Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KHISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1910. Reykjavik, 15. marz. 6. blað elsteðs 9§ dra. Guð margar fagrar segir sögur, og saga þín er ein af þeim. Hún öllum þykir furðu-fögur; hver fósturlandsins sannur mögur við henni tekur höndum tveim. Hér upp tókst guði sögu’ að segja, — ef svo að orði kveða má. Oss þráðinn langar til að teygja, þótt taki nú að enda’ að sveigja. Svo vel hann segir sögu þá. Guð lét þá sögu lengi treinast, hun lengur gæti treinzt oss enn. Þar eitthvað gott mun enn þá reynast. Við endann ljúki guð sem seinast. Það gleður alla góða metín. Og þegar loksins Iyktar saga, eg lokið góðri skemtun tel. Hún gaf oss marga glaða daga; til góðs mun alt að Iyktum draga, og fagra sagan fara vel. V. B.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.