Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 6
318 LJÓSBERINN poka á bakinu og Lísa sá, að pokinn var alt of þung- ur handa honum. „Komdu, þá slcal eg hjálpa þér, veslings gamli maður“, sagði hún, „lofaðu mér að bera pokann fyrir þig“. 0g svo hljóp hún til hans og tók af honum pokann. „Eg þakka þér fyrir, góða stúlka“, sagði karlinn þakklátlega. „Viltu bera pokann heim í húsið mitt? Eg á heima skamt héðan“. Lísa. bar pokann heimi að húsi hans; en þegar hún ætlaði að fara, þá sagði gamli maðurinn: „Af hverju hefurðu verið að gráta? pú ert svo i-auðeygð“. „Mamma sagði, að eg skyldi tína jarðarber handa systur minni“, svaraði Lísa, „en eg get engin ber fundið“. „Eg skal hjálpa þér“, sagði gamli maðurinn, „farðu þarna út að girðingunni og sópaðu visnu laufunum frá“. En hvað Lísa varð himinglöð, þegar hún var búin a.ð taka burtu öll visnu blöðin, þá sá hún, að undir þeim skein í fagurrauð og stór jarðarber, og svo tíndi hún körfuna sína barmafulla. „Ætlarðu ekki að smakka á þeim sjálf ?“ spurði gamlí maðurinn. „Nei“, svaraði Lísa, „ekki einu einasta; mamma hefir sagt að eg megi það ekki“. „Jæja, en þá skaltu fá að smakka á eplunum mínum“, sagði gamli maðurinn, og gaf henni svo yndislegt fagurrautt epli, sem hékk þar á trénu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.