Ljósberinn


Ljósberinn - 11.03.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 11.03.1933, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 51 Sacja eftir GuíScunu LáiÉUsdáifur, ___ fyt — y,Lj oaherann". Oddný laut liöfði með hrygðarsvip, tárin runnu ofan kinnar hennar og við sjálft lá að frænka kæmist einnig við, er hún horfði á hrygð hinnar öldnu »Þér megið ekki hugsa, að ég vilji konu. »Þér megið ekki hugsa, að ég vilji hnýsast inni í einkamál yðar,« sagði hún hægt. »Fjarri fer því. Ég hefi séð meira af heiminum heldur en þér, og hugsanlegt væri, að ég gæti —■« Hún þagnaði í miðju kafi og Oddný þerraði af sér tárin á meðan hún sagði: »Eg skil yður mæta vel og þigg til- boð yðar. Ef ég mætti þá koma með bréfin heim til yðar einhvern daginn?« —■ En nú var komið fararsnið á frænku. Hún stóð upp úr sæti sínu, sveipaði að sér yfirhöfnina og setti á sig glófana. »Ætlið þér kanske að líta inn til okk- ar einhverntíma aftur?« spurði Oddný og horfði með barnslegu vonar- og bæn- araugnaráði á hina ríkmannlegu konu, senr stóð frammi fyrir henni, hnakka- 'kert og háleit. »Okkur þætti svo dæmalaust gaman ^ð því,« hélt gamla konan áfram í auð- rnjúkum róm. »Það eru ekki svo marg- ir sem heimsækja okkur nú orðið.« En frænka virtist ekki taka eftir til- mælum hennar. Hún rétti aðeins Odd- nýju höndina sem allra snöggvast- og sagði: »Ef þér hugsið eitthvað um þetta með bréfin, þá megið þér færa mér þau við tækifæri. En ég vil helzt taka við þeim sjálf, þér munið það.« Oddný kinkaði kolli. Frú Steinvör drap fingurgómunum við hvítri hönd öldungsins og leit um leið hornauga til kisu, sem kúrði við hlið hans, og gaut á hana gulum glyrn- um, þegar hún kastaði fjótræðislegri kveðju á gamla manninn, áður en hún sneri burt frá rúminu hans. Oddný fylgdi henni alla leið út á hlað, og stóð hjá bæjarveggnum á með- an frúin gekk svo sem leið lá, ofan í kaupstaðinn. Stóru fjaðrirnar á hatt- inum blöktu í golunni og voru hið síð- asta, sem Oddný sá af frú Steinvöru þann daginn; rölti hún því næst aftur inn í gamla húsið. Ilmurinn úr fötum frúarinnar var ennþá í herberginu. Hann lagði fyrir vit Oddnýjar, eins og andblær úr heimi nautna og allsnægta, og litla stofan varð sviplega svo einkennilega auð og snauð. »Er gesturinn farinn?« spurði Jóa- kím. Oddný kvað já við því. »Eg hef þá líklega blundað,« sagði gamli maðurinn. »Eg varð ekkert var við að hún kveddi mig. Það er nú si svona, þegar heyrnin fer og maður fylgist ekki með því, sem talað er, — mann syfjar þá. — Um hvað voruð þið altaf að tala?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.