Iðnneminn


Iðnneminn - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.01.1936, Blaðsíða 4
4 :bis;iem:x:í verður í íðnó laugardaginn 25. janúar n. k. og hefst kl. 9 eftir hádegi stundvíslega. 8 kemm tiskrá: 1. Hnefaleikar. 2. Kæða. 3. Kórsöngur, (Iðnskólakórið). s 4. Lcikrit. 5. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó eftir kl. 1 á laugardaginn. Skcmmtinefndiii. vor býður yður fullkomna og nákvæma kemiska hreinsun á fatnaði yðar, hverju nafni sem hann nefnist. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Nýtízku vélar! Nútíma hraði! Vönduð vinna! Fagmenn! Fatapressmi Reykjavíkur. Hafnarstræti 17. Sími 2742. Valiiiið u{)j)vaxandi iðnaðarmenn! Bindindisstarfsemin er sá liður í starfi Málfundafélags Iðnskólans, er sofið hefir værum svefni til þessa tíma. Iðnnemendur, nú er tími til kominn að hrista af sér svefninn og liefjast lianda um að koma á öflugri hindisstarfseiiii innan skól- ans. — Undanfarin ár, og máske altaf síðan skólinn tók til starfa, liefir borið töluvert á drykkjuskap meðal nemenda hans. Mesl hefur borið á |>essu hjá yngstu nemendunum. Ollum nemendum skóians, jafnt þeim yngstu, sem elstu, þarf að vera það ljóst, hvert gífurlegt ógagn á- fengisnautnin gerir þeim. Ungling- arnir gera sér ekki ljóst, er þeir neyta fyrsta vínsopans, hve slæm áhrif það getur haft á líf þeirra. Þeir gera sér ekki í hugarlund, hvað áfengisnautnin lamar náms- hæfileikana, dregur úr starfshæfi- lsikunum og gerir þá óprúðari í allri framkomu. Hvað er þá unnið við að neyta áfengis og drekkja áhyggjunum í því? — Aðeins það, að þær koma aftur með margföldum krafti. Það er alveg það sama og ef maður, sem fengið hefir flís í auga, rekur aðra í hendina á sér til þess að losna við verkinn úr auganu. Þetta verða allir iðnnemar að skilja, og breyta eftir því. Það er ekki nóg að hugsa sem svo: Ég drekk ekki og þarf þessvegna ekki að ganga í bindindisfélagsskap. Það verða allir að leggja sinn skerf til málanna og stárfa sem ein heild. Aðeins með því móti getur starfið borið árangur. Öllum nemendum Iðnskólans ætti að vera það kappsmál að auka álit á honum með góðri framkomu, hvort það er innan veggja skólans eða utan. Þeir ættu einnig að kosta ka|)ps um það, að þjóðin eignaðist frjálsa og hrausta iðnaðarmenn, er gætu efit iðnaðinn í landinu með ráðum og dáð. Drýgstur skerlurinn sem lagður yrði til þess, væri út rýming áfengisins meðal iðnaðar- rnanna. Iðnnemendur, liefjist nú handa og útrýmið notkun áfengis meðal hinnar uppvaxandi iðnaðarstéttar Með öflugri bindindisstarfsemi innan málfundafélags skólans. Minnist þess, að |)etta er eitt hið mesta menningannál þjóðarinnar, og það þarfnast dugandi a:sku til átaka. G. S. Iðnneniíir, sajkið fundi Málfundafélaíisins. o Eikarskrifborö til sölu á kr. 125,00. — Sérstaklega góðir greiðslu- skilmálar. Upplýsingar á Grettisgötu 69 kl. 6—7 eftir hád. Idiiiieminii, fyrri árgangar, fást hjá gjaldkera. — Verð kr. 0,50.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.