Ljósberinn - 01.03.1936, Qupperneq 14
60
LJÖSBERINN
Föst handtök.
»Góðan daginn,
gamli skrjódur/«
»Gódan daginn,
kisi minn«.
Æ, œ, sleptu,
elska góður.«
»Er ég skrjódur,
kisi minn?«
Ekki svo heimskur.
Skóladrengur, sem var álitinn frem-
ur einfafdur, kom einhverju sinni inn
í garð garðyrkjumanns nokkurs til þess
að kaupa af honum tröllepli (melónur).
Garðyrkjumaður benti honum á tröll-
eplabeðinn og sagði honuro, hvað tröll
eplin kostuðu, en verðið var roismunandi
eftir stærð þeii'ra, frá 50 aurum upp í
5 krónur fyrir hin stærstu.
Drengurinn valdj hið allra minsta af
þeim, og sagði um leið: »Það er ágætt,
þá kaupi ég þetta. En þú mátt ekki
skera það af núna. Láttu það' bara vera
þarna þangað til ég kem aftur að sækja
það að hálfum mánuði liðnum.«
Litli porparinn.
Við skóla einn í Osló sagði einn af
drengjunum frá því að systir hans hafði
fengið mislinga. Kennarinn sagði hon-
um þá að fara heim undir eins, og vera
heima, þangað til systur hans væri batn-
að. —
Þegar drengurinn, sem var hinn kát-
asti, va.r farinn, rétti einn af skóla-
bræðrum hans upp hendina.
»Nú, hvað vilt þú?« spurði kennarinn.
»Eg vildi bara segja frá því, að syst-
ir hans, sem hefur fengið mislingana, á
ekki heima hér í Osló, heldur á Ha,mri.«
Skrítlur.
Sljfgl litli: »Mamma! ég sá rottu hlaupu
um garðinn áðan.«
Móð'irin: »Hvaða vitleysa er ]>etta! IJ ð hefi;
bara verið ímyndun.«
Siggi (eftir litla stund): Mamma'. Hefui
imyndunin langan hala?«
Heir: »Hvað heitir hann sonur þinn, Anna?
Annn: »Hann heitir Hans.«
(Jeir: »Hans? Er það nafn einhvers ættir.gja
þíns?«
Anna: »Nei, hann heitir í höfuðið á kóng-
inum.«
Geir: »Kónginum? Ekki heitir ha'nn Hans.
Auna: »Jú, hann heitir nú einmitt Hans
Hátign!«
Fcrðamaðiir (mætir tveim drengjum á götu;
er annar þeirra 8 ára, en hinn 5 ára; seg;ir
við þann eldri): »Er þetta bróðir þinn, sem
með þér er?«
Drengurinn: ,1’essi litli drengur? Nei, fg
er brððir hans.«
Kennari: »Hver álítur þú að hafi veriö
mesta stórmennið, sem uppi hefur verið í
heiminum?«
Drengur: »Það er liklegast Golíat.«
PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR