Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ
85
lund, að hið dýrlegasta sem drottinn lœtur gerast hér á jörðu,
— stœrsta dýrðin, er hann framleiðir í sambandi við þetta
mannlega lif, kunni að birtast í slíkri lœgingu.
Enda nœr andlegt líf einatt mestum blóma þar sem mikl-
ir meinbugir eru á. Hómer og Milton, einhver stærstu skáld
heimsins, voru blindir. Skáldið, sem gaf oss Passiusálmana,
þjáður þungri likamskröm. Hve margur örþreyttur bölberinn
hefir bergt á huggunarlindinni hans!
Vinir mínir! Hver sorg er fyrirheit um fögnuð. Þeir,
sem sáran bera sting fyrir brjósti í dag, vakna til leika að
morgni. Skyldi eigi þeir, sem stærst hafa verið harmabörn
hér, eigi mestan fögnuð fyrir hendi í eilífðinni?
Frá listamanni einum, öldruðum og blásnauðum, er sagt
í Parisarborg. Alla æfi hafði hann leitast við að móta hug-
mynd, seni hann bar í sálu sér, hið dýpsta og sannasta, er
honum hafði hugkvæmst, í leir, — en aldrei tekist, svo hann
væri ánægður. Loks fanst honum sér takast tilraunin og
sigri hrósandi gekk hann til hvílu. En um nóttina féll frost
yfir bæinn, svo kalt varð í herberginu. Hann vaknaöi og
vissi að verkið varð ónýtt, ef vatnið næði að frjósa í leirnum.
Hann tók þá voðina, er hélt honum sjálfum heitum í sænginni
og breiddi yfir myndina. Um morguninn fanst hann sjálfur
örendur, en myndin óskemd. Hún lifði hann látinn.
A sama liátt liggur líkami vor andvana eftir frostnóttina
hinstu. En sálin, hið guðlega listaverk, sem drottinn hefir
verið að framleiða við grát og gleði, varir að eilífu.
Nýju prédikunartextarnir.
Svo sem ráðgert var á synodus i sumar sem leið, voru nýju
prédikunartextaruir í Helgisiðabókinni teknir upp til lesturs af
stól frá byrjuti kirkjuársins. Minnist prestur norðanlands á það í
bréfi til ritstj.:
„Með byrjun kirkjuársins tók ég að nota nýju guðspjöllin,
eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt íyrir 25 ára notkun gömlu guð-
spjallanna — eða Hklega öllu beldur: vegna svo rækilegra og
langra kynna við þau — kvaddi ég þau með söknuði, og hefi
aldrei fundið jaínglögt til þess ogeinmitt nú, hve ótalmargt eg átti
eftir að segja í sambandi við þau. Eigi að síður finn ég þó lika
til þess, að nýir hugarstraumar hljóti að vakna við þe&aa til-