Nýtt kirkjublað - 15.03.1910, Qupperneq 6
7° ^ NÝTT KIRKJUBLAÐ ^
Gjaldabreytingin 1909
kemur eílaust misjafnlega niður í kirkjureikningunum
1909. Sóknargjaldaliigiu nýju ætlast berlega til tvöfaldra
gjalda 1909— bæði eftir gömlu og nýju Iðgunum. Tiundirnar
falla á í apríl og mai, og þá voru nýju lögiu eigi komin í
gildi, og kirkjugjald af húsuni er fyrst afnumið frá fardögum
1909, en það gjald frá uppiiafi tekið og greitt eftir sig í far-
dögum, og munar margar kirkjur stórum um það, að eigi
falli það gjald niður 1909, því að enginn minsti eíi er á því
að greiða ber Ljóstollur og lausafólk^gjald, sem féll í gjald-
daga 31 des. 1908, er hér í Reykjavík og sunistaðar annars-
staðar fyrst innbeimt 1909 og kemur því og til reiknings
gjaldabreytingaárið
Það ákvæði um kirkjugjaldið, að hækkað verði eftir kröfu
forráðamanns getur komið injög bart niður þar sem húsa-
gjald hetlr verið mikill hluti teknanria, t. d. þriðjungur tekna
kirkjunnar komið frá húsagjaldi og lausafjártíund frá hval-
veiðastöð. Landsstjórnin mun tæplega þykjast geta synjað
kröfu, reikningslega réttri, frá kirkjueiganda. En það ætti
söfnuði að geta lcomið til varnar, bjóðist hann að taka við
kirkjunni svo sem hún stendur með sjóði eða skuld, eftir úr-
skurðuðum reikningi. Þiggi kirkjueigandinn eigi það boð, er
full þarfleysa að hækka fyrir hann kirkjugjaldið enda eigi í
lögunum nema heimild.
Sira þorsteinn Þórarinsson
beiðist nú lausnar frá prestskap í næstu fardögum. Öid-
ungnum farast svo orð í lausnarbeiðni sinni:
„Fyrir guðs náð á ég margar gleðilegar endurminningar
frá þessum rúmra 50 ára embæltisferli, en margt er líka erfið-
leika og þrautasporið, og því brestur mig þrótt og þrelc til
þess að berjast lengur undir merkjum Krists og kirkjunnar
eins vel og ég hefði óskað, og eins ötullega og nauðsynin
krefur“.
Síra Þorsteinn, sem haldið hefir svo góðri heilsu fram
undir áttræðisaldur, og er nú á 79. ári, kvartar sérstaklega und-
an þvi að liann búi altaf að liinurn erfiðu ferðalögum, þegar
hann þjónaði Hálssókn frá Berufirði, nú er það alt sam-