Ljósberinn


Ljósberinn - 28.06.1924, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 28.06.1924, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 211 Að svo mæltu hvarf maðurinn. JJegar Gústi vaknaði morguninn eftir, þá mundi hann drauminn og sagði hann óðara bæði pabba sín- um og mömmu. „Pabbi, þú ættir að reyna að slá þrjú högg á klett- inn“, sagði hann. „Setjum nú svo, að þar stæðu inni nokkrar kistur fullar af silfurpeningum“. „Ó, hvernig getur þú trúað öðru eins og þessu, drengurinn minn?“ sagði faðir hans. „þetta er ekk ert nema draumur, og ekki er mark að draumum“. „Ekki kostar það neitt að reyna það“, sagði mamma Gústa. „Jæja, einhverntíma í annað skifti“, sagði pabbi hans og fór til vinnu sinnar. En Gústi tók þá hamarinn sinn og laumaðist upp að klettinum. Hann titraði allur af eftirvæntingu þess, sem vei'ða kynni, þegar hann sló höggin þrjú á klettinn. Mikil urðu vonbrigði hans og sorg, þegar klettur- inn laukst ekki upp; hann grét beisklega og sagði for- eldrum sínum ekki frá neinu. En um nóttina dreymdi hann aftur að litli grái mað- urinn kæmi að rúminu sínu. En í þetta skifti bað hann Gústa ekki að koma með sér, heldur leit á hann al- varlega og kvað vísu þessa: pú ert svo dáðlítill, drenguT minn, hann dugir betur, hann pabbi þinn, og lengi má ekki aðgerða l)íða, því aðrir taka þá sjóðinn hans fríða. þegar Gústi sagði pabba sínum og mömmu þenn-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.