Dvöl - 01.10.1916, Side 4
40
D V 0 L.
»Sittu kjur Dick. Þú sorglegi hirðuleysingi.
Þú hefir enn þá einu sinni lent í einvígi! Get-
urðu ekki hætt við slíkt er þú ert orðinn svona
gamall?
»Hvað ertu að segja, mér bar að gera það
eins og þú veist. Elsku Yilhjálmur hvað það
gleður mig að sjá þig!»
»Þessi tuttugu ár sem eg hefi ekki séð þig,
Rickharð, hefir þú verið i Amcríku; en eg hefi
verið hér og hvar út um heiminn. Eg viður-
kenni lika, að eg er undrunarfullur yfir giftingu
þinni, og Hyde-herragarðurinn er aðdáanlegur.
Eg bjóst við að finna hann moldugan og mosa-
vaxinn, — heimkynni froska ogsjúkdóma. Þvert
þar á móti, er hann nú þægilegur og fagur bú-
staður«.
»Þetta alt eru verk, hennar, Katrínar minnar«.
»Eg hefi heyrt að hún sé Hollenzk, og án alls
efa hefir sú þjóð frammúrskarandi hæfileika til
að skreyta og fegra láglendi«.
»Hún er engillinn minn. Eg er óverðugur fyr-
ir gæði hennar og fegurð«. »Það er þá þess
vegna, Dick, að eg hefi aldrei fyrri séð þig í
svona góðu skapi; og eg get þá lika sagt þér, á
meðan að þú ert í þessu skapi, að eg hefi líka
fundið fjársjóð óumræðilega dju'mætan af sömu
tegund og þú.
I sannleika, Dick bróðir, er eg giftur og á tvo
syni«. Augnabliks dauðaþögn kom á eftir þess-
ari meðkenningu, og óskiljanlegur skuggi leið
skyndilega yfir andlit H}rdes; en hann var skamm-
vinnur, og þegar þögnin fór að verða of löng og
sorgarleg, sneri Hyde sér að bróður sínum og
sagði:
»Eg er glaður, Vilhjálmur. Eg er hjartanlega
glaður«.
»Eg segi þér satt, Dick, þegar Emelía Capel
dó, var eg einráðinn í því að gifía mig aldrei;
og eg skoðaði þig æfinlega sem hinn verðandi
jarl, þangað til eg breytti því einn eftirmiddag
í Rómaborg.
»Það get eg vel skilið, Vilhjálmur«.
»Eg gifti mig obboð viðhafnarlítið, og hefi
dvalið síðan á Ítalíu. Það eru ekki nema fjórir
dagar síðan eg kom til Englands, og íyrst spurði
eg um þig«. »Eg hið þig bróðir minn um að
trúa ekki öllu því sem óvinir mínir segja um
mig«.
»A meðal annars, var mér sagt, að þú værir
farinn úr hernum«.
»Það er alveg satt. Því þegar eg heyrði að
herdeild lávarðar Percys. ætti að sendast til
Ameríku, og berjast á móti Ameríkönnm, þá
gerði eg konunginum það ómögulegt að senda
mig í þvílíka ferð«.
»Mér finst sannarlega að illa hafi verið farið
með Ameríkana, og eg varð var við að allur
borgar-lýðurinn var á sama máli. Kvöldið sem
eg kom, höfðu komið slæmar frjettir frá Nýju-
Jórvik. Fólkið þar i borginni hafði tekið sér
fyrir hendur að brenna mannlíki af lávarði
North og landstjóra Hutchinson, og nýju her-
deildirnar voru ekki fyrri lentar en 500 af þeim
struku í einum hóp. Það var sagt hjá White,
að konungurinn hefði grátið, þegar honum bár-
ust þessar fréttir.
Gulleplið.
Eftir Marin Taksvig.
Mjög fáfróð gömul stúlka sagði einu sinni við
mig: »Eg var fermd upp á Faðirvorið mitt, af
því eg kunni ekki annað«, »Það var lika nægi-
legt, svaraði eg, og fór þá jafnframt að hugsa
um, að öldungis öðruvísi mundi heimur þessi
líta út, ef að allir menn væru ekki einungis:
»Fermdir upp á Faðirvorið sitt«! en lifðu jafn-
framt eflir því; þeir mundu þá hafa fundið
þann veg til föður síns — hins allra hluta vold-
uga skapara og viðhaldara — sem Jesús hefir
lýst svo átakanlega í þessari bæn. Allir trúar-
bragðaílokkar mega biðja »Faðir vor« trúar-
bragðaflokkar, sem vanalega eru í deilum og ó-
friði innbyrgðis. í þessari bæn safnast öll hin
sundurlyndu börn við hið kærleiksríka föður-
hjarta.
Sérhver móðir getur því ekki gert betra en
að kenna börnum sínum að biðja þessa bæn;
og hún er svo hrein og blátt áfram, að börnin
á mjög ungum aldri geta séð og orðið vör við
hennar hrífandi fegurð — á sína vísu — og
geta svo með hæfilegri leiðbeiningu, skilið henn-
ar alt innilykjandi þýðingu.
En hafi börnunum verið kent að biðja, svo á
að innræta þeim, eða helzt að sýna þeim það
með góðu eftirdæmi þeirra eldri að bænin, þetta
heilaga samfélag við guð, tilheyrir svefnherberg-
inu, en ekki götuhornunum — hún á ekki að
notast sem meðal til að vekja vina og ættingja
aðdáun fyrir guðrækni barnanna, því þá verður
það að eins sjónhverfingaleikur, sem skaðar
barnið, og gul.leplið, himneska vöggugjöfin, velt-
ur úr lófum barnanna. Eg heimsótti einusinni
kæra unga vinkonu mína; á meðan við vorum
að tala saman, tók hún elsta barnið sitt, skemti-
legan dreng 4—5 ára gamlan, á knje sér, ogbað
hann að syngja fyrir mig þenna stutta kvöld-
söng: »Eg er þreyttur og fer að hátta«. Dreng-
urinn gerði það, og það lét honum svo vel að
mér þótti mjög gaman að því. En þegar dreng-
urinn hafði hlotið sitt verðuga hrós, lióf hann
höfuðið upp og sagði: »Eg get líka beðið guð
hvenær sem vera skal:« Og þegar enginn þáði
tilboðið, bætti hann við:
»Eg get líka sungið danzlög!« Þetta sýndi að
honum var ekki eitt af þessu mætara en annað.
Eg veit ekki hvort hann kunni íleira, því móðir
hans og amma flýttu sér sýnilega vandræðaleg-
ar, að breyta umtalsefninu, og til að hlífa þeim
lést eg ekkert hafa heyrt. En eg hafði lieyrt nóg.
Lát aldrei gulleplið velta
úr heudi barnsins, eða pess fullorðna.
(Ingemann.) Kv. og Hj.
Útgefandi: Torfhildnr I’orsteinsdóttir Holm.
Prentsmiðjan Gutenberg.