Ljósberinn - 10.04.1926, Síða 6
118
LJÓSBERINN
»Hvers vegna fer þú, Svafar?«.
Svafar sneri sér ósjálfrátt við.
»Svafar er dáinn«, sagði hann.
»Nei, sa^ði hún. »Eg veit, að þú hefir látið fríð-
leik þinn fyrir lyfin handa föður þínum, en eg þekti
þig þó óðara á augunum og málrómnum«.
»Elsku sonur minn«, sagði gamli konungurinn, »hví
lagðir þú svo mikið í sölurnar fyrir mig?«
»Átti eg ekki að gera það?« spurði Svafar, og sá
nú að hann gat ekki hjá því komist að segja til sín.
»Ef eg hefði ekki gert þetta, þá ætti eg ekki skilið
að heita sonur þinn«.
»Eg elska þig, þrátt fyrir oprýði þína«, sagði Gerður.
*l'að er gagnlaust«, sagði Svafar örvinglaður, því
að eg hefi gefið fríðleik minn, konugstign mína og
þig sjálfa fyrir læknisdómana, Gleymdu, gleymdu mér,
lofaðu mér að fara«.
»Vesalings sonur minn«, sagði konungurinn, en
hvað þú ert heillum horfinn«. Og Gerður grét beisk-
lega, en Agnar fagnaði með sjálfum sér yfir óförum
Svafars.
En þástóð gamli maðurinn undan Svörtuloftum alt í
einu frammi fyrir kongssjmi.
»Far þú hvergi«, sagði hann alvarlega. »Nú er
reynslutími þinn á enda. Fyrir mörgum, mörgum ár-
um var eg ungur maður, sem lagði þá hamingju
annara í sölurnar fyrir sjálfs míns hamingju, með
mikilli ráðkænsku. En fyrir það var eg rækur ger til
Svörtulofta, og þar skyldi eg fá að eiga vist, unz
eg hitti mann, sem legði sjálfan sig í sölurnar til að