Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1934, Síða 1

Iðnneminn - 01.12.1934, Síða 1
2. árgangur Desember 1934 3. tölublað Skrifið í íðnneinann! Útbreiðið Iðnnemann! Málfundafélagið % var á fundi fundi félagsins síðastliðinn sunnudag og var hann venju fremur fásóttur. Eru fundirnir leiðinlegir? Eru þeir á óheppilegum tíma? Eða hversvegna var það, að þessi fundur var svona illa sóttur? Þessar og þvílíkar spurningar komu í huga minn, þegar ég leit yfir þann litla hluta af nemendum skólans, sem þarna voru saman komnir. Þessi umræddi fundur var að mínum dómi mjög skemtilegur og þar að auki mjög nytsamlegur fyrir þá sem hann sóttu. Þarna voru fyrst leyst af hendi ýms verkefni í þágu félagsins og þar með nemenda skólans sem heild- ar. Síðan flutti einn fyrverandi for- maður félagsins erindi um för sína til Sovét-ríkjanna, með íslenzkri verkamannasendinefnd síðastliðið vor. Var erindið vel flutt og sköru- lega og gaf allgóða hugmynd um líf alþýðunnar í því landi, sem mest er deilt um nú á dögum, Sovét-Rússlandi. Var mikiil skaði í því að ekki skyldu fleiri nemendur hlusta á það en raun bar vitni um. Síðan var rætt um bannmálið og urðu um það allsnarpar og fjör- ugar umræður, enda voru skoðanir fundarmanna skiftar mjög í þessu máli. Þessi fundur sýndi það mjög greinilega, hvert gagn og ánægju félagið veitir okkur, aðeins ef við kunnum að nota það. Félagið var á sínum tíma stofn- að fyrir forgöngu ötulla og starfs- fúsra manna í þágu iðnnemastétt- arinnar og það eru staðreyndir að félaginu hefir vaxið fiskur um hrygg og það allverulega, frá stofn- un þess. Það hefur í livívetna gætt hags- muna okkar skólanemenda og ekki virðist þörf á því að geta þess í eintökum atriðum, það er hverjum iðnnema ljóst. Félagið hefir óskifta samúð allra iðnnema, enginn okkar vildi ganga frá því dauðu, enginn okkar vildi vinna á móti málefnum þess, sem jafnframt eru hagsmuna- og menningarmál allra iðnnema. Raddir, blandnar réttlátri óánægju, hafa endurómað frá stofu til stofu, í skóla okkar iðnnema undanfarin ár. — Þessar óánægjuraddir, hafa ekki hljómað að ástæðulausu. Því svo áberandi eru dæmin um vet- lingatök skólastjórnar á öllum liags- muna- og velferðarmálum okkar iðnnema. Áþreifanlegustu sannanirnar um vinnubrögð skólastjórnar, sýna þessi dæmi: Tilhögun kennslunnar í skólan- um — sem þessi grein fjallar um. — Ofullkomin kennslutæki í ýms- um greinum. Öviðunandi skólahús- gögn. Og loks hið alvarlega velferð- armál okkar allra, drykkjaráhalda- málið. Mörg fleiri dæmi mætti upp telja, en slíks gjörist ekki þörf. Það skal viðurkennt, að smávægi- legar umbætur liafa verið gerðar í Hvers vegna er slíkt tómlæti ríkjandi meðal alls þorra iðnnema, fyrir framgangi og eflingu félagsins? Slíkt afskiftaleysi, sem þetta, má ekki vera til hjá einum einasta iðn- nema. Sækið fundi félagsins! Takið þátt í störfum þess! Fórnum 1—2 stund- um í liálfum mánuði til fundar- sókna í félaginu, Og við munum fljótt verða ' þess varir að þeim stundum er ekki á glæ kastað. Því með auknu samstarfi bæturn við lífskjör okkar bæði efnalega og menningarlega. Ég skal á næsta fund. enn getur vaknað. drykkjaráhaldamálinu, með því að færa okkur nýjar og nýjar vatns- könnur, en slíkar umbætur nefnast skóbætur. Yík ég mér þá að aðalefninu. — Eins og skólastjórn lilýtur að vita og skilja, — ef hún vildi — stend- ur kennslutími okkar það langt fram á kvöldið, að ómögulegt er að ætlast til þess, að við setjumst nið- ur, er við komum úr skólanum til undirbúnings næsta kennsludegi, eftir að hafa unnið okkur þreytta við skyldustörfin, frá því snemma um morguninn. Flestir munum við þó vera fegnir hvíldinni, eftir 12—13 stunda vinnu á dag. Eins ætti henni að vera skiljan- legt, að menn, sem hafa stundað ó- holla innivinnu allan daginn, eins og margir okkar gera, þurfa ein- hverntíma að anda að sér hreinu I. E. Sofandi skólastjÓFn — sem

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.