Ljósberinn


Ljósberinn - 29.07.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 29.07.1933, Blaðsíða 5
L JOSBERINN 209 kvöddumst svo með mikilli vinsemd, við Oddný gamla; ég' sagði, henni að iíta til mín hvenær sem hún vildi. Það er alt of einmanalegt fyrir hana í kofanum á meðan gamli maðurinn er veikur. Gæti hún ekki Soffía verið hjá henni á nóttunni? Pað væri langt um skárra en ekki neitt. Svo ættir þú að líta til hennar á daginn. Mig langar til að hjálpa þessum gömlu heiðurshjónum, þau eru fátæk og' munaðarlaus, — hverj- um ætti að hjálpa, ef ekki þeim? Og hverjir ætti að hjálpa þeim, ef ekki við?« Frú Steinvöru varð starsýnt á bróður sinn; henni varð svarafátt í bili, loks sagði hún hægt: »Hvers vegna við, fremur en aðrir?« »Af því, að við höfum betri ástæður til þess heldur en aðrir,« svaraði sýslu- maðurinn. »Hefir þú ekki heimsótt þau?« spuroi hann svo. »Það get ég varla sagt,« svaraði systir hans. »Eg hefi enga ánægju af aö heimsækja þess háttar fólk.« »Því trúi ég ósköp vel, svaraði hann. »En það getur haft ánæg'ju af heim- sókn þinni, og gamla konan sagði mér, að þú hefðir litið inn til sín. Hún var þér mjög þakklát fyrir það.« Frh. ----—--------- Biðjandi ráðherra. Einn af hinum æðri embættismönn- um Englendinga gekk til fundar við Peel ráðherra, einn hinn mesta stjórn- málamann Englendinga á sínum tíma. En hann hitti þá svo á, að ráðherra kraup til bænar. Embættismaðurinn nam þá staðar vandræðalega og' starði á hann. Þá sagði Peel: »Hví horfið þér undrandi á mig? En ég verð þá að segja yður það, að byrði sú, sem hvílir mér á herðum, er svo þung', að ég get ekki borið hana einn,« Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Lan.ra Fitinglioff. [Frh.] Húsfreyjan í Rósargarði hafði gengið um dagstofuna kvöldið fyrir síðla, þeg- ar hún var búin að ljúka dag'legu störf- unum. Gekk hún þá fram hjá legu- bekknum, þar sem Matta átti að sofa, og strauk hendi um hárið á henni hægt og blítt, og hélt að hún svæfi. En þá fanst henni hún titra öll, eins og hún væri að gráta. Hún laut niður að henni og sá, að vangi hennar var logarauður, og hafði hún þrýst samanbrotnum vasa- klút að augum sér. »Matta, ertu að gráta, elsku barn?« Matta svaraði engu, því enginn átti að vita hið minsta um tilfinningar hennar sízt af öllum elsku mannna hennar, því hún hafði nógar áhyggjurnar samt. »Leiðist þér að liggja hérna, elsku barnið mitt?« Matta brá vasaklútnum fyrir munn sér til að kæfa grátinn. »Hvað er þetta, Matta mín, þú ert þó aldrei orðin sjúk, elsku barn, segðu mér, hvað að þér gengur, yndið mitt.« »Láttu mig vera — get ég ekki feng- ið að vera í friði,« tautaði Matta, með þeim rómi, sem mamma hennar hafði ekki-getað hugsað sér að barnið hennar gæti átt til. Matta settist upp í rúminu. »Geturðu ekki skilið það, mamma, að börnin, sem hingað eru komin, hafa eyðilagt heimilið okkar og gleðina og alt hér heima fyrir. Þau eru svo hræðilega ljót, að verri manneskjur munu vart vera til undir sólunni. Það gat naumast. heitið, að Þyrí heilsaði þér og svo hló hún að skónum þínurn, af því að þeir væru svo breiðir á tána, — og ég sé, að tærnar á skónum hennar eru mjóar og hvassar, eins og nálar. Og svo var

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.