Ljósberinn - 12.11.1921, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 12.11.1921, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 119 m guntuidlaga^kola 13. novsmkr 1921.' L e s t u : 24. kapitula í postulasögunni. Læröu: Fyrlr þvi tem eg mér og sjálfUr aö að haía jafnan góða samvizku fyrlr Guði og mönnum. (Post. 24, 16). Páll komst úr greipum óvina sinna í Jerúsalem fyrir milligöngu frænda síns og velvild liersveitarforingjans, eins og þú getur lesið um í 23. kap. Poslulasögunnar. En öld- ungaráðið gafst ekki upp. Æðsti presturinn fór sjálfur af stað til Antíokkiu og tók duglegan málafærslumann með sér til að ákæra Pál. Páll hafði samt betri málafærslumann, pví að hann hafði góða samvizku, en hana áttu hvorki ákærendur hans nje Felix landstjóri, sem átti að dæma mál hans. Felex var trúhneigður og heflr liklega grunað að bjarg- föst trú, eins og Páll álti, væri dýrmætt hnoss, en syndin var sterkari hjá honum. Hann álti svo margar ljótar end- urminningar að hann porði ekki að koma með pær nálægt Itristi, — svo blindur var hann. Æskusyndir eru slæmir föruuautar, pær draga úr pér kjark til góðra verka, tæla pig út í nýjar syndir, og eitra marga stund síðar, sem annars gæti verið pér gleðistund. Pað er óttalegt að hugsa um pær, og geta aldrei, aldrei bætt pær. — »En eitt er ráðið fram að falla / fyrir náðar helgan stól. / Hann afmáði misgerð alla, / mönnum pjáð- um veitti skjóhc. — Hefði Felix tekið pað ráð, pá heíði hana lofað Guð iyrir að kynnast Páli; og ekki orðið að hrökklast úr embætti fyrir ótal misgerðir sínar. Góð samvizka er á hinu bóginn ómetanlegt hnoss. Hún veitir pér rósemi og djörfung, ef pú ert hafður fyrir rangri sök, prek til að standast freistingar, og ánægju, þegar aðrir kvarta og kveina. En hún er Guðs gjöf, og fæst ekki með oftrausti á sjálfum sér. Pvi einlægari sem trú pin er á frelsaranum Jesú Kristi, pvi öruggari er samvizka pin. Lærðu: Hann gefur lireina trú (Pass. 17, lö.).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.