Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Side 2

Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Side 2
66 NÝTT KIRKJUBLAÐ iíapfsGmi og siefna enskra fríkirkna. Sú stefna birtist bersýnilega hjá ftllum enskum fríkirkj- um nú á dftgum að deila sem minst verður lijá komist um mismunandi trúarkenningar, enda þær, sem mesturn ágrein- ingi og ófriði ollu fyrir einum mannsaldri siðan. Þetta ein- kennir eigi síður Meþódista og Baptista og aðra forna strang- trúarflokka. Það virðist ekki lengur vera fjærri vitund flestra forvígis- manna allra trúarflokka, að trúarskoðanir geti ekki staðið í stað hjá mftnnum fremur en allar aðrar skoðanir, að alt and- legt lif hljóti að vera á hreifingu einsog blóðið i hverju lífs- kerfi, ella sé afturfftr og dauði vis. Og þótt hinir strangari flokkar séu trauðir til að breyta fornum kenningum og haldi dauðahaldi í kreddur sinar og kirkjulegt skipulag, setningar og siði, er þó þessi framsóknarstefna á dagskrá hjá hverju dug- andi kirkjufélagi — og ekki sízt hjá hinum duglegasta trúar- flokki Englendinga, sem Meþódistar kallast, og telja nærfelt sjfitta hluta landsmanna. Sama gerir sjálf ríkis- eða biskupakirkjan, að mftrgu leyti. Auðvitað er það, að hver kirkja kennir trúarlega sín- ar sérstöku greinir, t. a. m. Meþódistar endui'fæðinguna, Bapt- listar skírn fullorðinna, og Biskupakirkjan sinn enska „endur- bætta“ páfadóm, En þegar út i lífið og starfsemina kemur, minka allar mótsetningar, svo það sem að greinir verður æ miuna en hitt, sem sameinar. Skal nú benda á nokkrar starfsemdir, þar sem allir, að minsta kosti frkirkjuflokksmenn, starfa nálega í einum anda, og stundum í sameiningu. Fyrst er þá að nefna skólamálið. Þar vinna állir frí- kirkjumenn að sarna markmiði: að gera barnaskólana ríkis- skóla, en losa þá við hin flóknu og ósamkynja yfirráð hinna mftrgu trúarflokka í landinu. En þar er biskupakirkjan enn þá Þrándur í Götu, þótt mjög hallist á hennar hluta. Full yfirráð skóla fær hin verzlega stjórn ekki, fyr en sú kirkja verður „frí“kirkja. Hvað trúbrftgðin snertir, vilja fríkirkjumenn að í almennu skólunum sé bftrnutn einungis kendar hftfuð-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.