Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Page 4
NÝTT KIRK.TUBLAÐ Í9é tilverunni á jiessum útkjálkuni lands vors, þar sem í raun og veru engin mannabygð ætti ab vera. „En röm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“ og einnig hér eru trygðin og ástin til átthaganna sterkari en „mér liggur við að segja“ dauðinn. Hvilíkur munur á hinum köldu faðmlögum Hornstranda- þokunnar, er mætti okkur við Horn, og sumarblæuum þíða og hlýja er baðaði um vanga vora, er Botnia skreið í glaða sól- skini inn Skagafjörð að morgni hins 7. júlí. Fjörðurinn minn fagri var í hátíðabúningi þennan dag, eins og hann væri þegar farinn að búa sig til hátíðarinnar „Heima á Hólum“ næsta sunnudag. Nokkuð var það, að hann fór ekki úr þeim hátíðabún- ingi sínum meðan á þeirri hátíð stóð. Frá Sauöárkrók ej' fjögurra til fimm tíma reið „Heim að Hólurn." Mér þótti leiðin frá eystri Vötnunum upp á Hrísháls ærið löng og þó er hún lítið meir en stundar reið. En á Hríshálsi sér fyrst „Heim að Hólum“, þegar komið er vestur yfir Skagafjörð beina leið. A þessnm stað var eg staddui- kvöldið 8. júlí. Hjaltadalur blasti við og Hólar í miðjum dal í fagurii og grösugri hlið undir Hólabyrðu, Raftahlíð hinni fornu. Aftanskinið sló rauðleitum bjarma á Hólabyrðu og stað- urinn var sveipaður geislablæju kvöldsólaiinnar. Mér þótti yndislega bjart yfir Hólum, er blöstu þarna við mér í fyrsta sinni á æfi minni. Innan lítils tíma var eg þá kominn „Heim að Hólum“. Mai'gar myndir liðinna alda risu upp í huga minum þessa kvöldstund á Hríshálsi, sumar blíðar og bjartar, en sumar ægilegar og dimmar. Tignai'legasta og fegursta myndin af öllum var þjóðhetj- an og píslarvotturinn Jón Arason. Þegar líkfylgd hans og sona hans kom á Hrísháls, segir þjóðsagan að Likaböng, kirkjuklukkan mikla í Hóladómkirkju, hafi sjálfkrafa tekið að hringja og i'ifnað. Eáorð en álakanleg lýsing þess ofurharms, er Norðuj-land var lostið við aftöku Jóns Arasonar. En um þessar mundir reið ekki dauðinn og harmurinn í broddi fylkingar „Heim að Hólum“ eins og vorið 1551.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.