Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.1954, Side 2

Iðnneminn - 01.06.1954, Side 2
2___l_£LN_N_E_MJ_N_N. Málgrasrn Iðnnemasambands íslands. Ritnef nd: | Klemens Guðmundsson, ritstjóri, Gunnar Siffurðsson, Ingvaldur Rögrnvaldsson. Magrnús Guðmundsson, Ólafur Davíðsson, PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. í verkfalli Þar sem talsverð hætta er á að verkfall skelli yfir sum- ar iðngreinar, vill blaðið vekja athygli nema á 22. gr. í námssamningnum, sem hljóðar svo: Nú stendur yfir verkfall eða verkbann á vinnustöð þeirri, er nemandi stundar nám sitt á, og skal hann þá ekki taka þátt í fram- leiðslustörfum á meðan. Aftur á móti er nemanda skylt að mæta til æfinga og meðferðar véla og verk- færa á vinnustöð, þar sem því verður við komið. Eins og á þessu sést mega nemarnir ekki vinna neina þá vinnu, sem hægt er að selja. Þeim er einungis skylt að mæta til æfinga í meðferð véla og verkfæra. ÖIl vinna sem lýtur að hreinsun vinnu- húsnæðis er verkamanna- vinna, og því fyrir utan verkahring nemanna. Stjórn I.N.S.Í. skorar ein- dregið á nemendur að standa fast á þessum ákvæðum, sveinafélögunum til stuðn- ings. Þeir nemar er kúgaðir verða til að vinna fram- leiðslustörf, skulu þegar í stað snúa sér til sveinafélag- anna og krefjast af þeim að þau komi í veg fyrir áfram- hald á slíku. Einnig, og það þætti stjórn I.N.S.Í. bezt, geta þeir leitað til hennar. Hún er til húsa á Óðinsgötu 17. „Höfum alla daga jafnt sem kröfudaga" Ræða Þórólfs Daníelssonar, formanns Iðnnemasambands Islands, á fundinum á Lækjartorgi 1. maí 1954 Reykvísk alþýða. A hinum alþjóðlega baráttudegi verkaiýðsins, 1. maí, safnast verka- menn og konur saman og krefjast varanlegs friðar og öryggis. Engum blandast hugur um þau áhrif, sem hin alþjóðlega verkalýðshreyfing get- ur haft á gang mála, ef hún er ein- huga og sterk. Undanfarin ár hefur alþýða alls heimsins lifað í ótta og skelfingu um að þriðja heimsstyrjöldin brytist út. Sá ótti hefur engan veginn verið á- | stæðulaus. Hin nýlokna styrjöld í Kóreu, átökin í Indó-Kína og nú síðast hótanir Bandaríkjamanna við alþýðulýðveldið Kina eru nægar sannanir fyrir því. Það er því engin tilviljun, að krafan um tafarlaust bann við notk- un kjarnorkuvopna sé sú krafa, sem einna mest mun bera á um allan heim í dag. Það er krafan um það, að æskumenn og konur megi vinna að friðsamlegum störfum í þágu þjóðar sinnar í stað þess að falla í vígvöllum fjarri ættjörð sinni, eng- um að gagni. Hin alþjóðlega verkalýðshreyfing er nú óðum að sannfærast um það, að æðsta hugsjón hennar sé samein- ing allra friðsamlegra afla í barátt- unni gegn versta óvini sínum, auð- valdinu. Að íslenzkri menningu steðjar nú sú hætta, að verða ofurseld ame- rískri ómenningu um ófyrirsjáanleg- an tíma. Siðspilling af dvöl hins erlenda herliðs hér ætti að vera öllum ljós. Við erum sjónarvottar að því, hvernig ungar stúlkur glepjast til fylgilags við hermannaskríl þann er nú dvelur á Keflavíkurflugvelli. Við sjáum fyrir okkur háttu barnanna á götunni þegar þau leika uppá- haldskvikmyndaleikarann sinn. Við sjáum fyrir okkur daglega hvernig mótstaða æskumannsins gegn þess- um ósóma minnkar. En hvaða áhrif hefur dvöl her- liðsins á íslenzka atvinnulífið? Engum