Ljósberinn


Ljósberinn - 15.09.1928, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 15.09.1928, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 283 rósin fagra var {mfm burt, og sár sakn- aðarstuna fór um allan blómafjöldann, ]iau mændu ineð tár í augum á eftir engjarósinni sinni ástkæru, og dimman skýiióka dró fyrir sólina sjálfa, nú fékk hún aldrei framar að faðma að sér litla rósbarnið sitt. En engjarósin var sett i veglega silf- urskál ásamt fleiri blómum, skálin stóð á borðin í fallegu stofunni, sem frúin átti heima í. Sóiin skein á hana að vísu, en það var í gegnum glugga og nú hjalaði blærinn aldrei framar viö hana. Engjarósin fölnaði, blöð’in hennar bliknuðu og kollurinn varð visinn og þur og svo gleymdi hún sól og sumri«. »Ósköp hefir hún átt bágt«, hvíslaði Stella. »Já«, svaraði draumadísin. »Svona fer þegar rósin er svift rótinni sinni. Og sjáðu svo myndina, sem kemur næst — það er ofurlítið hreiður. Sko litlu ungana! l’eir gleuna allir upp ginið, þegar ungamamman og ungapíiltbinn færa þeim eitthvað ætilegt. Bau mata þá til skiftis og þau annast þá ineð mikilli alúð, fyrirhöfnin er þeim endur- goldin með foreldragfeöinni. En ■— sjáðu, þarna er hönd, livít og fögur er hún með mörg íingurgull, og hún laumaðíst inn í litla hreiðrið, sem fá'tækir fereldrar hafa bygt og dyttað að með sínum eig- in hjartadún, og höndin grípur einn ungann, eg held það sé sá fallegasti, og nemur hann brott. I’aö verður autt rúm í hreiðrinu og ógn sár sorg á litla lieimilinu, en iitli uiiginn vár settur í logagylt búr, miklu, miklu fallegra heldur en lireiðrið hans var, en samt sem áður þráir hann hreiðrið sitt og óskar sér heim í systkinahópinn, — gylta búrið var fangelsi en ekki heimili«. »Aumingja litli fuglinn«, sagði Stella og stundi við um Ieið, af því að mynd- in og sagan af fuglinum hafði snert við- kvæma strengi í hjarta hennar. »Búrið hans er alveg eins og búrið, sem eg átti einusinni«, bætti hún við. »I’ú kannast víst bæði við búrið og stofuna«, sagði dísin og brosti. »En líttu nú á! Kannastu nokkuð við þessa mynd?« Dísin veifaði höndinni og óðar kom ný mynd á þilið. IJað var mynd af ofurlitlu býli, í grænni hlíð nálægt háum hömrum. Sólin skein glatt á græna torfþakið og golan vaggaði blómunum, sem teygu kollana fram úr bæjarveggjunum, en tárhreinn bæjarlækurinn vafðist eins og Ijósblátt silkiband utan um blómavalið á grænu túninu umhverfis bæinn. »Ösköp er þetta falleg mynd«, sagði Stella frá sér numin. Dísin klappaði á kollinn á henni og sagði: »Eg ætlast til að þú kannist við þessa mynd. Virtu liana vel fyrir þér og eg spái, að það ryfjist ýmislegt upp fyrir þér, því einusinni áttir þú heiina á þessum bæ, þú varst þar hjá pabba og mömmu og systkinum þínum, og nú ætla eg einmitt að fara að sýna þér myndir af þeim«. Frh. Skjóni. Mamma átti reiðhest, sem liét Skjóni. Henni þótti mjög vænt um hann. Einn dag bakaði mamma pönnukökur og skildi þær eftir á eldhúsborðinu, meðan hún skrapp upþ á loft, en eldhúsglugg- inn var opinn. J’egar hún kom ófan aftur, var Skjóni að énda við að borða síðustu pönnukökuna. En mainma varð ekkert vond við hann, hún fór bara að brosa! Lítil stúlka sagði mér þessa sögu, og tel eg víst, að hún sé sönn. S. Sv.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.