Ljósberinn - 19.04.1924, Blaðsíða 1
Jesús sagði: „Leyfið bornunum að koma til mín og bannið þeim
það ekki, því slílcum lieyrir Guðs ríki til“. Mark. 10, 14.
IV. ár ) Reykjavík, 19. apríl 1924 \ 16. blað
Rósin frá Jeriko.
Rósin frá Jeríkó, sem líka er kölluð upprisublóm-
ið, sökum þess, að það er þess eðlis, að það getur dá-
ið og risið upp aftur.
Um uppruna þess blóms er fögur helgisaga, er
hljóðar á þessa leið:
þegar María og Jósef flýðu frá Betlehem með barn-
ið Jesú, eftir vísbending Guðs, undan heift Heródes-
ar, er sagt að leið þeirra hafi legið yfir Jerikoslétt-
urnar.
Á þeirri ferð var Jósef gangandi, en María reið asna
og reiddi barnið nýfædda í kjöltu sér.
þegar fyrsti dagurinn, sem þau voru á ferðinni,
var að kvöldi kominn, sté María af baki, og þegar
hún sté niður á völlinn, spratt þetta blóm upp við
fætur hennar, til þess að fagna frelsara mannanna,
sem hún bar nýfæddan í faðmi sér. Og sagan segir,
að hvar sem María leitaði hvíldar á þessu ferðalagi,
uieð barnið heilaga, þá hafi blómið sprottið.
Á meðan frelsarinn lifði á jörðunni, hélt litla rós-
in frá Jeríkó áfram að spretta, en þegar hann dó á
krossinum, þá fölnaði hún og dó.
Jesús reis á þriðja degi upp frá dauðum, þá lifn-