skyldi detta í hug, að hin- ir íslenzku erindrekar amerísks ein- okunarvalds hafi ekki notað hið gullna tækifæri er þeim gafst við hingaðkomu herliðsins. Nú vinna á Keflavíkurflugvelli á fjórða þúsund manns við alls konar störf fyrir her- inn. íslenzkt vinnuafl er tekið úr framleiðslunni og sent suður á Keflavíkurflugvöll til þess að þjóna þar erlendum yfirgangsseggjum. Þannig er atvinnulífi okkar hátt- að í dag. Æskumaðurinn getur ekki tryggt sér örugga lífsafkomu í neinni grein "atvinnuveganna. Hinu mátulega at- ^vinnuleysi í íslenzkri framleiðslu er enn haldið við til þess að tryggja sem bezt gróða braskaranna. Þegar þúsundir menntamanna koma úr skólunum, er þeim trygg- ara að fara suður á flugvöll og vinna þar yfir sumartímann til þess að geta haldið áfram námi, heldur en að vinna í íslenzkri framleiðslu, vegna hins háa kaups, sem borgað er hjá hernum. # Islenzki æskumaður og kona. Þú sem átt að erfa þetta land! Nú er það þitt að koma í veg fyrir frekari óhamingju íslenzku þjóðar- innar. Þú mátt ekki þola það lengur að þjóðarverðmæti séu eyðilögð fyr- ir augum þínum. Þú krefst þess, að öll atvinnutæki þjóðarinnar verði tafarlaust tekin í notkun. Þú krefst þess, að verka- mönnum verði tryggða mannsæm- andi kjör við atvinnuvegi þjóðar- innar. * Síðastliðin tvö ár hefur iðnnem- um fjölgað meir en dæmi eru til áður, og ástæðan er eingöngu sú, að þeir eru ódýrasta vinnuaflið sem hægt er að fá. Við þekkjum dæmi til þess að nemar hafi verið teknir eingöngu í þvf skyni að senda þá suður á flugvöll. Fyrir kemur að meistararnir nota sér aðstöðu sína og setja það sem skilyrði fyrir töku nemans að hann fari suður á völl. Þetta er uppörfunin, sem æsku- menn fá, þegar þeir hafa valið sér lífsstarfið. Launin, sem þeir hafa, eru langt fyrir neðan hungurtak- mörkin. Við urðum vitni að því nú fyrir tveim dögum að iðnnemi varð að hætta námi vegna þess að hann getur ekki lifað af laununum. Hann var búinn að eyða tveim árum í að læra þá iðngrein, sem hann valdi sér, en varð nú að gefast upp. Hver vill svo með rökum sannfæra okkur um, að engin ástæða sé til að hækka kaup iðnnema? Iðnnemar, gerum ekki aðeins þenn an dag að kröfudegi. Höfum alla daga jafnt sem kröfudaga, fyrir þeirri sjálfsögðu kröfu að hækkaður verði hundraðshluti okkar af sveina- kaupi upp í 40% á fyrsta ári, 50% á öðru, 60% á þriðja og 70% á fjórða ári. Við krefjumst þess, að öll gróða- sjónarmið víki fyrir réttlátri kröfu okkar um mannsæmandi kjör. Við berjumst fyrir því, að geta sjálfir ákvarðað laun okkar og þess vegna heimtum við verkfallsréttinn í okkar hendur. Við krefjumst þess, að nú þegar verði komið á stofn fullkomnum verknámsskólum. Við krefjumst þess, að hin nýja iðnnámslöggjöf verði ekki eingöngu dautt pappírsplagg, heldur að hún verði framkvæmd til fullnustu. Reykvísk æska! Taktu við hinu svívirta merki frelsisins og taktu upp baráttuna fvrir hugsjón friðarins og bræðra- lagsins. Vertu minnug þess, að þú hefur alla alþýðuna að baki þér. Víkjum úr vegi ölium andstæð- ingum, sem hefta vilja för okkar. Leiðum þjóð okkar aftur inn á veginn sem vísaður var árið 1944. Það er leiðin til friðar, frelsis og bræðralags. Lifi samtök alheimsæskunnar! Lifi Iðnnemasamband Islands! • J}acl?oCondon: • • u • ÖRLAGAORRUSTAN BRÉF AÐ AUSTAN Iðnneminn birtir hér bréf frá nemendum við iðnskóla í Moskva. Fyrrverandi sambandsstjórn mun hafa skrifað bréf tií erlendu sendiráðanna hér, og beðið þau um upplýsingar um iðnnám í viðkomandi löndum. Þetta bréf er hér birtist, er eini árangur þessara bréfaskrifta, en það sýnir okkur þó ljóslega, á hve lágu stigi iðnfræðsla og félagsþroski unga fólksins hér á landi er. Kæru vinir! Við þökkum ýkkur innilega fyrir vinsamlegar kveðjur og viljum gjarnan koma á bréfasambandi við ykkur. Fyrst ætlum við að gefa ykkur nokkrar almennar upplýs- ingar um skóla okkar. Iðnskóli nr. 1 í Moskvu undirbýr faglærða verkamenn fyrir Stalínbílaverk- smiðjurnar í Moskvu, en starfs- fólk hennar hefur tvívegis verið sæmt Lcninorðunni og starfsorðu Rauða Fánans. í ár stunda 850 manns nám við skólann í ýmsum sériðngreinum: rennismíði, slípun, logsuðu, rafvirkjun, trésmíði o. fl. Verklega námið. fer fram í stór- um og velútbúnum vinnustofum undir handleiðslu reyndra meist- ara, og enn fremur eru í skólanum ága-tar kennslustofur til kcnnslu í márgvíslegum námsgreinum, er lieyra undir almenna menntun, í ýmsum greinum iðnfræðinnar, í efnisþekkingu, rafmagnsfr;eði, afl- fræði, stærðfræði og eðlisfræði, enn fremur er rússnesa ein námsgrein- in og leikfimi. í deildinni „Ungi iðnaðaimaðurinn" eru starfandi námshringar iðnnema, jrar sem nemendurnir. fullkomna þekkingu sína á ýmsum sviðum, svo sent eins og viðvíkjandi moderniseringu véla og áhalda, nýjuin aðferðtnn við vinnslu málma, sögu o. s. frv. Mikill áhugi er ríkjandi í skól- anum fyrir sögu og landafræði Sovétríkjanna, og leikfimi og í- þróltir eru stundaðar af kappi. lnnan skólans starfa ýmsir íþrótta- flokkar eins og t. d.: sundflokkur, köi fubohaflokkur, volley-ball-flokk- ur, skíða- og skaulaflokkttr, „Ungi veiðimaðurinn" o. fl. Meðal nem- cndanna eru margir frægir fim- leika- og íþróttamenn. Fagfélag skólans innir af hendi merkilegt og mikilvægt starf. Ofl cru haldnir Itindir, þar sem þjóð- kunnir menn mæta, t. d. Stakhan- ov-yerkanienn, Stalin-verðlaunahaf- ar, sovéthetjur, rithöfundar, lista- menn, vinnuhetjur og verkfræð- ingar og iðnaðarmenn verk- smiðju okkar. Umhverfis skólann höfum við gróðursett ávaxtagarð. Oft eru haldnar skemmtanir í skólanum, þar sem koma fram skemmtikraftar úr okkar eigin hóp, og fara þær fram í samkomuhúsi skólans, sem tekur 800 tnanns í sæti. Eru eftirtaldir flokkar á- hugamanna í listum starfandi í skólanum: 100 manna söngflokkur, 40 manna lúðrasveit, 50 nianna dansflokkur . og 25 manna leik- flokkur. Margir nemendur skólans eru við nám í skóla verkalýðs- æskunnar. I Moskvu eru mörg listasöfn og leikhús, og erum við tlðir gestir þar. Nemendur skólans fá allir styrk frá ríkinu, auk þess hafa þeir þrjár máltíðir fríar á dag og föt. Nárns- tíminn í skóla okkar er tvö ár, og að námi loknu fá þeir, sem út- skrifast, vinnu í St.alinbílaverk- smiðjunni. Þetta eru nú í stuttu nráli upp- lýsingar um skóla okkar, veru okkar þar og nám. Nú viljum við biðja ykkur um að skrifa okkur um nám ykkar, líf og starf. Fyrir hönd ncmenda. FRAMHALDSSAGA Þeir höfðu látið hann beita sporum sínum gegn þeim gömlu, og hann hafði gert út af við þá einn af öðrum — hlæjandi, þegar þeir höfðu eins og