsku — konan feg-
urð. Maðurinn er hugaður — konan feimin.
Maðurinn erfiðar á akrinum — konan heima.
Maðurinn lalar til að sannfæra — 'konan til að
þóknast. Maðurinn hefir hugrakt hjarta — kon-
an viðkvæmt og elskuríkt. Maðurinn hefir mátt
— konan smekkvísi. Maðurinn liefir réttvisi —
konan miskunsemi. Maðurinn hefir kraft —
konan elsku; á meðan maðurinn berst við óvin
sinn og stríðir við umheiminn, er konan að til-
búa honum hvild og sykra tilveru hans. Hann
ber sinn kross, en lífsleiðtogi hans er til staðar
til þess að létta undir hann; dagar hans geta
verið erfiðir og sorglegir, en í mjúku örmunum
konúimar sinnar, finnur hann hvíld og hugfró.
Án konunnar mundi maðurinn vera ruddaleg-
ur, ókurteis og einræningslegur. Konan dreifir
út í kringum hann blómum tilverunnar, eins og
umvafningsjurtirnar í skógunum, sem skreyta
stofna liinna risavöxnu trjáa með blómskrúði
sínu, Hin kristilega sinnuðu hjón iifa saineigin-
lega; og sameiginlega uppala þau ávextina af
sambandi sínu; í jörðina leggjast þau við hvers
annars hlið, og sameinast aftur hinumegin graf-
arinnar.
Maðurinn hefir krafta sína og brúkun krafta
sinna, hann er starfsamur, ferðast, notfærir sér
eftirtekt sína og umhugsun, liorfir fram undan
sér á ókomna tímann, og finnur hugsvölun í
því; en konan er heima og tekur þar við sorg-
urn sínum, sem ekkert tvístrar. Hún stígur nið-
ur í djúp það sem þær hafa opnað, mælir það
og fyllir það yðulega með harmatölum sínum
og tárum. Að finna til, elska, líða, og fórna
sjálfri sér, mun æfinlega verða hlutfall konunn-
ar. Maðurinn á sitt ákveðna og sérstaklega tungu-
mál, þar sem orðin verða að áhrifaríkri ræðu.
Konan hefir þar á móti sitt sérstaka, hljómríka
og töfrandi málfæri, þar sem hljómfegurðin
blandar sér saman við orðin. Ivonan er elsku-
rík og líðandi; liana vantar æfinlega eillhvað til
að styðja sig við, eins og umíeðmingsjurtin þarf
að styðja sig við tré og stofna; maðurinn hneig-
ist að heimilinu, af þvi að honum þykir vænt
um konuna sina, og bún veitir honum ánægju
til þess að vernda sig og styðja. Betri, en samt
lægri en maðurinn, er hún auðmýkt af hinni
þungu hönd náttúrunnar, en samt jafnhliða inn-
blásin af hugskoðunum æðra lögmáls en menn-
irnir geta nokkurntíma komist að raun um, hún
töfrar hann í sakleysi sinu, og heillar hann þann-
ig fyrir fult og alt. Og hann dvelur vanalega i
þessum álögum. Konurnar eru vanalega betri
verur en karlmennirnir. Máske hefir þeim yfir-
leilt upprunalega hlotnast smærri eftirlanganir
og minni gáfur, en þær hafa miklu næmari til-
finningar. Maður illa innrættur hefir stundum
verið frelsaður af þrekmikilli og góðri konu. En
spillandi kona er eyðilegging,
r
Urvals samræður.
Eftir Platon.
Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise.
(Framh.)
Vér lökum nú ekki el'tir því að vér búum
i dældum jarðarinnar, en vér höldum að vér
búum ofan á henni, eins og ef einhver bjrggi á
miðjum hafsbolninum, hugsaði að hann byggi
víð yfirborð sjáfarins, og af því að hann sæi
gegnum vatnið himininn og hinar aðrar stjörn-
ur, héldi liann að vatnið væri himinn, en sök-
um nennuleysis og kjarldeysis hefði aldrei kom-
ist upp eða lift höfðinu upp úrvatninu, þá hefði
hann ekki séð, live miklu hreinni og fegri þessi
staður væri, en hans eigin, og hefði ekki heldur
heyrt þá segja það, sem hefði séð það. Þannig
er því varið með okkur; því, af því vér búum
í einni af dældurn jarðarinnar, höldum vér að
vér búum á yfirborði hennar og loftið sé him-
in, eins og að stjörnurnar gengju gegnum þenna
himinn. En með þetta er því eins varið, að af
huglej'si og nennuleysi orkum vér ekki að kom-
ast upp i hið efsta loft; þvi ef nokkur gæti kom-
ist upp að takmörkum himinsins eða gæti flog-
ið með vængjum þangað upp, þá mundi hann,
eins og fiskarnir, sem lifta sér upp yfir sjóinn
til að sjá hvað hérna er, sömuleiðis betja sig
upp og sjá það sem þar væri; og væri eðli vort
nógu öflugt til að dvelja í skoðuninni, mundum
vér viðurkenna, að þarna væri sanni himininn,
hið sanna Ijós og hin sanna jörð. Því þessi jörð
vor, steinarnir og alt hérna niðri, er alt skemt
og eldbrunnið, eins og það sem liggur á sjáfar-
bolni er gegnsý’rt af salti; eins og sjórinn fram-
leiðir ekkert sem nokkurs er um vert, og þar
svo að segja finnst ekkert fullkomið, en ein-
ungis klettar, sandur, og óhemjan öll af skarni
og slími, jafnvel þar sem er jarðvegur, er ekk-
ert, sem á nokkurn hátt verðskuldar að berast
saman við hið fagra lijá okkur. Og vogi maður
líka að koma með fallega sögu, mundi það