Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1954, Side 1

Iðnneminn - 01.04.1954, Side 1
2. tölublað 21. árgangs, apríl 1954 ) N neminn Me 'Á L. G A G N I ÐN NE-M A SAMBAN D S í S L A N D S Aöbúnaöur iönnema í lön- skólanum í Reykjavík Niðurníösla og óþrifnaður einkennandi í skólanum Iðnneminn hefur ákveðið að gefa lesendum sínum kost á að kynnast Iðnskólanum í Reykjavík og aðbúnaði þeim, er mörg þúsund iðnaðarmenn hafa orðið að búa við á náms- tíma sínum. Verða lesendur teknir með í kynnisför hér á eft- ir og verður þeim sýnt það markverðasta, er skólinn hefur upp á að bjóða. Og fyrst við erum farin að tala um vaska, skulum við líta á þann, sem staðsettur er á salemi karl- manna í skólanum. Á slíkum stöðum þykir sjálfsagt að höfð sé sápa, en hæpið er að hún hafi komið þangað inn á annan hátt en í vösum nemenda. Handklæði, hvað er það? Salerni skólans eru oftast í ó- reiðu, frárennsli þeirra stíflað og vatn á gólfum þeirra. Húsvörður skólans reynir að þrffa eins vel og hægt er, en ræður litið við. Nú göngum við upp í H-stofu, sem er í þaki hússins. En á leið- inni skulum við líta inn í teikni- stofu prentara. Þar rekumst við á þriðja vaskinn. Er hann eink- um frægur fyrir ódaun þann, er upp úr honum leggur. Er því ekki vert að dvelja þar lengi, en halda ferðinni áfram i H-stofuna. (Sjá meðfylgjandi mynd). Þið eruð undrandi, en svona er það, þótt ótrúlegt sé. Þessir kollar þarna, sem eflaust eiga að sýna fyrstu ár húsgagnaiðnaðarins og eiga að vera stofninn 1 væntan- legu minjasafni skólans, eru allir notaðir við kennslu. Það hefur Framh. á bls. 3. Það er eins og það grípi mann einhver tómleikakennd, þegar mað- ur gengur inn í Iðnskólann. En hugurinn dvelur ekki lengi við sálarástandið, því það fyrsta, sem menn reka augun i, er inn kemur, er að engin motta er í forstofu hússins, og eftir þeim upplýsing- um, sem við höfum frá nemend- um skólans, hefur hún ekki sést þar í allan vetur. Og þá ekki heldur undanfarin ár. Motta er hlutur, sein í fjölda mörg ár hefur þótt sjálfsagður og ómissandi hlutur á hverju einasta heimili, og ekki sízt þar sem margt fólk kemur saman. Hljóla allir að sjá, hvílíkan óþrifn- að þetta hefur í för með sér, sér- staklega í vondum veðrum, að menn skuli þurfa nauðugir vilj- ugir að ganga inn í kennslustofu, þar sem þeir eiga að sitja 2—3 tíma, með óhreina fætur. Sjálf- um sér og öðrum til leiðinda. En við þessu virðist ekki hægt að gera, og þess vegna höldum við áfram göngunni án þess að geta þurrkað af okkur. Gegnt aðaldyrum skólans rek- umst við á vask þann, sem er á myndinni hér á síðunni. Eins og sjá má á myndinni, er sápa á vaskinum og handklæði gegnt honum og gat á forskalningunni fyrir ofan hann. Vaskur þessi er eflaust hinn mest umdeildasti hér á landi, og það ekrki að ástæðulausu. Fyrir 20 árum var mikið skrifað ttm hann í Iðnncmanum, sem þá var gef- inn út af Skólafélagi Iðnskólans, og þess krafizt, að hann yrði fjar- lægður, en í staðinn kæmi gos- brunnur til að drekka úr. Var sú krafa rökstudd með því, að það vxri algerlega óforsvaranlegt að láta 500 netnendur drekka úr sömu krús, en ein krús var höfð til að drekka úr á hillu fyrir ofan vask- inn. Var mikið um þetta skrifað og gerðar margar ályktanir, enda kom í Ijós árangur eftir langa bið. Ein knnna i viöbót!! Nú er engin kanna, heldur skulu nemendur drekka beint af krananum, en slíkt er óframkvæmanlegt án þess að koma við hann með vörun- um og er þar af leiðandi stór- hættulcgt heilsu nemenda. Það verður því krafa allra iðnskóla- nemenda í Reykjavík, að vaskur þessi verði þegar fjarlægður og í hans stað koini gosbrunnur. Þess- ari kröfú beina þeir til heilbrigðis- yfirvalda bæjarins, því hæpið er, að skólanefnd Iðnskólans vakni af Þyrnirósarsvefni sínum nú. Þessi mynd er nú 4. stof- unni. Sjdst hinir baklausu kollar og bekkir vel. Hversu lengi verður það þolað, að skólanum skuli le\fast að bjóða nemum uj>þ á bak- lausa kolla og bekki. Hlaupið yfir bekk í