Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 15.08.1931, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 251 þetta væri, svo að þeir gætu náó sara- bandi við ættmenn þess og vini. Þar sem fiskimaður og tveir upp- konmir synir þeirra hjóna voru í fiski- róðri, þá var nóg rúm í kofanum fyrir litla skipbrotsdrenginn, og konan gerði það allt fyrir hann, sem hún mundi hafa gert fyrir börn sín. Davíð hafói fölskvalausan hug' á þess- um nafnlausa dreng, sem enginn vissi deili á. Honum fannst sem hann hefði aldrei á æfi sinni komist í hálfkvisti við hann aó fríðleika, þótt hann væri náföl- ur og lægi þarna hreyfingarlaus, og hann gjörði sér svo skáldlegar hug- myndir um hann, sem börnum er svo títt, einkum ef þau hafa fjörugt ímynd- unarafl. Hann hugsaói, að það mundi koma í ljós, að hann væri kóngsson, enda þótt Davíð litli hefði enga hug- mynd um, hvers konar kóngsson þaó eig- inlega væri. Hann þreyttist aldrei á því, að standa við rúmið og horfa á föla and- litið á koddanum, þegar móðir hans var að hlynna að veika drengnum, og hann tók nákvæmlega eftir svip og hreyfing- um læknisins, er hann kom að vitja hans daglega og skoða hann. Hann mundi heldur hafa viljað standa allan liðlangan daginn inni í litla herberginu, ef móðir hans hefói eigi lagt að honum að g-anga úti nokkrar stundir á degi hverjum; en alltaf þráði hann að koma sem fyrst heim aftur, og fyrsta.spurn- ingin hans var ávallt hin sama: »Er litli drengurinn ekki vaknaður enn?« Og' nú, er hann stóð og einblíndi á litla andlitið, þá tók hjartað að berjast' ótt og títt í brjósti hans, og andardráft- ur hans fór að verða tíðari, því. að hann sá, að löngu, svörtu augnahárin, sem féllu niður á vaxfölar kinnarnar, tóku að titra og lyftast hægt og hægt, og á næsta augnabliki mættust stóru og dökku augun ókunna drengsins og aug- un hans. Þaó var meóvitund í því augna- ráði, engin undrun né spurningar. Það var samskonar svipur og á litlu barni, sem er aó vakna af svefni, ómeðvitandi um það, sem í kringum það er; en Davíð litli rak upp hálfkæft hljóó, og spratt þá móðir hans upp og kom til hans. Stóru og svörtu augun sneru sér nú að henni og hún lagði höndina á herðar Davíðs litla. »Hlauptu nú, sem skjótast, til læknis- ins, drengur minn!« sagði hún í lágum rómi. »Þú mátt ekkert tefja á leiðinni. Vertu svo fljótur að sækja hann, sem þú getur«. Þaó var óþarft að segja við Davíð, að hann fnætti eigi tefja. Hann þaut af stað óðar en hún slepti orðinu. Lánið var með Davíð litla þennan dag- inn, því aó hið reynda og glögga auga læknisins hafði um morguninn séð breytingu á svip litlá sjúklingsins síns, og var aftur kominn á ferðina til að vitja hans sama daginn, svo að þeir Davíð mættust, er hann : hafði gengið hálfan fjórðung leiðarinnar. Davíð sagði honum fréttirnar með svo miklum ákafa, 'að hann náði varla andanum, og' greiddi þá læknirinn gang- inn, svo að hann var kominn að slag'- bekknum að tveim mínútum liðnum. Drengurinn litli hafói snúió sér undan birtunni og lokað augunum að nýju; en er læknirinn lagði mjúka og kalda hend- ina á enni hans, þá titraði hann lítið eitt við,. opnaði dökku augun og festi þau á lækninum. »Jæja, litli snáóinn minn, hvernig líð- ur þér þá?« spurói læknirinn ógn blíð- lega. En drengurinn leit bara spyrjandi á hann, en sag'ði ekkert. »Getur þú sagt mér, hvað þú heitir, drengur minn«, spurói þá læknirinn aft- ur; en hann svaraói enn engu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.