Ljósberinn - 10.04.1926, Qupperneq 4
116
LJÖSBERINN
Pó að húsakynnin væru góð, þá var oft lítið á
borðum hjá kennaranum. — Jarðepli voru bæði fyrst
og síðast í öllum máltíðuin. En þrátt fyrir það var
alt heimilisfólkið hraust og heilsugott, börnin runnu
upp eins og fíflar í varpa. Og glatt var á hjalla á
heimilinu, þrátt fyrir fátæktina, því að blessun Drott-
ins var yfir því; allir bjuggu þar saman í ást, ein-
drægni og friði.
Kennarinn var einkar samvizkusamur og vandlátur
í starfi sínu og liafði mikinn sóma af skólanuin sín-
um. Börnin í skólanum voru dugleg og námfús og
liann kunni tökin á því að halda hópnum í skefjum.
Börnunum þótti ósköp vænt um hann og fulloröna
fólkið heiðraði hann.
En kennarinn góði bjó við miklar áiiyggjur, því að
eftir því sem börnin urðu stærri, því meira þurfti að
kosta til uppeldis þeirra og fræðslu, en tekjurnar
voru hinar sömu.
Pegar áhyggjurnar lögðust á hann, þá gekk hann
inn í herbergið sitt og bað til Guðs, föðursins himn-
eska, og frá hverri bæn kom hann alt af hughraust-
ari og styrkari.
Áriö 1847 var veturinn harður mjög og kom auð-
vitaö harðast niður á fátæklingunum. Uppskeran hafði
brugðist liaustið fyrir og var nú hagur kennarans
hinn krappasti. Ofan á alt annað barst honum í
hendur reikningur frá skósmiðnum og var þá skuld-
in orðin 120 krónur. Nú vissi vesalings kennarinn ekk-
ert hvað hann skvldi til bragðs taka, til þess aö borga
skuldina. Ilahn sá engin ráð. Skósmiðurinn var fá-