Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.01.1911, Blaðsíða 2
18 NÝTT KIRKJtJBLAÍ) gætu nokkurnveginn svarað út úr því orði til orðs. Sum greind börn gátu jafnvel, komist upp á þessa andlegu leikfimi í svörunum, sem eg met jafnan svo lítils og ht-fi óbeit á. Sum gátu aftur samþýtt sér alt hið einfaldara og gert sér það ú- vaxtarsamt. En þau voru tiltötulega fá, sem áttu það hið minsta kverinu að þakka. Eg fann að þetta var ekki rétta leiðin. Eg fór að reyna að velta þessu fyrir mér á ýmsa vegu, og var í fullu ráðaleysi með það. Og til þess að reyna að átta mig á því, ritaði eg tvær greinar í „Tímarit um upp- eldi og mentamál“, en þær eru fullar með ráðaleysi sem von var, og enginn tók þá undir til þess að ræða málið ítarlegar. Svo stóð eg enn á miðri leið. Eg liefi síðan athugað málið enn við og við og reynt að breyta til á ýmsa vegu, en hefir ol'tast rekið einhversstaðar upp á sker, og kenni eg það mest tímaskorti, þar sem eg hefi haft þrjár kirkjur að þjóna. Og héðan af býst eg ekki við að geta komist fram úr þeim vanda. En það sem mér hefir komið helst til hugar, þó aldrei hafi eg getað framkvæmt það, skal eg setja hér fram i fám orðum. Það blandast víst engurn hugur um það að kristileg „upp- fræðing“ á að miða til þess eins, að gera börnunum Ijóst sam- band þeirra við drottin sinn og frelsara og vekja þannig trú- arlíf í hjörtum jieirra. Og það trúarlíf á að birtast í kristi- legu líferni. Ollum mönnum er víst áreiðanlega guðssam- bandið innrætt, en það er óljóst. og sveipað ótal skýjum og skuggum, sem hylja guð að meira eða minna leyti fyrir þeim. En eg skal nú ekki fara lengra út í þetta mál. Eg hefi gert það áður („Opinberun guðs“). En það er án alls efa hlut- verk prestanna að glæða þetta guðssamband, eins og það ligg- ur fyrir í barnsmeðvitundinni og í barnsh artanu, glæða það þannig, að barnið geti fundið, að það stendur einmitt í svip- uðu sambandi við guð eins og við föður sinn og móður sína. Það er að glæða kærleikssambandið við guð, vekja hug barn- anna til þess að þau læri að elska hann, en líta þó um leið upp til hans sem skapara þeirra og föður, drottins þeirra og frelsara. Það er að koma börnunum inn á þá leiðina, að þeim geti lærst að koma til guðs í gleði jafnt og í sorg, í vandræðum þeirra og raunum jafnt og í fögnuði

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.