Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 247 »Kalla á hann inn hingað!« sagði ein- hver, »nei, engan veginn. Pá mundi hann krjúpa á kné og þakka Guói sin- um, að hann hefði verið sýknaður, — látió hann aðeins vita, að hann sé sýkn- aður, og leiðið hann svo til dyra, en se,.?ið honum, að honum sé frjálst að halda áfrarn starfi sínu«. Allir féllust á þessa tillögu. ------------ Barnslegar samræður. Fjórir smádrengir voru að tala sam- an um flóðið mikla eða syndaflóðið öðru nafni. Einn var þá spurður, hvaó hann mundi hafa gert, ef hann hefði þá verið uppi. Hann sagði: »Eg hefði hlaupið inn í svefnherbergi mömmu og lokað að mér«. »Eg _hefði klifrað upp í trjátopp«, svaraói annar. »Eg hefði gengið upp á tindinn á hæsta fjallinu hérna í grendinni«, sagði sá þriðji. En sá fjórði sagói: »Eg hefði beðist fyrir og sagt: »Guð minn góður. hjálpaðu mér og láttu Nóa koma með örkina«. Enginn þessara þriggjá.drengja hefði komist lífs af. Vatnið tók 15 álnir yfir hæstu íjöll. Við getum alls ekki frelsað okkur sjálf; ,en við getum beóió Guð og hann getur sent okkur hjálp og bjarg- ráð í hinum mestu lífshættum. Fjórði drengurinn var mestur þeirra allra, því að hann vildi ákalla Guðs heil- aga nafn. Og það er líka hið bezta, sem vér getum gert í allri vorri neyð og and- streymi. ------^XS><«—-- Ríkulegur ávöxtur. Trúuð kona í Lundúnum gekk eitt sunnudagskvöld til guðsþjónustu. Á leið- inni sá hún hvar nýfermdur unglings- piltur, sem hún þekkti, hafði slegist í för með glaummiklum lagsbræðrum, sem voru á leið inn í drykkjukrá. Hún kenndi í brjósti um þennan unga mann og lagöi að honum aó fara held- ur í kirkju með sér — í hús Drottins. Hann hugsaði sig dálítið um, en fór síð- an meó henni. Presturinn hafði þetta að ræðutexta: »Því að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyr- irgeri sálu sinni? Eða hvaóa endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?« Þessi orð frelsarans hrifu sál hins unga manns, svo að hann sneri sé?- ti1 Drottins, varð ötull og áhugasamur með- limur í söfnuði sínum. Hvað haldió þið að svo hafi oróið úr honum? Hann varð síðar hinn frægi kristniboði og píslar- vottur, John Williams, »postuli Suður- hafseyja«. Bæn bóndans. Bóndi nokkur átti fullar hlöður af korni; hann bað Guð daglega að bæta úr skorti fátæklinganna; en ef einhver beiddi hann sjálfan hjálpar, þá svaraði hann, að hann mætti ekkert missa. Einu sinni, er hann var búinn aó biðja þessa bæn sína, þá sagði litli drengur- inn hans við hann: »Eg vildi, að eg ætti allt kornið, sem er í hlöðunum þínum«. »Hví þá það?« spurði bóndi. »Þá mundi eg gera þaö, sem þú bið- ur um«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.