Ljósberinn - 12.11.1921, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 12.11.1921, Blaðsíða 6
118 LJÓSBERINN »Nú er eg búinu að brjóta heilann um það fram og aftur, hvað við eigum til bragðs að taka, og sé ekki annað ráð en að við flýjum. Við veiðum að leggja af stað undir eins, áður en sól rís«. »Er það nú rétt, eigum við að hlaupa burtu frá húsi og heimili og öllu, sem við eigum?« spurði Hans, skjálfandi af ótta. »Já«, svaraði Rúna grátandi, við megum til, ann- ars týnir þú lífinu og það get eg ekki af borið«. Þau tóku nú til svo mikið sem þau treystu sér til að bera, luku svo upp hurðinni og ætluðu að fara ól; en þá heyrðist rödd utan úr myrkrinu, sem sagði: »Hvert ætlið þið að fara? Hér kemst enginn út«. »Við verðum þá að íara út um bakdyrnar«, sagði Rúna; en þegar þar var komið, þá stóð þar lika einhver, sem ekki vildi leyfa þeim úlgöngu. Þá opn- uðu þau glugga og ætluðu að skriða út um hann; en þá sáu þau, að vörður var settur víð hvern glugga. »Það er konungur, sem hefir látið setja vörð um húsið«, sagði Rúna, og pabbi hennar skalf af hræðslu; svo settust þau bæði niður og fóru að gráta. Morguninn eftir komq menn konungs inn og sögðu að þau yrðu að koma með sér til konungshallarinn- ar og það urðu þau að gera. En þegar þau komu í höllina, var Hans leiddur inn i herbergi og verðir settir þar við allar dyr og glugga. »í*arna verðurðu nú að hýrast, þangað til að dóttir þín er búin að sanna og sýna, að það sé satt, sem þú sagðir í gær«, mælti konungur. (Frh.).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.