Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ
67
greinir allra kristinna trúarbragða, en heima sjái söfnuðir,
prestar eða sunnudagaskólar, fyrir sértrúar-kenslunni.
Önnur alsherjar starfsemi fríkirknanna eru sunnudaga-
skólar landsins, afar-stórfeld og ómissandi stoinnn nú á dög-
um, og ekki sízt í fjölmennu borgunum. Fjöldi barna og
unglinga fer í þeim á mis við alla góða tilsögn, þrátt fyrir öll
skólalög, þvinganir og eftirlit. Þessir skólar skifta tugum
þúsunda og þó fjölgar þeim árlega árs Og þó er hitt meira,
að þar er alt gefins og kennararnir starfa af sjálfshvöt og
launalaust. Og hvaða kennarar? Karlar og konur, oft af há-
um stigum, en ætíð úrvalsfólk. Mega menn að vísu fara og
koma eftir eigin vild, en þó skulu þeir, sem írá fara, fá aðra
í sinn stað, ef því verður viðkomið. Hvað er kent á þeim
skólum? Eftir þörf og ástæðum eða þá ósk hinna ungu.
En ávalt er í fyrirrúmi höfð guðrækni og góðir siðir; valdar
greinir úr ritningunni eða öðrum beztu bókum, svo og úr
sögu landsins eða heimsins eða náttúrunnar Ótölulegir mæt-
ir menn eiga að þakka þessum ókeypis skólum sínar beztu
stundir, beztu fræðslu og stundum alla hamingju i lifinu. Eng
lands frægustu menn, eins og Gladstone, Chamberlain, John
Bright, Gordon, hetjan, og ótal aðrir, hafa á yngri árum kent
í sunnudagaskólum. Slíkt hið sama hafa gert ótal kven-
skörungar landsins.
Eitt aðaleinkenni fríkirkna, hvar sem þær eru með nokkru
lífi, er hluttaka safnaðanna í öllu góðu verki.
Ekkert sýnir betur dauðann og dauðamörkin á voru kirkju-
félagi (ef félag mætti heita), en hinir nýju safnaða- og hér-
aðafundir. Þeir fáu, sem fást þar til að mæta, koma þar
fram eins og værn þeir úti á þekjn eða hefðu gleymt erind-
inu. Þetta kemur ekki af tómri deyfð eða sinnuleysi, heldur
meðfram af innrættu hluttökuleysi manna frá gamalli tíð í
kirkjumálum, og þeirri /tugsun að alt slikt sé prestanna sak-
ir, en ekki leikmauna. A Englandi er þetta öfugt, einkum í
fríkirkjunum; þar álítur hver einasti safnaðarmaður, sem
nokkuð kveður að, að sér séu öll slík málefni viðkomandi.
Enda eru verkefnin ávalt nóg fyrir hendi — ekki handa prest-
um einum og safnaðarnefndum, heldur öllum söfnuðinum,
körlum og konum.
í hverri viku eru kirkjublöðin full af tíðindum um það