Ljósberinn


Ljósberinn - 25.05.1935, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 25.05.1935, Blaðsíða 4
166 ljösberinn Guð sér þig. Lestu Sálrn 139, 1 —12. Þegar við lesum þenna sálm, 139. sálm- inn í Davíðssálmunum, þá finnum við tilöggt og skiljum, hvernig Guð umlykui okkur á alla vegu. Ávallt og alstaðar sér hann okkur. Allt, sem við gerum rannsakar hann, og hvar sem við förum hvíla augu hans á okkur. Hjarta okkar er eins og opin bók fyrir augliti hans og hann les hverja hugsun okkar. Áðu'r en við tölum eitt einasta orð, þekkir hann það til fulln- ustu. Við erum stöðugt u.ndir eftirliti hans; allar okkar hugsanir, orð og verk. Pó að við vildum reyna að flýja frá augliti hans, þá tækist okkrr það ekk’. Hvert ættum við að fara? »Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og sett’st við hið yzta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.« Og þótt ég reyndi að hylja mig í myrkrinu fyrir augum hans, þá dygði það ekki, því að myrkrið er ekki myrkur fyrir Guði, því að fyrir honum er nóttin björt eins og dagur sé. »Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.« En hve ólík er þó ekki nálægð Guðs á þeim tveim stöð- um? Þann mikla mun verða menn varir við þegar hér á jörðu. Þeim, sem elska Guð, er það mesta huggunin að vita aó hann sér þá, að hann þekkir þá og skil- ur hverja hugsun þeirra. Þeir gleðjast við þá fullvissu, að vefa stöðugt í um- sjón Guðs. Þeir fela honum líf sitt og alla vegu sína og vilja ekki lifa eina stund án hans. Þeir vilja ávallt láta máttuga kærieikshönd hans leiða sig, og vera umluktir af honum á allar hliðar. Ná- lægð Guðs í himninum ‘er þeim hin dýrð- legasta sæluvon. En þannig er því ekki varið fyrir þeim, sem ekki elska Guð, og ekki viljíi lifa í umsjá hans. Þeir segja: Við skul- um slíta af okkur viðjar hans og létta af okkur oki hans. Það er því ekki undarlegt, þó að sálm- urinn þessi endi með sjálfsprófun og bæn. Hvernig er hjarta roínu háttað? »Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt.« Gerðu mig einlægan og sannan fyrir augliti þínu, Drottinn. Hugsanir mínar reika víða og ég skil þær ekki. Þekktu þær, Drottinn og stýrðu þeim til þín. »Sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig á hinn eilífa veg.« OLI BÖKSALl éftir lars rustböle (Niðurlag.) III. Kristinn æskumaöur. »Þú mátt geta nærri, að það varð dá- lítið skrítið fyrir mig, sem átti fjölda heimslega sinnaðra félaga, að vera krist- inn,« sagði Öli. »Oftsinnis lá mér við falli, en með Guðs hjálp sigraði ég. Hálfu ári eftir andlát móður minnar, vai’ ég í veglegri brúðkaupsveii'.lu á næsta bæ; okkur, föður mínum og mér, var boðið þangað. Það var í fyrsta skipti að ég var í slíku samkvæmi. Ég var svo feiminn, að ég þorði ekki ann- að en að fylgja siðum annara, og sett- ist við púnsborðið eins og þeir. Brenni- vínsflaskan gekk á milli manna, en ég hellti mínum skammti í vestisvasa minn, svo að ég yrði ekki ölvaður, og aiiðvitað gætti ég þe.ss, að enginn sæi til mín. Eins og gefur að skilja, varð ég renn- andi votur niður fyrir hné, en það gerði mér ekkert til. Húsbóndinn á héjmilinu hafði fengið léða fiðlu- í næstu sveit,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.