Ljósberinn


Ljósberinn - 26.08.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 26.08.1933, Blaðsíða 2
238 LJÓSBERINN »Eg vil, yerðir pú hreinn« Mark. 1, 35.-42. Og Jesú hrærði við honum, — eng- inn heilbrigður maður hafði gert það áður, alt frá þeim degi, er það varð lýð- um ljóst, að hann var holdsveikur. — Hvílík raunafregn hafði það verið! — Holdsveikur — fráskilinn öllum mönn- um, - aldrei mátti hann koma til vina sinna, aldrei koma í samkomuhúsið, al- drei stíga inn fyrir þrepskjöld á kæra heimilinu sínu. Margir hrópuðu að hon- um ónotaorðum og jafnvel grýttu á hann, til þess að reka hann burt frá sér, eins og hund. Þeir álitu, að reiði Guðs hvíldi yfir honum. Enginn vildi lækna sár hans. — Hvílík æfi! Þá heyrði hann sagt frá JESO, sem læknaði hina sjúku. Og hann flýtti sér á fund hans. Þeir, sem hann mætti á veginum, viku til hliðar. En Jesús, sern gat læknað hann með einu orði, án þess að snerta hann, hann tók í hönd hans. Þessu var veitt eftirtekt. Þrír guð- spjallamennirnir taka það fram, aö Jesús hafi snert við honum. Slíkum kærleika var holdsveiki maðurinn óvan- ur. Kaldur næðingur frá köldum mannshjörtum hafði sí og æ nætt um hans einmanalegu raunagöngu. —- En nú mætti hann hinum eilífa kærleika og nýtt afl og fjör færðist um all- an sjúka líkamann hans, og liann fann að Jesús gat læknað hann, og hann hrópaði upp: »Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig!<.< Og‘ Jesús, sem kominn var í heiminn til þess að hjálpa okkur mönnunum, hann sagði: »Ég vil, verðir þú hreinn.« Og þá var holdsveikin horfin. Enn þann dag í dag er Jesú hinn sami. Til hans getum við komið með alt, sem að okkur amar. En munum það fyrst og síðast, að hann einn getur læknað syndasárin okkar. -----*>-<SK*--- Dásamleg1 bænheyrzla. Þýzkur prestur, Oberlin að nafni, hafði einu sinni marga unglinga á heim- ili sínu til kenslu. I þeim hóp var ung stúlka af frakkneskri aðalsætt. Þetta var á ógnaröld frakknesku stjórnarbylt- ingarinnar. Foreldrar stúlkunnar höfðu verið af lífi tekin, og nú leituðu bylt- ingarmennirnir uppi börnin þeirra, til að fara eins með þau. Nú sendu þeir menn á fund Oberlins, því að þeir höfðu getað spurt uppi, hvar hin unga stúlka hefðist við, og nú kröfðust þeir þess af presti, að hann seldi þeim stúlkuna í hendur. Oberlin vildi ekki gera sig sekan í neinum ósannindum, og þéss vegna svaraði hann: »Finnið þér hana sjálfir.« Þeir hlupu þá upp þrepin og leituðu í herbergjum á neðra loftinu. En Ober- lin var þar undir loftinu knékrjúpandi og bað: »0, Drottinn, láttu þá ekki finna hana!« Unga stúlkan var stödd inni í her- berginu sínu og var að þurka sér í framan, á handklæði, sem hékk að hurð- arbaki. Þá var hurðinni hrundið upp, svo að hún var falin á bak við hurðina. Sendimennirnir gleymdu að loka hurðinni. Og þótt furðulegt væri, þá komu þeir ekki auga á hana, svo að þeir urðu að fara burt við svo búið. Unga stúlkan kom nú niður; var henni þá sagt, í hvílikum voða hún hefði verið stödd, og hve undursamlega og náðarsamlega Guð hefði heyrt bæn síns guðrækna þjóns.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.