Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 2
314 LJÓSBERINN hafði blessun föður síns að vegarnesti og trúði á Guð bernsku sinnar. pess vegna sofnaði hann sætt og vært og dreymdi — ekki illa og óværa drauma, heldur sá hann engla Guðs á ferli og heyrði Guð segja við sig hin indælu orð, sem textinn greinir (sbr. afmælisblað Ljósberans). Æskulýðurinn er óeirinn heima. Stórbæirnir seiða hann til sín, og fjarlægu löndin hrópa á hann. En hvað hefir þú í vegarnesti út í veröldina, ungi vin- ur? Hjá hverjum ætlarðu að leita þér trausts, þeg- ar heimþráin tekur að leita á þig?*) Góður Guð veiti þér gæfu til að ferðast með bless- un Jakobs í hjarta! Úr Dagbók Kristsvina. Á. Jóh. -----o---- Natan litli tók kristni. 1 bæ einum á Gyðingalandi átti heima Gyðinga- drengur fyrir nokkrum árum, N a t a n að nafni. Foreldrar hans hötuðu kristna menn og auðvitað gerði Natan það líka. Kristniboði kom til landsins og í það hérað, sem Natan var í, og honum var út- hýst af foreldrum Natans, eins og flestum öðrurn þar í landi. þá kom upp drepsótt mikil í bæ Natans og fólk leit alment svo á, að kristniboðinn væri vald- ur að henni. Natan litli og fleiri drengir læddust *) Mundu eftir bæninni: „Drottinn, láttu mig dreyma vel“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.