Dvöl - 01.12.1915, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.12.1915, Blaðsíða 2
46 D V 0 L. En sorg föðursins var dýpri en mannleg elska gat náð til. Hann þjáðist eins og allir þeir sem eru særðir hjartasári. Æ, því miður elsk- um vér svo fátæklega þá sem vér elskum mest! Vér særumst ekki einungis aí elskuskorti þeirra, heldur líka af vorri eigin fátæklegu elsku á þeiin. Og þeir sem þekkja hvað það er að hafa orku til að stríða, en vantar orku tiJ að sigra, munu skilja hversu sorgin, gremjan, afbrýðissemin, sjálfsásökunin sem fóris leið hefir tekið á hann. Hann hafði ekki fyrri þekt nógu vel dýpi og kraft tilfinninga sinna, meðan ekkert nógu öflugt reyndi á þær. Hann reyndi að gleyma Katrínu, en það kraftaverk gat hann ekki framkvæmt, þvi andlit hennar stóð jafnan fyrir hugskots- augum hans. Honum fanst að hendur hennar hvíla í sín- um, og þegar hann gekk um húsið og úti í aldin- garðinum fans,t honum hún ganga við hliðina á sér. Því eins og til eru í sköpunarverkinu ó- sýnileg samtengingarbönd, sem slitna ekki eins og jarðnesku böndin; þannig er lika til sam- ræmi millum sálna þrátt fyrir skilnað og fjær- veru. »Eg vildi gleyma Katrínu, ef eg gæti«, sagði hann við séra Van Linden; og þessi góði maður vatt hreystilega af sér sinni eigin sorg, tók hendur Iórisar i sínar, laut niður að hon- um og sagði: »Það væri mjög sorglegt. Hvers vegna eigum vér að gleyma? Huggið þér yður heldur við það, að guð getur breytt sorg í gleði«. — »Það er ekki eðlilegt, prestur minn. Hvernig má slíkt ske? Eg skil ekki hvernig það getur orðiðk — »Þér skiljið ekki! Látum það vera. En hvað gagnar skilningurinn, eí’ þér hafið ekki nóga trú? Trúið nú, að barninu yðar liði vel«. — Ióris hélt að Katrínu liði illa, og hann ásakaði ekki einungis sjálfan sig, heldur alla sem voru henni nákomnir, fyrir það sem skeð var, og sem hann var sannfærður um, að hefði mátt koma í veg fyrir. Sá hann ekki sjálfur þetta fyrir, hafði hann ekki nógu greinilega talað við Hyde, og við Elizahetu og barnið sjálft? Hann hefði átt að senda Katrínu til Albaníu til Kornelin systur sinnar; því nú sá hann að Elizabet hafði ekki í raun og veru mislíkað Hyde, og hvað Jóhönnu snerti, þá hafði hún of mikið hugsað um Bata- víus og giftingu sína til þess að hugsa um nokkuð annað. Og eilt af því sem hreldi hann var það, að Katrín mundi gleyma honum, móður sinni og æskuheimili sínu, og hverfa viljandi frá sín- um eigin ættmönnum. Hann var svo mjög sokk- inn niður í þessar hugrenningar, að hann tók ekki eftir því að Bram var sömuleiðis sorg- mæddur, af þvi hann varð fyrir öllum undrunar- otsa manna og kvenna sem ekki þorðu að spyrja Ióris spjörunum úr, en hirtu minna um Bram. Hann bæði elskaði systir sína heitt, eu hataði jafnframt með ofsa æskumannsins alla enska hermenn, og nú voru þeir allir í huga hans undir sama númerinu, þeir voru allir drotnunar- gjarnir og hann hataði þá af öllu hjarta. Það niðurlægði hann líka í augum jafnaldra sinna að systir hans slcyldi strjúka með einum þeirra. Það gaf þeim sem báru öfund og óvild til hans tækifæri til að veita honum grimdarfuflar og særandi athugasemdir. Ióris gat að nokkru leyti setið á sér; hann gat talað um giftinguna, að sönnu með óánægju, en án geðshræringar, og hann hafði jafnvef i nokkrum tilfellum hent til ætternis Hyde og hvað hann ætti í vændum. Allur fjöldinn hugsaði að hann svona í laumi væri ofurlitið upp með sér af ma^gðunum, svona gal hann vel dulið sinn innra mann. V i n sem d. Það er naumast nokkur hlutur, sem gerir mann- lífið svo lómt og andlega fátækt, eins