Nýtt kirkjublað - 01.03.1911, Side 16
64
NÝTT KIREJUBLAÐ
Svo fer stundum um sæmdarkerin á heimilinu, að þau eru brotin,
og þeim er burt kastað, en vansæmdarkerin haldast ósködd.
Svo að eg víki aftur að sögunni, þá óskaði eg að kollega
minn færði hana í letur og léti fleiri en mig njóta hennar, til að
sýna fólkinu með dæmi úr daglega lifinu, hvað bænin orkar, og
svo þetta undarlega atvik - hending er það ekki—: hentugi tím-
inn, þegar kollega fær viðurkenninguna fyrir læknisráðið. t það
skifti hét höf. ekki neinu góðu um að segja alþýðu söguna. Svo
ámálgaði eg enn tilmæli mín í bréfi til hans, og skýrði honum
frá, að eg notaði söguna hans til að benda börnum og unglingum
á mátt bænarinnar. £>á sendi hann mér litlu síðar þessi blöð með
þeim ummælum, að eg mætti gjöra við þau, hvað eg vildi, en þó
ekki láta sín við getið.
Svo er eg komin að þessum blöðum, sem eg nú sel i hendur
ritstjóra N. Kbl. með sömu réttindum, sem eg hefi haft til með-
ferðar á þeim.
Sira Guttormur á Stöð.
Heiðurssamsœti héldu Stöðfirðingar i sumar sem leið þeim lijónum
sira Guttormi og frú Þórhildi konu hans og gáfu þeim gjafir. Kvœði
voru flutt, og var þar hinn besti fagnaður.
l.ausn frá prestskap
hefir síra Benedikt Kristjónsson að Grenjaðarstað feugið. Hann
vigðist að Skinnastað 1869, var þar 4 ár og önnur 3 á Helgastöðum,
og kom að Grenjaðarstað 1876. Hann varð 70 óra 5. nóv. f. á.
Laust prestakall.
Grenjaðarstaður: Grenjaðarstaðar, Ness, Einarsstaða og Þverór-
sóknir. Auglýst 22. febr. Umsóknarfrestur til 10. apr.
Itjarmi, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar í mánuði. Yerð
1 kr. 50 au., i Ameríku 75 cenj. Ritstjöri Bjarni Jónsson kennari.
Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings íslenskri menning. Ritstjóri
séra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg. — Verð 4 kr. hér á landi — Fœst
hjá Árna Jóhannssyni bankaritara.
Sameiniugin, mánaðarrit hins ev.Iút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi.
Ritstjóri séra Jón Bjarnason í Winnipeg. Hvert númer 2 arkir. Verð
hér á landi kr. 2,00. Fœst hjá kand. Sigurb. Á. Gislasyni í Rvk.
N. Kbl. VI. ár. — 2 kr. — 75 c. — 1. og 15. í mánuði.
_________Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagsprentsmið j an.