gamli Stowser Bill grátið í búningsherberginu. En nú var hann sjálfur kominn í flokk þeirra gömlu og menn létu þá ungu reyna sína spora á honum, eins og t. d. þennan Sandel. Hann var hingað kominn frá Nýja- Sjálandi þar sem hann var þekktur, en í Ástralíu þekkti hann enginn og honum hafði verið stillt upp gegn Tom gamla King. Ef Sandel stæði sig vel fengi hann að berjast við betri menn og fyrir hærri þóknun, svo menn gátu verið vissir um að hann myndi berjast sem ljón. Hann hafði allt að vinna — peninga, frægð og stöðu, og Tom King var hið gamla og gráa fjalhögg, sem girti honum veginn til fjár og frama. Og hann hafði ekkert að vinna, annað en þrjátíu pund til þess að borga veitingamanninum og kaupmönnunum með. Meðan Tom King gekk og gruflaði svona, kom upp í hinum trega huga hans mynd — mynd af æskunni, æskunni sem Ijómaði sigrihrósandi og ósveigjanleg, með lipra vöðva og slétta húð, með hjarta og lungu, sem ekki höfðu verið ofreynd og skemmd — æsku, sem hló þegar menn vildu takmarka áreynsluna. Já, æskan var ódauðleg. Hún gerði út af við þá öldnu og hún var ekki með neinar áhyggjur vegna þess að um leið og hún það gerði eyðilagði hún sjálfa sig um leið. Hún of- reyndi æðarnar og notaði hnúa sína og var svo í fyllingu tímans sópað til hliðar af æskunni, vegna þess að æskan er alltaf ung. Það er aðeins ellin sem eldist. Þegar hann kom að Castlercagh-stræti snéri hann til vinstri og eftir að hafa farið yfir þrjár þvergötur kom hann að Gayety-klúbbnum. Hópur unglinga, sent lónuðu fyrir utan viku með auðmýkt úr vegi fyrir honum og hann heyrði þá segja hvern við annan: „Þarna er hann! Það er Tom King!“ Inni í klúbbnum, á leiðinni til búningsherbergisins mætti hann gjald- keranum, ungum manni með glaðlegt andlit og skörp augu. Þeir tókust í hendur. „Hvernig gengur það, Tom?“ spurði hann. „Agætlega!“ svaraði King, þótt hann lygi vísvitandi og hefði gefið hvern eyri fyrir gott buff, ef til hefðu verið. Þegar hann kom út úr búningsherberginu f fylgd aðstoðarmanna sinna og gekk fram ganginn, sem lá að upphækkuninni í miðjum salnum, heils- uðu áhorfendur honum með hrifningarópum. Hann svaraði kveðjunum til hægri og vinstri, þótt hann þekkti fá andíítanna. Flestir áhorfendanna voru unglingar, sem ekki höfðu litið dagsins ljós þegar hann vann fyrstu sigra sína innan kaðlanna. Hann stökk lettilega upp á pallinn, beygði sig undir kaðlana og gekk yfir í hornið sitt, þar sem hann settist á kjafta- stól. Jack Bail, sem var dómari í þetta sinn, kom til hans og heilsaði honum. Hann var fyrrverandii hnefaleikari, en hafði ekki keppt í tíu ár. Þeir voru báðir af gamla skólanum og hann gat verið viss um það að Ball myndi ekki vera með neina rekistefnu þótt hann viki svolítið frá reglunum í keppninni við Sandel. Ungir og metnaðargjarnir þungaviktarhnefaleikarar komu einn af öðr- um inn í hringinn. Dómarinn kynnti þá fyrir áhorfendum og tilkynnti áskoranir þeirra. „Pronto hinn ungi," tilkynnti Ball, „frá Norður-Sidney skorar á þann sem vinnur og leggur undir fimmtíu pund úr eigin vasa.“ Áhorfendurnir klöppuðu og þeir klöppuðu aftur þegar Sandel stökk yfir kaðlana og settist í hornið sitt. Tom King virti hann fyrir sér með for-

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.