Ljósberinn


Ljósberinn - 26.08.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 26.08.1933, Blaðsíða 8
244 LJÖSBERINN augun í honum eitthvað svo dimm- skuggaleg, og var það ekki fyrirboði fyrir neinu góðu - - það vissi Þyrí frá fyrri tímum. Frh. ---- - — Gcildí sannleikans. Kenslukona ein í sunnudagaskól- anum heyrði einu sinni, að drengur var að biðja ókunnugan mann á götu úti að gefa sér peninga. »Pabbi er dáinn, mamma er veik, og við höfum engan mat,« sagði hann. Maðurinn gaf honum tíeyring, en hvað gerði þá pilturinn? Hann fór í næstu búð og keypti sér sleikjusætindi. Hann hafði logið öllu upp. Næsta sunnudag sagði kenslukonan börnunum í sunnudagaskólanum alla söguna og spurði: »Vill nokkurt ykkar segja ósatt fyrir 10 aura?« »Nei,« svöruðu þau öll í einu hljóði. »En fyrir 25 aura?« »Nei.« »En fyrir krónu?« »Nei, nei!« »En fyrir 1000 krónur þá?« Þá þögðu börnin. 1000 krónur! Það voru miklir peningar. En hve mikið mætti kaupa fyrir þær! Þá sagði einn af drengjunum ský- laust: »Nei.« »Hvers vegna ekki?« spurði kenslu- konan. »Já, en þegar búið er að eyða þessum 1000 krónum, þá er lygin eftir.« Óhult í örmum Jesú. Lítil stúlka hafði lengi legið sjúk. En hún var altaf örugg og glöð. Og hún sagði svo margt fagurt. Meðal ann- ars þótti henni, sem hún sæi Jesúm koma að rúminu sínu á hverjum degi, og stæði altaf á sama stað. Einu sinni kom ein af litlu vinstúlk- unum hennar að heimsækja han,a. En er hún tók sér stöðu það, sem Jesús hafði staðið að vanda, þá sagði sjúka stúlkan með ákefð: »Nei, stattu ekki þarna, þar er Jesús vanur að standa.« Þessi sjúka stúlka var örugg og glöð alt fram í dauðann, af því að hún þekti Jesúm. LOFSÖNGUR. Þig lofar, Drottinn, hvert cluftkorn, hver ancli; þig df/rkar himinn, fold og lá. þig lofar báran, er svífur að sandi, og sumarblómin stór og smá. Þig lofa sól og tungl, lriminsins lierra, og himinstjarna þyrping skcer. O, Guð, þín elslca, sem ei kann að þverra, í öllu birtist nær og f jœr. B. J. Munið eftir því, að gjald- daginn er löngu liðinn. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.