og fátækt vor í því að vínna að því að liðsinna og hjalpa öðrum. Það er mikið og margt talað um mannkærleika i heimi vorum; en jalnvel þó allir viðurkenni þá fögru hug- mynd, eru það samt mjög fáir sem æfa liana i verkinu. Ef til vill viöurkenna menn það ekki fyrir sjálfum sér, en það er samt eigi að síður hreinn og beinn sann- leikur, að maður litur all oflast á þá sem menn hafa við að skifta, gegnum sjónauka eigingirninnar, Sú spurning sem dyist bak við meðvitund vora er þráfald- lega þessi: »Hvernig á eg að nota mér mennina, sam- höndin og kringumstæðurnar, þannig, að eg hafi sem mest gagn og gleði af þeim?« Og samt mun sérhver, sem nokkuð hugsar um það, geta sagt sér sjálfum, að á meðan að athafnir manna koma af þess konar hvötum, getum vér ekki vænt eftir, að neyð og bagindi, sorg og sársauki, nnini hverfa af jöiðinni. Það eru fáir sem skilja, hve mjög þessi vor vanalegi sjálfselskufulli hugsunarháttur liindrar vora andlegu þroskun. Augnamið eigingirninnar er aðgrein- ing og einangrun. Hún hleður þvi í kringum sérhvern mann ósýnilegan múrvegg, sem hamlar andlega ljósinu að strevma inn og útilokar sálina frá hinum guðlega eldi andlegrar næringar, og þeim krafti sem streymir um allan alheiminn. Hið guðdómlega ljós og lif nær einungis til vor i sania rnælir sem vér gei um oss sjálfa að, rás, sem það þrengir sér gegnum til annara nianna. Sameiginleg fórnfýsi og hjálpsenti eru þau grundvallar- lög, sem allieimuiinn hyggisl á. Hið andlega samband, sem vér stöndum í við vora samvistarmenn, er þess vegna óendanlega þýðingarmikið fyrir framför vora, og ef vér viljum komast á veginn til eiiíl'a Jifsins, þa verð- um vér að læra að fórna eigingirninni fyrir elskuna. En alt tal um vinsemdina er einkisvert, á meðan hún sýnir sig ekki í dygðugu lífi gagnvart náungum vorum. Hin sanna elska hugsar ekki uni sjalfa sig, en fórnar öllum huga og unthyggju sinni fyrir aðra, og í sínum eigin sjálfselskulausa ótruflanlega friði, linnur hún æfin- lega skjól f^'rir annara áhyggjur og þrautir. Líf elsk- unnar byrjar vanalega á heimilinu, með þvi nakvæm- lega að upþfylla allar heimilisskyldurnar, og nteð glað- værum tilraunum að gera heimilið ánægjuríkt og vina- Iegt, með reiðubúinni fórnfýsi til að bera lifsins hyrði. Og frá heimilinu mun góðgirnin færa sig lil mannanna og mannfélagsins; og hlulfallslega, eins og hún útbreiðir sig sífelt stækkandi, mun ósérplægni hennar verða sífelt vitrari og verðmætari; aldrei mun hún spyrja sem svo: »Mundi mér ekki verða meiri unun að gera eiithvað annað?« Af því hennar einasta ósk er að hjalpa og liðsinna þeim sem með þurfa. Og með þessari ósér- plægnu starlsemi, sem fyrst er auðsýnd a þeim sem næstir standa, og þar næst þeim sem íjærri eru. Þessi helgi ástareldur mun hreinsa og skýra andlegu sjónina, svo að sálin fær nákvæmari sjón á þeim sem standa á hærra þroskunarstigi. Af því einungis, að ellir því hlut- falli, sem vér elskum og hjálpum þeim sem lifa í kringum okkur, munu augu sálarinnar opnast. Og þegar það verður, þá munuin vér sjá, að það er til meðhjálpari, sem er reiðubúinn að hjalpa oss i sama mælir og vér hjálpum öðrum. Með því að horta upp á við, verðum vér færari til að feta oss hærra upp. Sérhvert lótmál á þesstim vegi opnar oss nýjan sjóndeildarhring, og jafnframt skýrist andlega sjónin, svo hún verður færari um að þrengja sér dýpra inn í það Ijós sem hylur guð fyrir vorum líkamlegu augum. (Kvinden og Hjemmet). Útgefandi: Torfhihlitr I'orsteinsiláttir Holm. Prentsmiðjan Outenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.