Dvöl - 01.12.1915, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.12.1915, Blaðsíða 1
Uppsögn skrifleg og bundin við i. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldláus við blaðið. Af- greiðslun er f Ingólfsstr. 18. Blaðið kostar hér á landi t kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlf, en hitt við ára- mot. • • D V O L 15. ÁR. REYKJAVÍK, DECEIVIBER 1915. Maðurog kona (Man and Woman). Aframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Franih.). Þegar lconan er gædd næmri tilfinningn, þá sér hún, eins og með einhverri tegund af forspá, þegar eittlivað smávægilegt óvænt kemur fyrir, eða að ekki lítur út fyrir að hlutirnir gangi sinn vanalega gang, Hún verður þá vör við sérhverja íljóta breytingu í samræðunum, og býr sig þá undir það sem það leiðir til; en framar öllu öðru getur hún þrengt sér inn i hugsunarhátt þeirra sem hún á við að skilta, þannig að hún leggur merki til skuggans sem hvílir yfir útlit- inu áður en reiðistormurinn hefir náð hámark- inu; hún finnur þegar röddin hreytist og þegar einhverjar óþægilegar hugsanir hai'a verið látnar í Ijósi, og þegar tilfinningarnar í svipum réna eða aukast af einhverju lítilfjörlegu sem komið hefir fyrir. í þvilikum og mörgum íleirí ttlfellum, mun konan með tilíinningarnæmi sínu veita nána at- hygli hvikulleikanum sem sí og æ skiftist á í félagslííinu, og hún getur furðanlega fljótt hreytt aðstreymi litfinninganna, og á þann hátt sem enginn getur uppgötvað, með þeim krafti sem eðli hennar veitir henni, fríar hún oft félagslífið frá því andstreymi sem vanalega rís út af smá- munum eða stjórnleysi einhvers sem ekki er stöðu sinni vaxinn. Karlmaðurinn er metnaðargjörn og áhuga- söm skepna. Eðli hans knýr hann fram til stríðs og starfa. Elskan hjá honum er að eins einhvers konar endurskin af fyrra lifi hans, eða pípu- blástur í millibilinu. Hann leitar að frægð og auð og að fá pláss i athugasemdum heimsins og að drottna yíir samtíðarmönnum sínum. En allir lífdagar konunnar er saga kærleikans. Hjarta hennar er hennar heimur, þar leitar þrá hennar að konungsríki, þar leitar hún að huldum fjár- sjóðum, og beilir hlultekningu sinni alstaðar, hún verzlar með kærleika, og liði hún skipbrot þá er ástand hennar vonarlaust, af því að það var bjarta hennar sem skipbrolið leið. Óheppni í ástum getur valdið karlmanninum bitrar sorgar, hún særir einhverjar bliðar tilfinningar, hún hlæs á einhverja hagsmunalega hamingju hans, en hann er starfandi vera og getur dreift hugs- unum sínum í umstangi og störfum, eða þá varpað sér í fang skemtananna, eða, ef endur- minningarnar verða honum of sárar, þá getur hann skift um bústað eftir eigin geðþótta, og tekið á sig vængi morgunroðans, sem menn NR. 12. segja, og fiogið til ystu parta heimsins og fundið þar hvíld. Hann er þvi allavega betur farinn. Urvals samræður. Eftir Platon. Pýtt úr grísku at prólessor C. J. Heise. (Framh.) Astæðan til þess er, að þeir steinar eru hreinir, en ekki veðraðir og skemdir eins og þeir sem hér eru, af rotnun og beiskum vökv- um og öllu þess konar sem hérna rennur sam- an, og færir með sér ekki einungis steina og mold, heldur líka at dýrum og plöntum van- sköpun og sjúkdóma. .Törðin er því prýdd með öllu þessu, og þar fyrir utan með gulli og silfri og öllu þess konar. Þetta kemur í Ijós i mik- illi [mergð og er fagurt, og er alstaðar á jörð- inni, svo i sannleika er skemtilegt sjónspil að sjá það. En það eru líka til margskonar dýr á hinni, og menn, sem ýmist búa miðja vegu í landinu, meðfram loftinu eins og við búum kringum hafið, og svo meðfram á eyjum, sem eru umfiotnar af loftinu, nálægt meginlandinu. í stutlu máli: það sem vatnið og sjórinn er fyrir okkur og okkur til notfærslu, það er loftið fyrir þá, og það sem loftið er fyrir okkur, það er ljósvakinn fyrir þá. Arstíðirnar hafa hjá þeim slikt loftslag, að þeir eru lausir við sjúkdóma og lifa þvi miklu lengur en við, og hvað sjón, heyrn, gáfur og alt áhrærir, eru þeir miklum mun fullkomnari en við, cins miklu og hrein- leiki loftsins er meiri en vatnsins og ljósvakinn er loflinu. Ennfremur hafa þessar verur musteri og helgistaði fyrir guðina, og í þeim búa guð- irnir raunverulega, og þeir fá hjá þeim vefréttir, og aðrar sannanir um nærveru þeirra, og þeir lifa þannig i stöðugri umgengni við guðina, sólina, lunglið og stjörnurnar, sjá þau eins og þau í raun og veru eru, og njóta sömuleiðis i öllu öðru tiiliti þessu samsvarandi unaðssælu. Gula slaufan. Saga frá Nýju Jórvík eftir Amalíu E. Barr. Lauslega pýtt úr pnsku. (Franili.) Hamingjan komi lil! l5egar hóndinn getur gerl það sem hann vill fyrir svo lítið verð, þá er það undarlegt að hann kaupir ekki svona ódýrt í hvert einasta skifti. — Ióris hrestist nokkuð við hluttöku þessara gömlu vina hans. Af því að Semple vissi hvernig átti að tala við hann þegar illa lá á honum.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.