Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 5

Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ JÁl iafnaðar=samksndin. Brot úr liug'vekju. Yér lesum meira um andleg efni og trúmál, og hugsum íleira um þau en feður vorir. Og í sambandi við það er því oft haldið fram, að guðs- dýrkun vor muni snúast meir og meir til lesturs og hugsana og einslegra bæna, en aftur muni strjálast um eiginlegar safn- aðarsamkomur til guðsdýrkunar. Færi nú svo, væri mikið mist og ísjái’verð hnignun væri ])að, ])ótt þvi samhliða kynni að mega tala um aukið and- legt líf. Fúsastir munu þeir að sanna það og viðurkenna, sem sjálfir geyma Ijúfar endurminningar um það, að þeir hafi far- ið af guðsþjónustusamkomu safnaðar með hita í hjartanu, hvíldir og styrktir. Því fleiri og skýrari sem þær’endurminn- itigar eru, því betur kannast þeir við rnissirinn. Miklu síður kannast þeir við það, sem finst aö þeir Iiafi oftar og oftast farið burt úr kirkjunni með hjartaö kalt og tómt, og verið enda leiðir. Oftast munu þeir þá hafa kent prestinum um það, hafi þeir á annað borð farið að hugsa um það. Þeim fanst ekki presturinn fara með neitt sem til þeirra gat náð. Stundum kendu þeir það söngnum, eða ein- hverju öðru sem fyrir eyrun eða augun bar. Sjaldnast munu þeir hafa hugsað um þann þáttinn, sem þeir sjálfir áttu í því, að þeir fóru jafnnær úr kirkjunni, eða enda miður. Og nú á það þó einmitt svo vel við mannseðlið að hópa sig saman til að reyna að komast í barnasambandið við föður- inn á himnum. Það er sagt um Kvekarana, að það eigi sér stað hjá þeim eða hafi átt sér stað, að þeir hafi setið hljóðir á guðsþjónustu- samkomum sínum fram úr. Það gat hitzt svo á að orðið kom ekki yfir neinn þar inni, karl eða konu. En samkom- an sú var engu síður sannuppbyggileg, einmitt sjálf samvist vin- anna, lil styrkingar trúnni og bróðurkærleikanum. Eldur brennur af eldi, og funi kveikist af funa. Vér vitum það eigi. Vér þekkjum eigi vor eigin eðlislög, ekki nema lil hálfs enn þá, en vér finnum það á oss, og sjá- um æ fleiri bendingar til þess, að vér erum allir greinar á binum sama lífsstofni. Sami lífstraumurinn leikur um oss alla.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.