Nýtt kirkjublað - 01.09.1910, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 197
Mörg hundruð fjörugra og kátra karla og kvenna á Norð-
urlandi ferðuðust þessa dagana „Heim að Hólum“ til að vera
sjónarvottar að nýrri Hóladýrð.
í þessum hugleiðingum reið eg, eini gesturinn úr Vest-
firðingafjórðungi, í garð á Hólum kl. 11 að kvöldi hins 8.
júlí síðastliðinn.
Dagarnir sem eg dvaldi á Hólum eru einna skemtilegustu
slundirnar ú æfi minni.
Og nú þarf eg heldur ekki að fyrirverða mig fyrir að
hafa ekki komið „Heim að Hólum“.
Sigurður Stefánsson.
Indurminningap og Yonir.
Brol úr rœðu Árna prófasts Björnssonar í Hólakirkju laugardags-
kveldið 9. júlí 1910.
. . . Vér sitjum i kveld, vornæturljósinu reifaðir, í helg-
um steini, helgasta steini þessa lands, með endurminningarn-
ar að baki oss, og vonirnar framundan oss. Og sjá! Þau
líða fram hjá vorri sjón stórmennin, andans atgerfismennirnir,
sem, með Kristi kross í hendi og hjarta, voru ljósberar þjóð-
ar vorrar um langau aldur. Vér göngum í dag á gröfum
þeirra, en guðsríkisstarfið hinna ágætustu þeirra lifir i vorum
sálum, og verður oss til hjálpra’ðis fyrir drottins náðarkraft,
hvort sem vér viljum það vita eða ekki vita, viðurkenna eða
ekki viðurkenna. — Það er því líkast sem lifum vér nú í
ljósgeislum alls hins góða og göfuga, sem drottinn hefir streyma
látið yfir land vort og þjóð heiman frá Hólum á horfnum
öldum.
Vér sitjum hljóðir, i lielgri alvöru eins og finnum vér
allir, að andar góðu göfugmennanna foj-nu væru oss hér ná-
lægir til þess að bægja öllu illu og óhreinu, og leggja blessun
sína yfir samkomu þessa og samstörf vor.
Lotning og virðing, samfara þakklátsemi og auðrnýkt, —
jiþað eru tilfinningarnar, sem ríkast ættu í vorum sálum að
búa í kirkju þessari, — Hér skamt frá oss, í Neðra-Ási lét