Ljósberinn - 05.09.1925, Side 3
LJÓSBERINN
267
og gefur ávöxtinn.
Ó, gef það Guð, að megi
hér góðu verða sáð,
á uppskerunnar degi
að upp vér skerutn nádz.
»Hvað Yiltu gefa mór?«
»Koindu upp til min!« kallaði móðir niður af þriðju
hæð til drengsins síns, sem var að leika sér á göt-
unni.
»Hvað viltu þá gefa mér til, ef eg kem?« kallaði
drengurinn upp til ltennar.
»I*ú skalt, fá fimmeyring!«
En litli snáðinn var nú slungnari en svo, að hann
hlýddi fyrir svo litið kaup og sagði:
»Ne-i, ef þú vilt láta mig fá tiu aura, þá skal eg
koma.
það þarf enginn að vera spámaður eða mikill upp-
eldisfræðingur til þess að geta séð, að þessi móðir
var að ala upp þungan heimiliskross lianda sér. Bað
á hér við eins og viðar þetta orð' frá Drotni: »Pað,
sem maðurinn sáir, mun liann upp skera.
Kæru foreldrar, móðir eða faðir, venjið börnin ykk-
ar á skilyrðislausa hlýðni við ykkur, svo að þau
heimti hvorki aura né annað fyrir það, sem þið heimt-
ið af þeim. Annars alið þið upp i þeim eigingirnina,
löstinn, sem er rót alls ills.