Ljósberinn - 01.03.1936, Page 12

Ljósberinn - 01.03.1936, Page 12
58 LJOSBERINN SÖGURNAR HENNAR MÖMMU Gullkistillinn. Einu sinni var kóngsdóttir, sem bjó í stórri höli Hún var bæði ung og fögur, en því miður var hún drambsöm og vond. Ef húin sá eitthvað fallegt vildi hún eiga það, og hún var kuldaleg við alla sem nálægt henni voru, nema bara við bróður sinn; við hann var hún alt af góð. En bróðir hennar gat ekki skilið, hvers vegna Stella var svo önug og leið- in,leg við alla, því að hann var alt af vingjarnlegur og öllum þótti vænt um hann. Svo var það dag einn, að gömui kona kom gangandi heim að höllinni. Hún var fátæklega klædd, en í .hendinni hélt hún á kistli, sem var glóandi eins og hann væri úr gulli. »En hvað þetta er fajljegur kistill,<; sagði kóngsdóttir, »hann væri hæfilegur handa mér, til þess að geyma gullstássiö mitt í honum.« »Kona.n vill máske selja hann,« sagði kóngsson, »ég skal láta hana koma hing- að til þín.« »Vilt þú selja skrínið fyrir tíu gull- stykki?« sagði kóngsdóttir drembilega, án þess að heilsa konunni eða bjóða henni sæti. En konan hristi höfuðið. »Ég vil ekki selja það. En ég vil gefa kóngsdóttir það, með einu skilyrði,« sagði konan. Kóngsdóttir leit mðilega til konunn- ar, en bróðir hennar spurði vingjarn- lega, hvað það væri. »Það er að kóngsdóttir breyti um hátt- erni, verði vingjarnleg og góð, og ágirn- ist ekki alt sem hún sér.« »Hvernig vogar þú þér að tala, kerl- ing; burt með þig,« sagði kóngsdóttir bálreið. »Ég læt skrínið verða eftir,« sagði kon- an, »en þú skalt ekki ljúka því upp fyr en þú ert 18 ára, ef þú hefir ekki breytt um líferni, því annars fer illa fyrir þér.« Að svo mæltU; fór gamla konan, og vissi enginn hvað af henni varð. Stella tók kistilinn og fór með hann upp í herbergi sitt, og setti hann á borð við rúmið sitt; átti hún að opna kistil- inn strax eða fara að orðum gömlu kon- unnar? Að lokum afréð hún að taka ekki ákvörðnn um það fyr en næsta morgun. Þegar hún var sofnuð um kvöldið, læddist kóngsson inn í herbergið. »Ég ætla að> taka kistilinn og geyma hann þangað til Stella verður 18 ára,« hugsaði hann, »til þess að hún brjóti ekki boð gömlu konunnar.« En um leið og hann tók kistilinn, rann hann úr hendi hans og datt á gólfið, og við það vaknaði Stella. »Hvað ertu að fara með kistilinn?« hrópaði hún bálreið og þreif af honuni kistilinn um leið og hann var að taka hann upp; en við það hrökk lokið á kistlinum upp og þykka móðu lagði upp úr honum, sem huldi alt; prinsessan misti meðvitundina og vissi ekki af sér.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.