Nýtt kirkjublað - 15.06.1909, Side 6
142___ NÝTT KIEKJUBLAÐ
Komum vér á hina sameiginlegu guðsþjónustu með barns-
lundina við guð og með bróðurhugann til þeirra sem ásamt
oss leita hans á þeirri stundu, þá leikur um oss heita trúar-
loftið þar inni, straunmrinn b'er oss, allið samrunna hrífur oss.
Og sjálfir léttum vér og löðum, hver um sig, um leið sálir bræðra
vorra og systra inn í lífssarnbandið við guð.
Vér berumst og berum i senn, eins og lækirnir smáu og
mörgu runnir saman í elfuna einu og stóru.
Þetta er safnaðar-sambendin, óumræðanlega og óbætan-
lega. Það var hún sem var svo aflmikil í hinum fyrstu
kristnu söfnuðum sem vér höfurn sögur af. Það var hrær-
ing heilags anda, sem var þeim svo áþreifanlegur virkileiki,
að þeir fundu eigi betur en að sjálfur staðurinn lirærðist,
húsið bifaðist, þar sem þeir voru saman komnir upp á loftinu.
Nokkuð má skýra það, og nauðsynlegt er að hugsa um
það ogtalaum að, hvað það er margt og margsháttar. stórt og
smátt sem spilt getur safnaðar-samkendinni og Iíka eflt liana.
Aldrei verður það rælt og rakið lii hlítar. Það verður fyrst og
fremst að lærast við að lifast.
Og einmitt þess vegna á steypumótið Iivergi síður við en
þar, þar sem um lifandi líf er að ræða, sem altaf prjónar
sér sjálft haminn, af eilífri ríkdómsgnótt.
Og annað orð verður þú að festa þér í minni, kristni vin:
Fyrsta og stærsta sporið til safnaðar-samkendar er að þú
komir sjálfur inn í kirkjuna með safnaðarhuginn:
Að þig langi þangað inn. Að sál þín lifi og hrærist í
])ví sem þar fer fram. — —
Heimtaðu ekki ofmikið af prestinum, en bið þú með
honum og bið þú fyrir honum!
Vertu ekki hótfyndinn við sönginn, en syng þú með
sjálfur!
Láltu ekki endurtekningarnar þreyta þig. Orðin þau
hafa haldið, og halda, um liðnar og ókomnar aldir, miljónum
— miljónum sálna í hfsstrauminum frá guði og tii guðs. Og
í orðunum þeim lifir hann og laiar til þín frelsari þinn og
herra safnaðarins, sem einn megnar að leiða oss til hinma-
föðursins. Einmitt í söfnuðinum, í samvistinni, eru orð hans
og sakramenti áhrifamest, ok kærleiksvald hans nær þá
beztum tökum á hverjum einstökum. Hjá biðjandi söfnuði