Iðnneminn - 01.11.1933, Blaðsíða 4
4
IÐNNEMINN
skólans neitandi. Hversvegna
dirfist nokkur maður þess, að
segja tvö hundruð mönnum
að drekka úr sömu krúsinni
og það núna á tuttugustu öld-
inni, þegar mest er talað um
hreinlæti og heilbrigði og aft-
ur heilbrigði.
Nú er þetta krrúsargey svo
illa sett þarna á hillunni fyrir
ofan vaskinn, að slíkt er ekki
nokkuru drykkjaráhaldi sam-
boðið, því þegar umgangur er
mikill um stigann, eins og raun-
ar er allan daginn, þá þyrlast
rykið ofan í vesalings krúsina.
En nú skulum við ganga upp
á loft og inn í herbergi nokk-
urt þar sem áður var bókasafn
en nú er þar klósett, mígildi
og vaskur. Þegar gengið er inn
í herbergi þetta verður maður
þess var að þarna væri nægi-
legt rúm fyrir »gosbrunn«
handa nemendum til að drekka
úr.
Ég held að það væri mikið
góðverk að leysa nú krúsina
af hólmi og láta »gosbrunninn«
taka að sér hlutverk hennar.
Ekki veit ég hvort það er af
illvilja eða athugunarleysi að
skólastjórinn skuli láta krúsina
standa þarna niðri á hillunni
ár eftir ár, og láta okkur nem-
endurna drekka úr henni vatn
og borða ryk með. Nei, hvern-
ig sem því líður þá ætti krús-
in að hverfa af hillunni sem
allra fyrst, en í hennar stað
verður að koma »gosbrunnur«
eins og tíðkast yfirleitt allstaðar
þar sem hreinlætis er gætt að
nokkuru ráði, í skólum og víð-
ar.
Það verður að vera krafa
allra nemenda skólans að þessu
verði kipt í lag hið allra bráð-
asta, því kostnaður við að
setja upp slíkan «gosbrunn« er
hverfandi lítill, á mots við það
hvað það er stórt spor í áttina
til aukins hreinlætis innan
'skólans og útilokar þá smitun-
arhættu sem af krúsinni stafar.
Andri.
Málfundafélag Iðnskólans.
Síðastliðinn vetur var mál-
fundafélagið stofnað, fyrir at-
beina nokkurra ötulla nem-
enda skólans. Þeir sáu það, hve
mikið nauðsynjamál það var
að nemendur skólans hefðu
með sér félagsskap.
Síðastliðið sarfsár félagsins
hefir verið mjög lærdómsríkt
fyrir okkur nemendurna. Það
sem mikil áhersla var lögð á
innan félagsins síðastliðinn vet-
ur hefir borið góðan árangur,
þessvegna verðum við að til-
einka okkur lærdómana af því.
Þá ber fyrst að geta þess að
fyrir forgöngu félagsins báru
nemendur fram kröfur um
bætta aðbúð í skólanum og
árangur þess sjáum við í hin-
um nýju salernum, sem sett
hafa verið upp í skólanum, en
betur má ef duga skal. Það er
óteljandi margt. sem ennþá er
ábótavant hvað viðkemur að-
búnaði okkar í skólanum. Fé-
lagið hefir séð um skemtanir
þær, sem skólinn hefir haldið
og hefir það farið allsæmilega
úr hendi, enda þótt því hafi
í mörgu verið ábótavant, þá
var það stórt spor í áttina til
hins betra, frá því sem áður
var. En eitt aðalhlutverk fé-
lagsins hefir verið og hlýtur
að verða það að æfa meðlimi
sína í því að flytja hugsanir
sínar í ræðuformi, en það er
einmitt grundvöllurinn að fé-
lagsstarfsemi okkar í framtíð-
inni.
Iðnemar! við eigum að sækja
vel fundi í málfundafélaginu,
æfa okkur í því að tala í ræðu-
formi og á annan hátt að starfa
innan félagsins. Félagið getur
orðið okkur tii ómetanlegs
gagns, ef við aðeins kunnum
að nota það. Þessvegna er það
ábyrgðarhluti af hverjum nem-
anda sem ekki mætir á fund-
um félagsins eða rækir það
illa á annan hátt. Við eigum
að gera félagið að fjöldafélagi
okkar, þar eigum við að ræða
okkar áhugamál, og um leið
að skapa grundvöll að því, að
færa þau út í lífið.
Sá nemandi, sem skilur nauð-
syn félagsins á að vera ó-
þreytandi í því að hvetja aðra
til þess að taka þátt í félags-
lífinu. Þegar við eigum frí frá
vinnu og lærdómi, þá er það
eflaust eitt það besta sem við
getum gert, það er að auka
félagslyndi okkar, að - sækja
fundi í félaginu og á annan
hátt að auka félagslífið innan
skólans.
Fram til baráttu fyrir eflingu
málfundafélagsins, allir sem
einn maður.
^ Andri.
V erðlaunasamkepni.
Málfundafélagið gaf nemend-
um skólans kost á að reyna
sig á að teikna upp haus fyrir
Iðnnemann og hét 10 krónu
verðlaunum fyrir besta hausinn.
Þó skömm sé frá að segja voru
aðeins 4 hausar sendir, og er
það leitt í jafn fjölmennum
skóla. Ástæðurnar fyrir þessu
munu vera 2, fyrst áhugaleysi
og svo tímaleysi. Það imunu
eflaust margir nemendur skól-
ans hafa getað teiknað mjög
smekklega hausa, og er leitt
að slíkir kraftar skuli ekki
koma fram. Blaðstjórn og rit-
nefnd, sem átti að dæma um
hausana kom sér saman um
að haus með dulnefninu
»Skuggi« væri bestur. Eigandi
haussins reyndist vera Guðjón
Guðmundsson, 4. bekk A.
Prentsmiðjan DÖGUN — Reykjavík.