Iðnskólanum Eitt af þeim atriðum, sem hvað mests misskilnings gætir um varð- andi samninginn, er hvað iðnnem- inn á að fá fyrir að taka bekki saman í Iðnskólanum. Mjög mik- il brögð hafa verið að því, að iðn- nemar hafa ekki gert sér ljóst, hvað mikil tekjuaukning er af því, að taka Iðnskólann á styttri tíma en gert er ráð fyrir í samningunum. Mörgum tilfellum vitum við af, þar sem iðnnemar hafa lokið námi án þess að fá þ’að, sem þeim í raun réttri ber samkvæmt samn- ingnum. Við viljttm hér með hvetja alla iðnnema til þess að kynna sér samninginn gaumgæfilega og vera vel á verði um, að þeir fái það, sem þeim ber samkvæmt honum, því að kjörin eru ekki svo góð, að ástæða sé til að gefa eftir það sem iðnneminn á kröfu á. Samkvæmt samningnum ber iðn- nemum að vera frá verklegu námi ca. 2 mánuði á hverjum vetri, þannig, að iðnnemar vinna ekki nerna 10 mánuði á hverju ári, en eiga svo 2 til iðnskólanáms, en haldi þó kaupi fyrir 12 mánuði. 1. og 2. árið eiga iðnnemar að vera frá verklegu námi í 2 mán- uði hvort árið, en á 3. og 4. ári eiga þeir einungis að skila 36 vinnustundum á viku þann tíma, sem skólanámið stendur yfir og gera þessir 12 tímar á viku ca. 2 mán. yfir árin hvort fyrir sig. Við skulum segja að nemi taki 1. og 2. bekk saman eins og nú er orðið mjög algengt, sem kemur til af því, að nú er miðað við að skóla- skyldan sé til 16 ára aldurs. Hvað á neminn að fá fyrir það? Hann á í fyrsta lagi kröfu á að fá skólagjaldið greitt fyrir annan bekkinn og öll gögn, sem hann þurfti á að halda. Vitanlega þarf Þessi mynd er af vaskinum í anddyri skólans. Yonandi verður hann þó að skila nótum fyrir öllu, sem horfinn í haust. keypt er af skólagögnum, og er mjög áríðandi, að allir iðnnemar hafi reglu á því. I öðru lagi á hann kröfu á því, að verklega námið á 2. árinu sé aðeins 10 mánuðir, vegna þess, að sá, sem ekki hleypur yfir bekk, þarf ekki að vera nema 10 mán- uði á hverju námsári við verklegt nám. í þriðja lagi á neminn rétt á að fá greitt kaup fyrir þessa 2 mánuði, því hann á að fá jafnt kaup og hinn fyrir 12 mánuði. Við getum sett dæmið öðruvísi upp, jrannig: Sá sem tekur 1. bekk áður en hann hefur nám, fær greidda 12 mánuði á nemakaupi, eins og sá, sem tók skólann jafnhliða náin- inu, en af þeim 12 mánuðum, sem liann fær greidda, eru 2 mánuðir í skólanum. Þetla á hinn að fá líka, þessvegna styttist verklegi tíminn um 2 mánuði hjá honum og hann fer þar af leiðandi á ann- ars árs kaup eftir 10 mánuði. Misskilriingurinn hjá meistur- tinum hefur veiið fólginn í því, að þeir telja nemann græða á sér um- fram það, sem samningurinn segi til um. En það getum við hugg- að þá við, að þetta er einungis það, sem þeir hefðu orðið að borga hvort sem neminn tók skólann jafnhliða náminu eða tók bekki saman. Það er því alveg sama, hvort neminn situr 8 mánuði í skólanum eða 2—4 mánuði, hann á að fá borgaða 12 mánuði og þarf ekki að vinna nema 10 mánuði á ári. Einnig er hægt fyrir nemann að fara frá náminu í þessa tvo mán., sem hann átti að vera í skólanum. og hvíla sig, en oftast kemur það fram sem stytting. Hér kemur tafla til frekari glöggvunar á því, sem meistarar eiga að borga öllum nemum, sem þeir taka til náms: Gr. nemakaup verkl. nám í skóla 1. ár 12 mán. 2. — 12 — 3. _ 12 — 4. _ 12 _ 10 mán. 10 — 10 _ 10 _ 2 mán. 2 — 2 _ 2 — 48 mán. 40 mán. 8 mán. Þetta eiga allir nemar að fá hvort sem þeir eru í skóla lengut eða skemur. Þeir fá því með öðr- um orðum 48 mán. kaup samkv. samningnum. Vinna í 40 mán., en eru 8 mán. frá. Þessvegna geta meistarar ekki krafist nema 10 mán. vinnu á ári af nemum. Neminn ræður, livað hann gerir við tímann, sem hann á að vera í skólanum, ef hann hefur tekið hann á styttri tírna en taflan sýn- ir, en eins og áður er sagt kemur jrað oftast fram sem stytting og kemst neminn því fyrr á sveins- kaup, sem Jjví nemur. KAUPIÐ OG SELJIÐ happdrættismiða Fulltrúaráðsins og iðnnemafélaganna í Reykjavík

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.