Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Side 2
bo
ftÝTT KTRE.nJBLAÐ
síra ®on oq frú Hdra.
Myndin af þeim hjónum í Winnipeg átti að koma í nóvem-
berblaðinu árið sem leið, þegar þess var að minnast, að þau
höfðu verið 40 ár í hjónabandi. Þau giftust í Reykjavík 15.
nóvember 1870. Var þess dags hlýlega minst vestra. En
það stóð á því fyrir blaðinu að fá myndina gerða, og kemur
hún því fyrst nú.
Frú Lára er elsta dóttir vors ágæta „söngföður,“ Péturs
organista Guðjohnsen, er mjög söngelsk og söngfróð, sem öll
þau systkin, og ofmæli er varla að heitið gæti „móðir“ kirkju-
söngsins hjá löndum vorum vestra, hefir unnið honum á-
kaílega mikið til bóta með félagsforgöngu. „Laufblöðin“ henn-
ar með úrvalslögum eru og eigi síður á mörgum söngelskum
heimilum hérna megin hafsins. Frú Lára hefir verið höfuð-
skörungur íslenskra kvenna vestanhafs, í forystu ýmislegs góðs
félagskapar, og þá sérstaklega í safnaðarstarfseminni.
Síra Jón hefir oft í tali við vini sína minst þeirrar miklu
blessunar fyrir prestinn, að eiga konu með skilninginn og
áhugann á því verki sem presturinn er að vinna og vill vinna.
Talar hann þar af eiginni raun.
pverjir verða hólpnir?
Erindi flutt í „K. F. U. M.“ í Bvík.
II.
Eg hefi með þessu, sem eg nú hefi sagt, viljað bregða ofur-
lítilli birtu yfir spurninguna, hvað það sé að trúa. Orð Jesú: Sá
sem trúir mun hólpinn verða,“ sá sem ekki trúir mun fyrirdæmd-
ur verða, gætum vér samkvæmt þessu orðað einnig á þessa leið:
Sá sem gefur guði lijarta sitt. mun hólpinn verða, sá sem ekki gefur
guði hjarta sitt mun fyrirdæmdur verða. Og þá vona eg líka,
að þér farið að skilja orðin hjá Jakobi, sem svo löngum hafa
hneykslað menn, og því fá aldrei að heyrast í hinni kristi-
legu prédikun: „Hvað stoðar það bræður rnínir, þótt einhver
segist hafa trú, en hefir ekki verk? Mun trúin geta frelsað