Dvöl - 01.10.1916, Side 2

Dvöl - 01.10.1916, Side 2
38 D V 0 L. — Það skal verða gert, svaraði Kriton, en vittu, hvort þu hefir ekkert annað að fela okkur. Hann svaraði ekki spurningu hans, en fékk strax á eftir sinateyjur, og maðurinn fletti ofan af honum; þá voru augu hans brostin. Þegar Kríton sá það, þá veitti hann honum nábjarg- irnar. Þannig, Echekrates, endaði vinur vor líf sitt, maður, sem að vorum dómi, var af öllum þeirr- ar tíðar mönnum, sem við höfum lært að þekkja, sá ágætasti, eins og í hvivetna hinn vitrasti og réttlátasti. Gula slaufan. Saga frá Nýju Jórvík eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) Hún las þessi orð, nuddaði hendur sínar í örvílnun og veinaði eins og dauðsærð skepna. »Ó, hvilik svívirðing! ó, þvílík rangindi og hneysa; Hvernig get eg þolað það?« Lenax, maður sá sem komið hafði með bréfið, beið eftir svari. Ef hún vildi fara með honum að finna mann- inn sinn þá gat hann hvílt sig og farið svo til Lundúnaborgar. Færi hún ekki þá þyrfti Hyde að fá testamentið sitt, lil þess að bæta viðauka á erfðaskrána, sem sé, þeim átta þúsund pund- um sem amma hans lady Capel testamenteraði honum. Hyde hafði fengið sár í siðuna, í það var komin hættuleg bólga, og læknirinn hafði tilkynt honum að sárið gæti haft dauðann í för með sér. Katrín var ekki íljót að átta sig. Hún hafðl litið þegið af þeirri náttúrugáfu sem hjálp- ar sumum konum betur en öll önnur hyggindi. Aíhafnir hennar spruttu vanalega af hvötum sem ríktu í hennar eigin sálu, og sem hún var viss um með sjálfri sér að voru hyggilegar og góðgjarnar. En á þessu augnabliki sóktu svo margar endurminningar á huga hennar að lienni fanst hún vera án allrar hjálpar, og alveg óviss í hvað hún átti af að ráða. Sú hugsun sem mest gagntók hana var sú, að maðurinn hennar háði einvígi fyrir lady Sufíolk. Hann hafði fórn- að ánægju hennar og velgengni, hann hafði gleymt henni og barninu hennar fyrir þessa konu. Fetta kom vel heim við ósvííni mangar- ans, og á þessu augnabliki hélt hún að hann hefði sagt sér satt. Öll þessi ár hafði hún því yerið fyrirlitin og táldregin kona. Þegar hún var búin að aðhillast þessa hugmynd, greip hana afbrýðissemi í sinni hræðilegustu mynd. Tilvilj- anir, orð og tillit sem fyrir löngu voru gleymd, æddu nú aftur inn í meðvitund hennar og tendruðu þar ægilegt bál. Meðal annars hugsaði hún sem svo: »Það er mjög sennilegt, ef eg skyldi fara til London og skilja barnið mitt eft- ir, að eg finni þar lady Suffolk í sjúkraheimsókn hjá manninum minum, og eg verði þá að minsta kosti knúð til, sökum lifshætta hans að lofa henni að stunda hann«. Þessu var hún upp og upp aftur að velta fyrir sér þar til svona löguð hugmynd ruddi sér til rúms i hjarta hennar: »Hver veit nema alt þetta sé gert til þess að fá mig til að ferðast til Lundúnaborgar. Hver veit nema eg verði einhvernvegin látin hverfa þar. Og hvað mundi svo verða gert við barnið mitt? Sé Rickard Hyde orðinn svo blind- aður fyrir lady Suffolk, hvað getur hann þá ekki gert til að vinna hana og allan mikla auð- inn hennar?« Jafnvel fregnin um danða lady Gapel, varð eldsneyti fyrir tortrygni hennar. »Var hún dauð«, hugsaði hún »eða var fregnin einn hlutinn af samsærinu? Væri hún í raun og veru dauð, þá mundi Sir Tómas Swafifham hafa heyrt það; en í morgun fann eg hann og hann nefndi það ekki á nafn. Til Lundúnaborgar skal eg ekki fara, þar eru brugguð vélabrögð gegn mér. Hann vill fá testamentið og verðmætu skjölin svo hann geti breytt því nú eftir ástæðunum. Eg verð hér kjur hjá barninu mínu. Sérhverja stóra sorg eins og þessa er léttast að bera á sínu eigin heimili«. Svo gekk hún að skattholinu til að ná skjölnnum. Þegar hún lauk því upp, vöknuðu upp i huga hennar margar sárar en samt bliðar endurminningar. í einu hólfinu var fjóldi af silunga-flugum. Hún mundi svo vel eftir þeim degi þegar maðurinn hennar bjó þær til, það var á löngum og hamingjusömum rign- ingardegi þegar hann kom seinast. I hvert skifti sem hún gekk þá fram hjá honum, dróg hann höfuð hennar til sín og kysti hana. Og hún heyrði í huganum er Ióris litli var að tala um verkið, og svo gleðihlátur föður hans yfir at- hugasemdum barnsins. 1 öðru opnu hólfi var illa teiknuð mynd af hesti. Það var fyrsta til- raun drengsins að teikna Memphisto, og myndina hafði faðir hans umhyggjusamlega varðveilt. Skattholið var fult af þessum og þvílikum end- urminningum. Katrín láraðist mjög sjaldan; en er hún stóð fyrir framan þessar endurminning- ar fyltust augu hennar af tárum og hún spenti greipum sínum utan um munina og hún and- varpaði þung, eins og að sjón slíkra hluta, sem mintu á gæfusama liðna daga væri henni óþol- andi. Skúfía »B.« var stór hírzla full af skjölum,. pappírum og öðru sem Hyde kom persónulega við, á meðal annars var handhringur sem faðir hans hafði gefið honum, síðasta sendibréfið frá móður hans, lokkur úr hári drenginsins hans,. og svo hennar eigin fyrsta bréf — hin hálf- ófrjálsa nóta sem hún skrifaði frú Gordon. Hún horfði hrygg á þessa muni, og hugsaði um hve einldsvert alt þetta væri honum nú orðið. Svo fór hún að skoða skjölin og að raða þeim eftir stærð. Þá hrökk ofurlítill lakkaður böggull inn- an úr þeim niður á gólfið. Hún tók hann upp og sá að þetta var skrifað utan á hann af Hyde sjálfum: »Ó, áslin mín, ástin min! þessa gjöf þína elska eg meira en auð og upphefð, meira en gull — og meira en lífið!« Böggullinn var sýnilega lakkaður fyrir fáeinum mánuðum, þvL pappírinn sem utanum hann var, og sem var blá-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.